Fréttablaðið - 15.04.2005, Side 24
Þeir sem versla í Nettó í
Mjódd um hádegisbil eða
kvöldverðarleytið veita at-
hygli öllum þeim fjölda sem
raðar sér upp í horninu Hjá
Dóra. Þar er seldur heitur
matur og hann bókstaflega
rýkur út. Hvað skyldi vera í
pottunum?
„Við erum alltaf með sömu sex
réttina sem viðskiptavinirnir
ganga að vísum,“ segir Halldór
Þórhallsson, veitingamaður í
Mjóddinni, betur þekktur sem
Dóri, og bendir á steikt lamba-
læri, svínalæri með puru, rifja-
steik með puru, djúpsteikta ýsu,
kjúkling og kjötbollur. „Auk þess
eru alltaf aðrir tveir réttir og það
er mismunandi eftir dögum hvað
þeir heita,“ segir hann og nefnir
sem dæmi svínasnitsel, lasagna
og fiskibollur. „Á föstudögum hef
ég oftast hamborgarhrygg með
tilheyrandi,“ tekur hann fram.
Allt er þetta eldað á staðnum
og þrátt fyrir að eldhúsið sé ekki
stórt nýtist plássið vel. Borð eru í
salnum fyrir 40-50 manns og Dóri
segir margsetið við þau í hádeg-
inu. „Hingað koma vinnuhópar og
iðnaðarmenn í stórum stíl og svo
fólk úr fyrirtækjunum í kring. Á
kvöldin er þetta aðeins öðruvísi
því þá er fólk að taka matinn með
sér heim. Mikið er um að eldri
borgarar versli hér og þeir sem
búa einir, því fólki finnst ekki
sniðugt að kaupa heilt lambalæri
og borða það síðan í viku, heldur
velur það sem passar hverju
sinni.“
Dóri hefur eldað í Mjóddinni í
níu ár, en var áður í Perlunni áður
Viðeyjarstofu. Fyrstu tvö árin í
Mjóddinni vann hann hjá öðrum
en hefur rekið Hjá Dóra síðustu
sjö árin og haft sama starfsfólkið
allan tímann. Hann segir vinsæld-
ir staðarins alltaf að aukast.
„Fyrir ári hélt ég að ég hefði náð
toppnum en það hefur bæst við
síðan,“ segir hann. „Þetta eru
svona um 400 skammtar á dag
sem við afgreiðum, heldur fleiri í
hádeginu en á kvöldin. Svo eru
þeir enn fleiri á föstudögum. Þá
geta þeir farið í 600. Fólk er upp-
gefið eftir vinnuvikuna og vill
eyða tíma sínum í eitthvað annað
en að elda. Finnst fínt að kaupa
hér eitthvað tilbúið til að taka með
sér heim, henda síðan bakkanum
og byrja helgina,“ segir Dóri bros-
andi. gun@frettabladid.is
Gúrkusalat
Taktu eina gúrku og skerðu niður í litla bita. Blandaðu bitunum
saman við sýrðan rjóma og saxaðan ferskan graslauk og þá er
komið ferskt og gott salat með grilluðu kjöti eða fiski. [ ]
Lituð handskorin kristalsglös frá
Ungverjalandi í hæsta gæðaflokki.
Hagstætt verð.
Vaxtalausar
léttgreiðslur,
ef óskað er.
Toppurinn á veisluborðinu
Upplýsingar í síma 862 2507
Réttir kvöldsins
Fordrykkur í boði hússins
M/ þriggja rétta seðlinum Canasta Cream
Forréttur verð f/ einrétta verð f/ þriggja
rétta máltíð
Humarsúpa kr. 850
m/ rjómatoppi og hvítlauksbrauði
Aðalréttir
Smjörsteiktur skötuselur kr. 2.950 kr. 3.890
m/ hvítvínssósu , grænmeti
og bakaðri kartöflu
Lambafillet kr. 2.980 kr. 3.890
m/ sherrybættri sveppasósu, grænmeti
og bakaðri kartöflu
Nautalundir kr. 3.150 kr. 3.990
m/chateaubriandsósu, grænmeti
og bakaðri kartöflu
Eftirréttur
Súkkulaðifrauð kr. 690
Borðapantanir í síma 562 1988
Veitingahúsið Madonna Rauðarárstíg 27 www.madonna.is
GNOÐARVOGI 44
Opið frá 10-18:15
Nýr humar
Nýlagað sushi
Glæný stórlúða
990 kr. kg.
Kíkt í pottana hjá Dóra
Ítölsku Mastino-víninn frá Veneto
verða á sérstöku tilboði næstu mán-
uði í reynslubúðum ÁTVR sem svo
eru nefndar; Vínbúðunum Heið-
rúnu og Kringlunni.
Mastino er víngarður í héraðinu
Valpolicella og nefnist svæðið þar
sem vínið er ræktað Classico. Vín-
gerðin er í eigu hinnar frægu vín-
gerðarfjölskyldu Tommasi. Mast-
ino dregur nafn sitt af Mastino
Della Scala, einum hinna goðsagna-
kenndu fornu höfðingja Veróna.
Aðalþrúgurnar í vínunum frá
Mastino eru corvina, rondinella og
molinera. Á næstu mánuðum verða
víninn frá Mastino á sérstöku kynn-
ingaverði og eru vínáhugamenn
hvattir til að bera saman verð þess-
ara vína við önnur sambærileg
ítölsk vín. Verðlækkunin nemur allt
frá 200-500 kr. og verður að segjast
að leitun er að jafn hagstæðu
Amarone-víni svo dæmi sé nefnt.
MASTINO: ÍTÖLSK VÍN Á TILBOÐI
Mastino Valpolicella:
Lækkar úr 1.290 kr.
í 990 kr.
Mastino Ripasso:
Lækkar úr 1.490 kr.
í 1.290 kr.
Mastino Amarone:
Lækkar úr 2.990
í 2.490 kr.
Dóri og hans lið hefur nóg að gera við að seðja fjöldann.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA