Fréttablaðið - 15.04.2005, Side 37
FÖSTUDAGUR 15. apríl 2005
GULLBRÁ, Nóatún 17 s. 562-4217
Líttu við og kynntu þér létta, bjarta
og líflega vor- og sumarlitina frá
20% afsláttur af öllum varalitum og glossum út vikuna.
Allir fá sýnishorn af nýjum farða auk annara nýjunga.
Þeir sem ætla að fjárfesta í nýjum glossum
og varalitum fyrir sumarið ættu að kíkja við
í Gullbrá í Nóatúni, en þar er veittur 20%
afsláttur á þessum vörum út vikuna. Auk
afsláttarins fá allir viðskiptavinir sýnis-
horn af nýjum farða auk annarra nýjunga.
Sumarlitirnir frá Lancóme og Helenu Rubin-
stein eru sérlega léttir, bjartir og líflegir í sum-
ar svo það er ekki eftir neinu að bíða. Gullbrá er í
Nóatúni 17.
Gloss og varalitir á tilboði
Bjartir og skemmtilegir sumarlitir.
Hönnun á góðu verði
Rýmingarsölunni lýkur í Epal á morgun.
Rýmingarsala stendur yfir í versluninni Epal og eru margvíslegar vör-
ur seldar með afslætti. Þar á meðal eru sófar, sófaborð, stólar og ýms-
ar Marimekko-vörur. Þá er jafnframt veittur 10% afsláttur af lömpum
og gjafavöru. Verslunin Epal hefur um árabil verið þekkt fyrir að selja
vönduð húsgögn eftir þekkta hönnuði og þykir leiðandi á því sviði hér-
lendis. Heilmikill afsláttur er veittur á rýmingarsölunni og hægt að
gera góð kaup.
Tækifæri fyrir herrana
Dúndurútsala í Herralagernum í bláu
húsunum við Suðurlandsbraut.
Öll jakkaföt eru nú á 17.980 krónur á Herralagern-
um í Bláu húsunum við Suðurlandsbraut 54 og
verður það að teljast kostaboð þar sem verð þeirra
áður var allt að 65.000 krónur. Á Herralagernum
eru föt með þekktum merkjum eins og Bellini,
Sand og Boss. Útijakkar eru líka á helmingsafslætti
í Herralagernum, svo og stakir jakkar og stakar bux-
ur, þannig að nú er tækifæri fyrir herrana að dressa
sig upp. Þessi aukaafsláttur gildir eitthvað fram í
næstu viku og trúlega fram á aðra helgi, að sögn
afgreiðslumanns.
„Hér erum við með 20% afslátt af öllum drögtum, hvort sem um
er að ræða pils og jakka eða buxur og jakka og vissulega líka ef
öll þrenningin er tekin,“ segir Sigrún Vilhjálmsdóttir verslunar-
stjóri. Þrátt fyrir að handagangur hafi verið í öskjunni hjá henni
síðustu daga þar sem afslátturinn tók gildi á mánudag segir hún
enn heilmikið úrval eftir. „Dragtirnar eru af mörgum gerðum og
ég held það séu einir 15 – 20 litir,“ segir hún og sem dæmi um
verð nefnir Sigrún buxnadragt sem var áður á 9.780 og fer í
7.824 á útsölunni og tekur fram að jakkinn sé fóðraður. Dragtar-
dögunum lýkur á morgun.
Dragtir í ótal litum
Dragtardagar eru nú í Ceres og mikið um dýrðir.
Verslunin er við Nýbýlaveg 12 í Kópavogi.