Fréttablaðið - 15.04.2005, Qupperneq 46
Ekki sagði Hreinn Jakobsson,
forstjóri Skýrr, neitt sérstakt
standa til vegna 45 ára afmælis
hans í dag. „Um helgina er árs-
hátíð hjá Skýrr og má segja að
maður blandi saman afmæli og
árshátíð fyrirtækisins,“ sagði
hann.
Hreinn hefur setið í forstjóra-
stól fyrirtækisins síðan Skýrr
var einkavætt árið 1997. „Ég
kom úr heimi banka og fjármála,
en hellti mér í tölvubransann.
Tíminn hefur verið fljótur að
líða og í raun ótrúlegt að í haust
skuli þetta vera orðin ein átta ár
síðan ég byrjaði,“ sagði hann og
kvað bæði hafa verið skemmti-
legt og gefandi að breyta Skýrr í
„aggresívt“ fyrirtæki á hörðum
markaði. Að sama skapi hafa í
forstjóratíð Hreins átt sér stað
nokkrar breytingar á eignar-
haldi fyrirtækisins. „Opin kerfi
yfirtóku fyrirtækið árið 2003 og
í fyrra gerðist það svo að Kögun
tók yfir Opin kerfi Group og þar
með Skýrr.“ Um síðustu áramót
var Skýrr fært út úr Opnum
kerfum Group og er því í dag
eitt átta fyrirtækja sem heyra
undir Kögunarsamstæðuna.
„Þetta er mjög spennandi, enda
Kögunargrúppan samsteypa
sem veltir líklega um 20 millj-
örðum og er með um þúsund
starfsmenn,“ sagði Hreinn og
taldi að þótt fyrirtækið starfaði
vitanlega ansi sjálfstætt opnaði
það ákveðna útrásarmöguleika
að tilheyra stærri samsteypu.
„Slagkrafturinn til að sækja
fram á erlendan markað er
meiri. Við erum með mörg járn í
eldinum sem við teljum að gætu
átt erindi á erlenda markaði,
bæði hugbúnaðar- og tölvu-
rekstrarverkefni ýmiss konar.“
Almennt taldi Hreinn að
bjartsýni ríkti hér í upplýsinga-
tækniiðnaði, líkt og á öðrum
sviðum atvinnulífs um þessar
mundir. „Við stöndum mjög
framarlega bæði hvað varðar
net- og farsímanotkun og eftir á
að hyggja má segja að við höfum
blessunarlega sloppið frá fjár-
festingaræðinu sem var í
bólunni og sölu á leyfum til
reksturs þriðju kynslóðar far-
símakerfa,“ sagði hann og taldi
ef til vill fullgeyst hafa verið
farið í að búa til bandbreidd sem
ekki væri í raun þörf fyrir.
„Maður verður dálítið þreyttur á
þessu byltingartali. Auðvitað er
þetta þróun og tækninni fleygir
fram, en stundum eru menn full-
fljótir að kynna nýjungar án
þess að markaður sé fyrir
hendi.“
Hreinn sagðist telja Skýrr
vera vel staðsett fyrirtæki upp á
tækniþróun framtíðar, enda fyr-
irséð að fyrirtæki muni í aukn-
um mæli vilja kaupa upplýsinga-
tækni sem þjónustu, frekar en
að sinna þeim hlutum sjálf. „Og
þannig veitum við fyrirtækjum
þjónustu, sjáum um hugbúnað-
arkerfin, reksturinn, öryggis-
málin, gagnatengingar og allt
saman. En það þarf ekki að þýða
að við gerum hér allt sjálf, held-
ur erum við líka í samstarfi við
önnur hugbúnaðarfyrirtæki,“
sagði hann og taldi bjart yfir.
„Reksturinn gengur vel, kraftur-
inn er mikill og ég er með gott
fólk sem auðvitað er lykilatriði.
Sýnin er klár og fólk veit til
hvers er ætlast af því. Meðan
þessir grunnþættir eru í lagi hef
ég trú á að okkur gangi vel.“ ■
26 15. apríl 2005 FÖSTUDAGUR
JEAN-PAUL SARTRE (1905-1980)
lést þennan dag.
Stefnir með Skýrr á erlenda markaði
TÍMAMÓT: HREINN JAKOBSSON, FORSTJÓRI SKÝRR, 45 ÁRA
„Allt þarf að reikna út, nema hvernig
á að lifa.“
Franski heimspekingurinn var kvaddur í franska herinn
árið 1939 og starfaði þar sem veðurfræðingur. Þýskar her-
sveitir handsömuðu hann árið 1940 og mátti hann dúsa
níu mánuði í fangelsi. Eftir að honum var sleppt gekk hann
til liðs við frönsku andspyrnuhreyfinguna.
timamot@frettabladid.is
AFMÆLI
Vigdís Finnbogadóttir,
fyrrverandi forseti lýð-
veldisins, er 75 ára í
dag.
Karl Steinar Valsson
aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn er 42 ára í dag.
Skúli Helgason, náms-
maður og fyrrverandi út-
varpsmaður, er fertugur
í dag.
Ari Matthíasson leikari
er 41 árs í dag.
JARÐARFARIR
11.00 Þórir Ketill Valdimarsson, Selja-
braut 82, Reykjavík, verður jarð-
sunginn frá Háteigskirkju.
13.00 Áslaug Guðlaugsdóttir, Einimel
5, Reykjavík, verður jarðsungin frá
Neskirkju.
13.00 Ingibjörg Daníelsdóttir, Flata-
hrauni 16b, Hafnarfirði, verður
jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju.
13.00 Ingólfur G. Gústavsson, húsa-
smíðameistari, Hraunbæ 1, verður
jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Reykjavík.
13.00 Sigrún Hulda Jónsdóttir, Reyni-
hvammi 33, Kópavogi, verður
jarðsungin frá Digraneskirkju.
14.00 Guðmundur Hreinn Árnason
(Bassi), Kirkjuvegi 14, Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkur-
kirkju.
14.00 Ragna Gestsdóttir, hjúkrunar-
heimilinu Skjaldarvík, áður Linda-
síðu 2, Akureyri, verður jarðsungin
frá Glerárkirkju.
15.00 Jóhanna Loftsdóttir, Hjallabraut
33, Hafnarfirði, verður jarðsungin
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði.
FÆDDUST ÞENNAN DAG
1452 Leonardo da Vinci, listamaður og
vísindamaður.
1707 Leonhard Euler, stærðfræðingur.
1843 Henry James, rithöf-
undur.
1858 Émile Durkheim, fé-
lagsfræðingur.
1894 Bessie Smith, blús-
söngkona.
1912 Kim Il-Sung, einræðis-
herra Norður-Kóreu.
1938 Claudia Cardinale,
leikkona.
1944 Dave Edmunds, tón-
listarmaður.
1959 Emma Thompson,
leikkona.
1966 Samantha Fox, söng-
kona.
1968 Stacey Williams, ofurfyrirsæta.
1990 Emma Watson, leikkona.
ANDLÁT
Guðríður Hansdóttir, áður til heimilis á
Vatnsstíg 11, Reykjavík, lést á
Franciskusspítalanum í Stykkishólmi
sunnudaginn 11 apríl.
Snorri Jóhannesson, Garðavegi 14,
Hvammstanga, lést þriðjudaginn 12.
apríl.
HREINN JAKOBSSON Forstjóri Skýrr á 45 ára afmæli í dag. Hann segist lítið ætla að
gera með daginn enda verði nóg um hátíðarhöld á árshátíð fyrirtækisins um helgina.
Á þessum degi árið 1998 lést kambódíski
harðstjórinn Pol Pot, réttu nafni Saloth Sar,
73 ára að aldri. Pot stofnaði hin alræmdu
skæruliðasamtök Rauðu Khmerana í frum-
skógum Kambódíu á sjöunda áratugnum.
Takmark þeirra var að útrýma öllum vest-
rænum áhrifum í Kambódíu og setja á út-
ópískt samfélag sem lifði eingöngu af akur-
yrkju.
Árið 1970 voru Khmerarnir þegar búnir að sölsa und-
ir sig þriðjung lands í Kambódíu með aðstoð Norður-
Víetnama og fimm árum seinna hertóku þeir höfuð-
borgina, Pnom Penh, steyptu stjórninni og stofnuðu
Alþýðulýðveldið Kampútseu. Pol Pot beið ekki boð-
anna og hóf strax að rýma borgir, loka verksmiðjum
og skólum og afnema einkaeign. Menntað fólk var
tekið af lífi; oft var það dauðasök að ganga með gler-
augu því það benti til að viðkomandi væri læs.
Nauðugu viljugu var fólki smalað úr borgun-
um í samyrkjubú í sveitum og frumskógum
landsins. Talið er að tvær milljónir manna
hafi verið teknar af lífi eða dáið í vinnubúð-
um eða úr hungri á árunum 1975 til 1978.
Khmerarnir höfðu átt í skærum við Víet-
nama á landamærunum og árið 1979 réð-
ust Víetnamar inn í Kambódíu og hertóku
höfuðborgina. Pol Pot og lið hans hrökklað-
ist aftur í frumskóginn en hélt skæruhernaði áfram
næstu árin. Pol Pot var leiðtogi hreyfingarinnar þar til
samherjar hans snerust gegn honum árið 1997, bol-
uðu honum úr embætti og dæmdu í ævilangt stofu-
fangelsi. Margir vonuðust til að Pot yrði framseldur
svo hægt yrði að dæma hann fyrir glæpi gegn mann-
kyni. Hann dó áður en af því varð. Í viðtali sem tekið
var skömmu fyrir dauða hans lýsti Pol Pot því yfir að
samviska hans væri hrein.
POL POT
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1817 Fyrsti ameríski heyrnleys-
ingjaskólinn opnar í Hart-
ford í Connecticut.
1865 Andrew Johnson verður
17. forseti Bandaríkjanna
eftir að Abraham Lincoln
var ráðinn af dögum.
1924 Berklavarnafélag Íslands
stofnað í Reykjavík.
1972 Fyrsta náttúruverndarþing-
inu lýkur í Reykjavík.
1986 Fimmtán starfsmenn
kjúklingasláturhússins á
Hellu fluttir á sjúkrahús eft-
ir að hafa andað að sér
klórgufu.
1987 Seðlabankahúsið formlega
tekið í notkun.
1990 Eldur kemur upp ofan á
tanki Áburðarverksmiðj-
unnar í Gufunesi. Borgar-
stjóri og nokkrir þingmenn
Reykjavíkur krefjast þess að
verksmiðjunni verði lokað.
Pol Pot deyr í stofufangelsi
Tilkynningar um merkisat-
burði, stórafmæli, andlát
og jarðarfarir
í smáletursdálkinn hér að
ofan má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
550 5000.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar
ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og systur
Sigrúnar Elísabetar Ásgeirsdóttur
Höfðavegi 7b, Húsavík.
Enn fremur færum við öllu heilbrigðisstarfsfólki sem hefur kom-
ið að málum um árabil þakkir og sérstaklega Óskari Þór Jóhanns-
syni lækni á Landspítala - háskólasjúkrahúsi fyrir ómetanlegan
stuðning og samfylgd.
Theodór Árnason, börn, tengdabörn, barnabörn og systkin.
Vegna jarðafarar
Sigrúnar H. Jónsdóttur
er Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf.
lokað frá hádegi föstudaginn 15. apríl.
www.hjarta.is • 535 1800
Minningarkort
535 1825
Í tilefni af 100 ára afmæli Verzlunar-
skólans á þessu ári tóku starfsmenn
skólans sig til og gáfu skólanum mál-
verk sem afhent var í gærmorgun
með viðhöfn í Bláa sal skólans.
Málverkið var málað sérstaklega
af þessu tilefni af Ólöfu Kjaran
Knudsen, sem einnig er kennari við
skólann. Efnið tengist sögu skólans
því í verkinu getur á að líta þróun
grunnflata skólans frá stofnun árið
1905 til dagsins í dag.
Eftir að Þorvarður Elíasson
skólastjóri veitti málverkinu viðtöku
var boðið upp á köku í tilefni dags-
ins. Verkið var svo hengt upp fyrir
framan skrifstofu skólans á þriðju
hæð. ■
Færðu skólanum málverk
MÁLVERK AFHJÚPAÐ Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunarskólans, afhjúpaði í gær-
morgun málverk Ólafar Kjaran Knudsen sem starfsmenn skólans gáfu skólanum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M