Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.04.2005, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 15.04.2005, Qupperneq 48
28 15. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Álfkona frekar en landsmóðir Fósturlandsins Freyja, fagra Vanadís. Móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís! Blessað sé þitt blíða bros og gullin tár. Þú ert lands og lýða ljós í þúsund ár. Þessar ljóðlínur Matthíasar Jochumssonar, Minni kvenna, eiga einkar vel við afmælisbarnið Vigdísi Finnbogadóttur. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir flutti henni afmæliskveðjur Fréttablaðsins. Mér finnst merkilegt aðvera orðin 75 ára, án þessað hafa tekið eftir því,“ segir afmælisbarn dagsins, frú Vigdís Finnbogadóttir. „Mér fannst dálítið púkó að verða sjö- tug, en flott að verða 75,“ segir hún hlæjandi og neitar því að sér finnist hún orðin gömul. „Ég finn til með þeim sem finnst þeir þurfa að drepa tímann. Tíminn líður hratt þegar maður hefur nóg fyrir stafni og heldur huganum opnum, og svo getur maður aldrei lofað nógsamlega góða heilsu, þrek og orku.“ Einkalíf forseta Frú Vigdís er áberandi ungleg og glæsileg, fágæt blanda heims- borgara, bóhems og gamaldags kvikmyndastjörnu. Blá augun tindra af fegurð og fjöri meðan blik þeirra leikur við mjúkbláa tóna stofunnar við Aragötu, þar sem Vigdís heilsaði Íslendingum ofan af svölum sínum eitt sólríkt júníkvöld árið 1980, þá fyrst kvenna í heiminum sem kosin var af þjóð sinni til að gegna hlut- verki þjóðhöfðingja, sem hún gegndi í sextán ár samfleytt. „Nei, það var ekki erfitt að hætta sem forseti, það var kom- inn tími til þess. Í raun fylgdi því léttir að hætta því forsetaemb- ættið er þungt að sinna og setur persónufrelsinu skorður,“ segir Vigdís í einlægni. Þegar hún er spurð hvort mögulegt hefði verið að verða ástfangin í forsetastól, og hvort karlmenn hafi almennt þorað að nálgast frú forseta, segir hún for- seta alltaf í sjálfvald sett að stýra einkalífi sínu. „Ég átti fjarskalega gott einka- líf og ól dóttur mína upp á þessum árum án þess að menn þekktu hana í sjón. Eitt sinn var ég spurð hvort ég saknaði þess ekki að hafa einhvern grúví gæja með mér, en þessu stýrði ég eins og mér sýnd- ist. Forseti getur orðið ástfanginn ef hann vill, rétt eins og eftir- maður minn hefur sannað, en ég var heppin að eiga stóran vinar- ann. Ég nýt þess að vera með fólki, um leið og ég verð að eiga sjálfa mig ein og út af fyrir mig.“ Ein af okkur Að vera í sama herbergi og frú Vigdís er sérkennileg upplifun, svo björt er útgeislun hennar og umvefjandi nærvera. Hún segir forseta ráða því sjálfan hvort hann sé upphafinn á stall. „Ég vona að ég hafi aldrei verið á stalli, því mér þykir svo vænt um fólk. Ég óskaði þess að fólk fyndi það vinsamlega í mér, en ekki hið gagnstæða. Ég var bara ein af okkur, ósköp venjuleg manneskja sem af tilviljun var valin í þetta starf. Vinur þeirra sem vildu vera vinir mínir. Reiðu- búin að halda undir horn og lyfta með átökum, því ég er í eðli mínu dráttarklár, tilbúin að draga eða ýta á eftir málefnum og verkum.“ Hún segir forsetaembættið hafa breytt sér, eins og öll lífs- reynsla sem mótar manneskjuna. „En af og frá að ég hafi orðið merkilegri með mig. Þvert á móti þráði ég að vera með fólkinu og þótti ekkert skemmtilegra, við minni sem stærri tilefni.“ Forseti er sálusorgari Sem fyrsti kvenforseti lýðveldis- ins virtist frú Vigdís bera móður- lega umhyggju fyrir landsmönn- um. Einu sinni í viku, öll sextán árin, var skrifstofa hennar opin gestum og gangandi. „Frekar vildi ég nú vera álfkona en landsmóðir,“ segir hún brosmild í augum. „Fólk bar upp öll möguleg hugðarefni og maður fékk mikið að vita um óhamingjuna í þjóðfélaginu, en fólki þótti mikils virði að setjast niður með forsetanum og tala um sín mál í rólegheitum. Forseti er tví- mælalaust sálusorgari og ég reyndi alltaf að hjálpa þegar ég gat, en varð auðvitað að fylgja reglum þjóðfélagsins.“ Mannskæð snjóflóð urðu á Vestfjörðum í forsetatíð Vigdísar, sem fylgdi hinum látnu til grafar. „Vilji maður einhvern tímann vera á réttum stað og fara rétt með hlutverk sitt hlýtur það að vera þegar standa þarf með þjóð sinni í slíkri raun. Til allrar ham- ingju fór ég vestur því ég hafði mikla þörf til að skila því til fólks- ins hve djúpt ég fann til með því. Og finni maður ekki réttu orðin til að segja, þá segir maður þau með faðmlagi í staðinn. Ég þarf ekki að biðjast afsökunar á því að vera ákaflega mannleg. Ég kvíði yfirleitt fyrir og fer aldrei með sérstaklega léttan hug út í það sem tekur á. Skárra væri það nú ef ég hefði ekki grátið með fólk- inu. Það er hægt að búa til skel utan um sig, en aldrei svo harða að menn geti ekki grátið.“ Ögrun að standa sig Forsetaframboð Vigdísar átti uppruna sinn í kvennafrídegin- um, þegar lýðnum varð ljóst að þjóðfélagið hvíldi jafnt á öxlum kvenna og karla. Enginn varð meira hissa en Vigdís sjálf er hún sá nafn sitt þar á meðal hugsan- legra frambjóðenda í blöðum. „Það varð að áhrifaríkri áskorun þar sem fólk kom unnvörpum og sagðist standa á bak við mig, færi ég í framboð sem oddviti þess. Það fannst mér fallegt,“ segir Vigdís og brosir að minningunni. „Mér var því ýtt út í þetta. Ákvörðunin kostaði mikinn kjark og er ég var kosin án þess að búast við því hófst alveg nýtt skeið. Ég hafði aldrei hugsað út í að verða fyrsta konan í heiminum kjörin forseti og því mikil ögrun að standa sig. Nú gengi ekki að hrynja niður á tröppum Alþingis og gefast upp.“ Hún segist aldrei hafa litið á þjóðhöfðingja, kónga og frægðar- fólk sem hún hitti í embættinu sem meiri stórmenni en annað fólk. „Litla stelpu úr Vesturbænum dreymdi aldrei um það í alvöru að hitta kónga og drottningar, en ég var alltaf svo innilega velkomin og þótti óskaplega gaman að heimsækja þetta fólk, sem var svo eðlilegt og indælt.“ Ómæld virðing fyrir Íslendingum Hún segir besta veganestið tungumálin sjö, sem hún talar eins og infædd. „Ég get aldrei nógsamlega tal- að fyrir því hve mikilvæg erlend tungumál eru þjóð eins og okkar,“ segir Vigdís, sem ein í heiminum gegnir embætti velgjörðasendi- herra í tungumálum Sameinuðu þjóðanna, þar sem hún stendur vörð um tungumál í útrýmingar- hættu, sem teljast helmingur þeirra 6.500 tungna sem talaðar eru í heiminum. „Á meðan við tölum íslensku erum við þjóð, eilítið öðruvísi en allir aðrir, sem gefur okkur karakter sem við megum aldrei týna. Við búum við þá hættu sem er svo ríkjandi á Vesturlöndum að peningahyggjan er upphafin á kostnað einhvers annars. Menn halda að þar liggi hamingjan, en hamingjan liggur fyrst og fremst í því að vita hver maður sjálfur er. Ég er alltaf jafn fegin og hreykin af því að vera Íslending- ur. Það er litið á okkur með miklu meiri virðingu og tillitssemi en við vitum sjálf, enda erum við friðsöm þjóð og eigum þá sér- stöðu að hafa haldið tungumáli og menningu okkar í rúm ellefu hundruð ár. Það er borin ómæld virðing fyrir því.“ Ræktun barna Órjúfanleg persónu Vigdísar er ást hennar á náttúru og gróður- fari. Og nú er hún með nýja kenn- ingu. „Ég vil að við ræktum börnin eins og við ræktum tré, með því að hlúa að þeim, fylgjast með þeim vaxa fögrum og laufi prýddum, dást að þeim og leyfa þeim að finna að kynslóðinni sem elur þau upp er annt um þau og framtíð þeirra. Sjálfsagi og sterk sjálfsmynd er það besta sem við getum gefið börnunum, því sjálf- krafa kemur sjálfsvirðing.“ Unglingar komu oft að máli við Vigdísi í forsetastóli og gera enn. „Unglingar fá oft ekki nægi- lega jákvæða athygli, eins og þeir eru glæsilegir, vel gerðir og vel gefnir. Það verður að leggja rækt við þá og segja þeim hvað þeir eru skemmtilegir. Við höfum öll verið unglingar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA R V 30 37 Eldvarnartæki á góðu verði Fyrir heimilið, vinnustaðinn og bílinn 6.350 kr. Duftæki 2kg með mæli og bílfestingu 1.056 kr. Reykskynjari 9V 3.459 kr. Eldvarnarteppi Rekst rarvö rulist inn er ko minn út 8.612 kr. Dufttæki 6kg með mæli og veggfestingu AFMÆLISBARN DAGSINS OG FYRSTI KVENFORSETI VERALDAR Frú Vigdís Finnbogadóttir er 75 ára í dag. Hún segir forsetaemb- ættið hafa breytt sér, en síst á þann veg að hún hafi orðið merkilegri með sig. Hún hafi alltaf verið ein af okkur, venjuleg manneskja sem af tilviljun var kosin í virðulegasta embætti lýðveldisins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.