Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.04.2005, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 15.04.2005, Qupperneq 50
HANDBOLTI Bikarmeistarar Stjörn- unnar sýndu ótrúlegan karakter í Garðabænum í gær þegar þær fengu Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan var með tapaðan leik þegar aðeins fimm mínútur voru eftir en heimastúlkur neituðu að gefast upp, skoruðu fimm síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sig- urinn, 24–23. Sigurmarkið skoraði Kristín Guðmundsdóttir fjórum sekúndum fyrir leikslok, en það var í fyrsta og eina skiptið sem Stjarnan var yfir í leiknum. ÍBV alltaf skrefi á undan Fyrri hálfleikur var mjög jafn en ÍBV var alltaf skrefi á undan og það var vel við hæfi að það lið leiddi með einu marki í leikhléi, 12-13. Stjarnan skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks, en þá komu sex mörk í röð hjá ÍBV og Eyja- stúlkur breyttu stöðunni úr 13-13 í 13-19. Þá loksins rankaði meðvitund- arlaus þjálfari Stjörnunnar, Er- lendur Ísfeld, við sér, tók Öllu Gokorian, sem hafði verið allt í öllu í leik ÍBV, úr umferð og setti ferska leikmenn í skyttustöður- nar. Fyrir vikið kom meiri kraftur í sóknarleik Stjörnunnar og þær sprungu út á síðustu fimm mínút- um leiksins. Í stöðunni 19-23 skor- aði Hekla úr þremur vítum í röð og síðan jafnaði Anna Blöndal úr hraðaupphlaupi þegar tæp mínúta var eftir. Kristín skoraði síðan sigurmarkið eins og áður segir. „Það er aldrei búið fyrr en það er búið,“ sagði glaðbeittur þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, í leikslok en hann vildi ekki meina að Stjarnan hefði rænt sigrinum „Við gáfumst aldrei upp. Það er rosalegur karakter í þessu liði. Við höfum leikið illa í úrslita- keppninni en nú er það búið. Nú ætlum við að leika vel og það verður gaman að fara til Eyja. Djöfull hlakka ég til að koma þar aftur.“ Öruggt hjá Haukaliðinu Haukakonur tryggðu sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins með öðrum sannfærandi sigri á Val, nú 17–26 á Hlíðarenda. Haukakonur unnu fyrri leikinn með 14 mörkum og báða leiki einvígisins með samtals 23 marka mun. Valsstúlkur stóðu í Haukunum fyrstu 10 mínútur leiksins en þá skildu leiðir ekki síst þökk sé góðum leikkafla hjá Hörpu Melsted sem skoraði þá fjögur mörk í röð. Eftir var það aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda. „Ég er ótrúlega sátt við þessi úrslit enda var stefnan hjá okkur að vinna þetta 2–0. Liðið beit aðeins meira frá sér en síðast en við hleyptum þeim aldrei inn í leikinn og ég hafði það alltaf á tilfinningunni að við myndum vinna,“ sagði Harpa Melsted, fyrirliði og besti leikmaður ásamt Helgu Torfadóttur markverði sem tók 26 skot eða yfir 60% þeirra skora sem á hana komu. henry@frettabladid.is, ÞAÞ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 12 13 14 15 16 17 18 Föstudagur APRÍL ■ ■ LEIKIR  20.15 Tindastóll og Fjarðabyggð mætast í Boganum í 4. riðli B-deildar deildarbikars karla í fótbolta.  22.00 KS og Leiftur/Dalvík mætast í Boganum í 4. riðli B-deildar deildarbikars karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn. Endurtekinn þáttur.  07.30 Olíssport á Sýn. Endurtekinn þáttur.  08.00 Olíssport á Sýn. Endurtekinn þáttur.  08.30 Olíssport á Sýn. Endurtekinn þáttur.  17.15 Olíssport á Sýn. Endurtekinn þáttur.  18.00 Upphitun á Skjá einum.  18.30 Motorworld á Sýn.  19.00 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Fréttaþáttur um Meistaradeildina í fótbolta.  19.30 Enski bikarinn á Sýn. Hitað upp fyrir leiki helgarinnar í enska bikarnum í fótbolta.  20.00 World Supercross á Sýn.  21.00 World Series of Poker á Sýn. Ótrúleg endurkoma Stjörnustúlkna 30 15. apríl 2005 FÖSTUDAGUR > Þvílíkt rugl … … útsending Kýpverja frá Stjörnuleik Evrópudeildarinnar í körfubolta í gær var hrein hörmung frá upphafi til enda. Langdregin og skipulagslaus dagskrá var toppuð með skelfilegri myndatöku og óskiljanlegum sjónarhornum. sport@frettabladid.is > Við hrósum … … kvennaliði Stjörnunnar í handknattleik fyrir að sýna mikinn karakter og gefast aldrei upp gegn ÍBV í gær. Þær sýndu með leik sínum að allt er hægt í íþróttum ef viljinn er fyrir hendi. Það verður gaman að fylgjast með oddaleik þessara liða. Aðal frétt vikunnar Ítalskar knattspyrnubullur enn og aftur í sviðsljósinu Leik Internazionale og AC Milan í átta liða úrslitum meistaradeildar Evrópu var flautaður af eftir að stuðnings- menn Inter köstuðu brenndandi blysum sem og öllu öðru lauslegu inn á völlinn í mótmælaskyni þegar mark liðsins var dæmt af. Línutröllið Sigfús Sigurðsson, oft uppnefndur Rússajeppinn, er byrjaður að leika með Magdeburg á nýjan leik eftir þrálát bakmeiðsli. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg, talaði um það fyrr í vetur að hann saknaði Sigfúsar sárt úr vörninni og hann er verulega ánægður með að hafa endurheimt Sigfús úr helju en á tíma óttuðust menn að hann gæti ekki leikið handknattleik á ný. „Hann hefur staðið sig mjög vel í vörninni og það munar verulega um hann þar. Hann er sterkur, stýrir varnarleiknum vel og lætur duglega í sér heyra. Það er stórmunur á varnarleiknum eftir að hann kom aftur,“ sagði Alfreð en hann hefur aðeins notað Sigfús í vörninni það sem af er. „Hann þarf að koma sér í betra form áður en hann fer í sóknina en það kem- ur. Úthaldið er ágætt en það tekur tíma að ná toppformi á nýjan leik.“ Sigfús var mættur í vörnina hjá Alfreð þegar Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitum EHF- keppninnar með 34-32 sigri á Gummersbach en Alfreð og félagar töpuðu fyrri leiknum 25- 24, þannig að aðeins munaði einu marki á liðunum samanlagt. Alfreð segir baráttuna ekki hafa verið eins jafna og hún lítur út fyrir að vera. „Við vorum komnir með tíu marka forystu, 28-18, á tímabili þannig að þetta var mjög öruggt. Við vorum byrjaðir að halda upp á sigurinn átta mínútum fyrir leikslok, sungum með áhorf- endunum. Ég leyfði ungu strák- unum að spila undir lokin og þetta var mikil stemning. Verulega gaman,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg. Haukakonur komust í lokaúrslit Íslandsmóts kvenna í handbolta með 26–17 sigri á Val í gær en Stjarnan tryggði sér oddaleik í Eyjum eftir að hafa unnið upp fjögurra marka forskot ÍBV á lokasekúndunum. RÚSSAJEPPINN MÆTTUR TIL LEIKS Á NÝ: ALFREÐ GÍSLASON GRÍÐARLEGA SÁTTUR Stórmunur á vörninni með Fúsa NR. 14 - 2005 • Verð kr. 599 Ungfrúreykjavík 2005 AUKABLAÐ UM UNGFRÚ REYKJAVÍK Vinnur þú sólarferð! tyggjó fylgir! V6 Allar stelpurnar í máli og myndum Miklu stærra blað! 15.-21.apríl Besta dagsk ráin! Ellý Ármanns og nýi kærastinn: Logi Bergmann og Inga Lind góðir vinir: SAMAN Í BADMINTON SJÓÐHEIT Á ÁRSHÁTÍÐ! 9 771025 956009 HITTI LÍTINN SNILLING! Davíð Örn missti fótinn í slysi: Þórey Vilhjálms: ÓFRÍSK OG ÁNÆGÐ! Bara í Evróvisjón-farinn Se lma: ÉG HÉLT Á BLÓÐUGUM FÆTINUM GERIR LÍFIÐ SKEMMTILEGRA ! LEIKIR GÆRDAGSINS Evrópukeppni félagsliða SPORTING–NEWCASTLE 4–1 0–1 Kieron Dyer (20.), 1–1 Marius Niculae (40.), 2–1 Sá Pinto (72.), 3–1 Beto (78.), 4–1 Rockemback (90.) Sporting Lisabon frá Portúgal komst áfram 4–2 samanlagt. ALKMAAR–VILLARREAL 1–1 1–0 Perez (8.), 1–1 Lucho (72.). Alkmaar frá Hollandi omst áfram 3–2 samanlagt. AUXERRE–CSKA MOSKVA 2–0 1–0 Lachuer (9.), 2–0 Kalou, víti (79.). CSKA Moskva frá Rússlandi komst áfram 4–2 samanlagt. PARMA–AUSTRIA VÍN 0–0 Parma frá Ítalíu komst áfram með fleiri mörkum skoruðum á útivelli, 1–1 samanlagt. Í undanúrslitum UEFA-bikarsins mætast Parma og CSKA/Moskva annarsvegar og Sporting Lisbon og Alkmaar hinsvegar. Leikirnir fara fram 28. apríl og 5. maí og eiga lið Parma og Sporting Lissabon fyrri leikinn í undanúrslitunum. Átta liða úrslit Evrópukeppni félgasliða í gærkvöldi: Sporting sló út Newcastle FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildarliðið Newcastle fór ekki í neina frægðarför til Lissabon í Portúgal í gær og varð að lokum að sætta sig við 4–1 tap og það að missa af undanúrslitaleik UEFA-bikarsins. Þetta leit reyndar ekki illa út í upphafi eftir að Kieron Dyer kom Newcastle 0–1 yfir og enska liðið fékk auk þess góð færi til að auka muninn og bæta við 1–0 forskot frá því í fyrri leiknum. Það tókst ekki og Potúgalarnir jöfnuðu fyrir hlé og skoruðu síðan þrjú mörk í seinni hálfleik. „Þegar við fáum á okkur fjögur mörk þá eigum við ekki skilið að komast áfram. Þetta leit mjög vel út í 60 mínútur en þá sprakk þetta hjá okkur. Þetta er mikil synd því við áttum góða möguleika á því að vinna þessa keppni. Nú þurfum við að vera fljótir að rífa okkur upp fyrir undanúrslitaleikinn í bikarnum um helgina,“ sagði markaskorinn Kieron Dyer eftir leik. Í undanúrslit keppninnar komust auk Sporting, hollenska liðið Alkmaar, rússneska liðið CSKA Moskva og hið ítalska Parma. -ooj DHL-deild kvenna STJARNAN–ÍBV 24–23 (12–13) Mörk Stjörnunnar: Hekla Daðadóttir 7/4, Anna Blöndal 4, Kristín Guðmundsdóttir 4, Kristín Jóhanna Clausen 4/3, Ásdís Sigurðardóttir 1, Hind Hannesdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 1, Elzbieta Kowal 1. Varin skot: Jelena Jovanovic 13/1, Helga Vala Jónsdóttir 0. Mörk ÍBV: Alla Gokorian 8/1, Anastasia Patsion 6, Eva Björk Hlöðversdóttir 4/1, Darinka Stefanovic 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2. Varin skot: Florentina Grecu 22/3. DHL-deild kvenna VALUR–HAUKAR 17–26 (7–12) Mörk Vals: Ágústa Edda Björnsdóttir 6/3, Anna María Guðmundsdóttir 4, Lilja Valdimarsdóttir 3, Arna Grímsdóttir 1, Katrín Andrésdóttir 1, Hafrún Kristjánsdóttir 1, Díana Guðjónsdóttir 1/1. Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 16. Mörk Hauka: Harpa Melsted 7, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 7/1, Ramune Pekarskyte 3, Ragnhildur Guðmundsdóttir 3, Inga Fríða Tryggvadóttir 2, Anna Guðrún Halldórsdóttir 2, Martha Hermannsdóttir 2. Varin skot: Helga Torfadóttir 26, Kristina Matuzeviciute 1/1. HETJA STJÖRNUNNAR Kristín Guðmundsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar fjórum sekúndum fyrir leikslok gegn ÍBV í gær og tryggði Garðabæjarliðinu oddaleik í Eyjum á Laugardaginn. Hér brýst Kristín í gegnum Eyjavörnina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÚR LEIK Alan Shearer og félagar hans í Newcastle gengu niðurlútir til búnings- herbergja eftir leikinn við Sporting í Lissabon í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.