Fréttablaðið - 15.04.2005, Side 54

Fréttablaðið - 15.04.2005, Side 54
34 15. apríl 2005 FÖSTUDAGUR Síðast þegar Moby gaf út plötu var ég ekki mjög blíður við hann. Sagði að það eina sem hægt væri að nota diskinn í væri sem glasamotta eða skotskífa fyrir riffiláhugamenn. Núna snýr Moby aftur með plötuna Hotel. Um daginn mætti Moby svo á hverfispöbbinn minn í London, þar sem ég vinn sem barþjónn. Ég vissi ekki hvort ég ætti að biðja hann afsökunar eða sparka í sköflunginn á honum. Ég get sagt með hreinni sam- visku að Hotel sé betri plata en sú síðasta. Hér leyfir hann sér að tappa af innri tilfinningum, og syngur nánast alla plötuna sjálf- ur. Greinilega ákveðinn í því að skila persónulegri plötu en áður. Góð hugmynd en það breytir því ekki að þessi plata er merkilega leiðinleg. Moby sagði í viðtali um dag- inn að hann ætti lager af lögum sem myndu aldrei fást gefin út vegna þess að þau væru hrein- lega ekki nógu góð. Miðað við þau lög sem enduðu á þessari plötu er ég hreinlega byrjaður að halda að maðurinn ætti að íhuga að skipta um starf. Lögin hljóma eins og þau sé samin af 12 ára krakka, og textarnir eru grynnri en vatnsglas. Þetta finnst mér alveg merki- lega leiðinleg og sálarlaus tón- list. Moby er slys í tónlistarsög- unni og það er ótrúlegt að honum sé ennþá leyft að gefa út plötur. Birgir Örn Steinarsson Úff, ekki meira! MOBY: HOTEL NIÐURSTAÐA: Moby gefur út enn eina plötuna, og hverjum er ekki sama? Merkilega sálarlaust, ódýrt og óáhugavert. Tími Moby er liðinn. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Ragnheiður verðlaunuð Ragnheiður Gestsdóttir, rithöf- undur og myndlistarmaður, hlýtur Norrænu barnabókaverðlaunin 2005 fyrir höfundarferil sinn sem rithöfundur og myndlistarmaður, með sérstakri áherslu á unglinga- bókina Sverðberann sem út kom fyrir síðustu jól. Norrænu barnabókaverðlaunin eru heiðursverðlaun og hafa verið veitt frá árinu 1985, af Nordisk skolebibliotekarforening, nor- rænum samtökum skólasafns- kennara, sem Félag skólasafns- kennara á Íslandi er aðili að. Verð- launin eru listmunur og viður- kenningarskjal. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra mun afhenda þau miðviku- daginn 29. júní næstkomandi á norrænni ráðstefnu samtakanna. Þetta er í þriðja sinn sem ís- lenskur höfundur hlýtur Norrænu barnabókaverðlaunin. Kristín Steinsdóttir fékk verðlaunin árið 2003 fyrir bókina Engill í Vestur- bænum og Guðrún Helgadóttir árið 1992 fyrir bókina Undan ill- gresinu. Dómnefnd er skipuð fulltrúum frá öllum Norðurlöndunum og Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir, skólasafnskennari í Langholts- skóla, er fulltrúi Íslands. ■ RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR Hlýtur Norrænu barnabókaverðlaun fyrir Sverðberann og höfundarferil sinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.