Fréttablaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 56
„Þetta var skrifað fyrir 11. septem-
ber,“ segir Stefán Jónsson leikstjóri
um Terrorisma, leikrit eftir hina
rússnesku Presnjakov-bræður sem
frumsýnt verður á Nýja sviði Borg-
arleikhússins í kvöld.
Eins og nafnið bendir til fjallar leik-
ritið um terrorisma, eða hryðju-
verk, en þó ekki um sprengjuárásir
og fjöldamorð af því taginu sem
reglulega skjóta upp kollinum í fjöl-
miðlum.
„Þetta fjallar ekki um bin Laden eða
IRA, en kannski eru þau alveg jafn
stór, þessi hryðjuverk sem við bæði
framkvæmum í prívatlífinu og
látum viðgangast í umhverfi okkar
án þess að gera neitt í því.“ Leikrit-
ið hefst á flugvelli þar sem
sprengjuhótun kemur af stað keðju-
verkun og síðan er fylgst með fólki
sem sogast inn í atburðarásina.
Tólf leikarar leika í verkinu og
eru hlutverk þeirra öll álíka stór.
Dregnar eru upp myndir af fólki við
ýmsar aðstæður, en smám saman
átta áhorfendur sig á því að sögur
þessa fólks tengjast innbyrðis.
„Þessar sögur eru allar mjög hvers-
dagslegar. Þær gerast á flugvelli, á
vinnustað, skrifstofu, í almennings-
garði og heima hjá fólki: Þetta eru
allt staðir sem við könnumst við og
fólk sem við könnumst við.
Það sem vakir fyrir bræðrunum
er ekki síst að sýna fram á keðju-
verkun, hvernig hugsunin og of-
beldið smitast kannski svolítið og
hvernig við erum öll ábyrg.
Við erum að tala svolítið um
gróðursetninguna, „how to make
terrorism at home“.“
Presnjakov-bræðurnir hafa
notið mikillar hylli bæði í heima-
landi sínu og Bretlandi þar sem
verkið var fyrst tekið til sýningar í
leikhúsinu Royal Court í London.
Leikritið Terrorismi var frumsýnt í
Moskvu árið 2002.
„Það er gaman að því að bjóða
leikhúsgestum upp á jafn ferskt
leikrit og þetta. Oft erum við ekki
svona snögg að kynna nýja
höfunda.“
Leikarar í sýningunni eru Berg-
ur Þór Ingólfsson, Edda Björg Eyj-
ólfsdóttir, Ellert Ingimundarson,
Gunnar Hansson, Hanna María
Karlsdóttir, Harpa Arnardóttir, Ilm-
ur Kristjánsdóttir, Katla Margrét
Þorgeirsdóttir, Margrét Helga Jó-
hannsdóttir, Ólafur Egill Egilsson,
Sveinn Geirsson og Þór Tulinius. ■
36 15. apríl 2005 FÖSTUDAGUR
EKKI MISSA AF…
... tónleikum Blásarasveitar
Reykjavíkur í Langholtskirkju í
kvöld þar sem sveitin frumflytur
nýtt verk eftir Hilmar Jensson gít-
arleikara. Verkið er samið fyrir
blásarasveit, slagverk og raf-
magnsgítar og var pantað sérstak-
lega fyrir þessa tónleika.
... vortónleikum karlakórsins
Fóstbræðra, sem verða í Hafnar-
borg í kvöld og Langholtskirkju
annað kvöld.
... sýningu Leikfélags Reykjavík-
ur og Leiklistardeildar Listaháskól-
ans á Draumleik eftir Strindberg á
stóra sviði Borgarleikhússins.
Söngnemendur Tónlistarskóla Kópavogs
sýndu í gærkvöld Töfraflautu Mozarts í Salnum
í Kópavogi. Aðeins tvær sýningar verða á óp-
erunni, sú síðari í kvöld.
Óperan hefur verið stytt nokkuð og er í þessu
styttra formi orðin aðgengileg börnum. For-
eldrar eru þess vegna hvattir til þess að mæta
með börn sín á sýninguna. Aðgangur er
ókeypis.
Meðal söngvara má nefna þau Unnar Geir
Unnarsson og Láru Rúnarsdóttur, sem fara
með hlutverk Taminos og Taminu. Unnar Geir
sló í gegn fyrir tveimur árum þegar hann fór
með aðalhlutverkið í óperunni Orfeo eftir
Monteverdi í uppfærslu Tónlistarskóla Kópa-
vogs.
Lára hefur einnig gert garðinn frægan með
eigin tónleikahaldi og plötuútgáfu, þótt ekki
sé það á sviði óperutónlistar.
Hlutverk Næturdrottningarinnar syngur Eyrún
Ósk Ingólfsdóttir, en þau Papagena og Papa-
geno eru sungin af Sigríði Kristínu Helgadóttur
og Ragnari Ólafssyni.
Mozart samdi Töfraflautuna skömmu áður en
hann lést árið 1791. Hann var þá orðinn mjög
veikur og vissi að endalokin nálguðust.
Kl. 20.00
Kammerkór Konunglega tónlistarháskól-
ans í Stokkhólmi er staddur hér á landi
og kemur fram á tónleikum í Neskirkju í
kvöld. Kórinn er í fremstu röð sænskra
tónlistarhópa og stjórnandi hans, pró-
fessor Anders Eby, er jafnframt með
meistaranámskeið hér á landi fyrir kór-
stjóra.
menning@frettabladid.is
Töfraflautan í Kópavogi
Heimatilbúin hryðjuverk
!
STÓRA SVIÐ
DRAUMLEIKUR
e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ.
Su 24/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20 - UPPSELT,
Síðustu sýningar
HÍBÝLI VINDANNA
leikgerð Bjarna Jónssonar eftir
vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar
Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20,
Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20, Su 8/5 kl 20,
Fö 13/5 kl 20
- Fáar sýningar eftir
HÉRI HÉRASON
e. Coline Serreau
Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20, Lau 7/5 kl 20
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Aðalæfing Mi 20/4 kl 18 - UPPSELT,
Frumsýning Fi 21/4 kl 14 - UPPSELT,
Lau 23/4 kl 14, Su 24/4 kl 14, Su 1/5 kl 14
Su 1/5 kl 17
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN
TERRORISMI
e. Presnyakov bræður
Frumsýning í kvöld kl 20 - UPPSELT,
Mi 20/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20, Fi 5/5 kl 20
SEGÐU MÉR ALLT
e. Kristínu Ómarsdóttur
Su 17/4 kl. 20, Lau 23/4
Síðustu sýningar
AUSA eftir Lee Hall
Í samstarfi við LA.
Fi 21/4 kl 20 - Síðasta sýning
- Ath: Miðaverð kr. 1.500
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur.
Í kvöld kl 20 - UPPS., Lau 16/4 kl 20, - UPPS.,
Su 17/4 kl 20, - UPPS., Mi 20/4 kl. 20 - UPPS.,
Fi 21/4 kl 20 - UPPS., Fö 22/4 kl 20 - UPPS.,
Lau 23/4 kl 20 - UPPS., Su 24/4 kl 20 -UPPS.,
Lau 29/4 kl 20 - UPPS., Lau 30/4 kl 20 - UPPS.,
Su 1/5 kl 20 - UPPS., Fi 5/5 kl 20
SVIK
eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA
Su 24/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20 - Aukasýningar
RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ
e. Önnu Reynolds.
Í samstarfi við leikhópinn KLÁUS.
Í kvöld kl 20, Lau 16/4 kl 20
Fö 22/4 kl 20, Lau 23/4 kl 20
AUGNABLIKIÐ FANGAÐ
DANSLEIKHÚSIÐ
fjögur tímabundin dansverk
Fi 21/4 kl 19:09 Frumsýning
Su 24/4 kl 19:09, Su 1/5 kl 19:09
Aðeins þessar 3 sýningar
Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík
Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is
Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga
12-20 laugardaga og sunnudaga
Börn 12 ára og yngri fá frítt í
Borgarleikhúsið í fylgd
fullorðinna
- gildir ekki á barnasýningar
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
TERRORISMI Úr leikritinu sem frumsýnt verður á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld.