Fréttablaðið - 02.05.2005, Side 2

Fréttablaðið - 02.05.2005, Side 2
2 2. maí 2005 MÁNUDAGUR Almenningur hitti einkavæðingarnefnd: Kröfurnar ítrekaðar í bréfi EINKAVÆÐING Forsvarsmenn Al- mennings ehf., félags um kaup al- mennings á Landssíma Íslands, skrifuðu einkavæðingarnefnd bréf í gærkvöld og ítrekuðu kröfu sína um að fá upplýsingar til að geta metið og tekið upplýsta af- stöðu við gerð tilboða í Símann. Orri Vigfússon, fulltrúi Al- mennings ehf., segir að aðeins sé óskað eftir þeim upplýsingum sem nauðsynlegar séu. Ekkert svar hafi verið gefið en búast megi við að það liggi fyrir eftir fund einkavæðingarnefndar á miðvikudag. Agnes Bragadóttir og Orri Vig- fússon, fulltrúar Almennings ehf., fóru á fund nefndarinnar í við- skiptaráðuneytinu í gærmorgun og afhentu þar umboð frá 1.800 einstaklingum um að fá afhent gögn framkvæmdanefndarinnar og Morgan Stanley um sölu Sím- ans. „Við buðum upp á samvinnu með hvaða hætti þetta verður gert, á rafrænan hátt eða annan. Svo ræddum við líka tímapress- una,“ segir Orri. - ghs Umboðsmaður Alþingis um útflutning á hrefnukjöti: Ráðuneytið hafði ekki vald ÚTFLUTNINGUR Umhverfisráðuneyt- ið hafði ekki vald til að fjalla efn- islega um fyrirhugaðan útflutning á hrefnukjöti til Kína og verður að meta afturköllun þess á leyfi til útflutnings á hrefnukjöti frá 2004 með hliðsjón af því. Dómstólar eiga að skera úr um gildi leyfisins og afturköllun þess, sem og um hugsanlega skaðabótaskyldu rík- isins verði leitað eftir því. Þetta er niðurstaða umboðs- manns Alþingis í framhaldi af kvörtunum yfir ákvörðunum um- hverfisráðuneytisins. Hann telur jafnframt að um- hverfisráðuneytið hafi veitt rang- ar leiðbeiningar um það hvert ætti að snúa sér til að fá upplýs- ingar um það hvort leyfi þyrfti til útflutnings á hrefnukjöti og að dómstólar verði að skera úr um hvort ríkið beri skaðabótaábyrgð í ljósi þessa. Þá telur hann að um- hverfisráðuneytinu hafi tekist illa til um stjórnsýslu í málinu. Umboðsmaður beinir því til um- hverfisráðherra að taka tillit til gagnrýni á stjórnsýslu umhverfis- ráðuneytisins og vekur athygli sjáv- arútvegsráðherra á álitinu. - ghs Dómstóll dæmir gegn virkum lífeyrisréttindum Skerðing á lífeyri fyrrverandi starfsmanns Seðlabankans fer fyrir Hæstarétt á næstunni. Í lögfræðiáliti um eftirlaun ráðherra, þingmanna og dómara er varað við skerðingu á eftirlaunaréttindum þeirra sem þegar þiggja þau. LÍFEYRISMÁL Nokkrir af fyrrver- andi starfsmönnum Seðlabankans hafa reynt að fá skerðingu á líf- eyrisréttindum sínum hnekkt með dómi en án árangurs. Seðlabank- inn og Lífeyrissjóður banka- manna hafa í fleiri en einu máli verið sýknaðir bæði í undirrétti og Hæstarétti. Málið má rekja til ársins 1998, en þá tók við ný reglugerð um líf- eyrisréttindi starfsmanna Lands- bankans og Seðlabankans í tengsl- um við einkavæðingu Landsbank- ans. Með reglugerðinni var meðal annars afnumin svokölluð eftir- mannsregla, en hún kveður á um að eftirlaun miðist við launa- hækkanir eftirmanns í starfi í stað þess að miðast við verðtrygg- ingar af öðrum toga. Fjöldi starfsmanna Seðlabank- ans, sem nú þiggja eftirlaun sam- kvæmt nýju reglugerðinni, telja að um svik á ráðningarsamningi sé að ræða, enda hafi í áratugi verið vísað til hagstæðra lífeyris- trygginga í samningum um kaup og kjör. Einnig feli skerðingin í sér brot á eignarrétti, sem varinn er í stjórnarskránni. Loks geti verið um brot á jafnræðisreglu að ræða þar sem eitt sé látið gilda um þá en annað um aðra banka- starfsmenn. Sigurður Örn Einarsson, fyrr- verandi yfirmaður aðalskrifstofu Seðlabankans, tapaði skaðabóta- máli á hendur bankanum vegna skerðingarinnar í Hæstarétti í fyrra. Mál Jóhanns T. Ingjalds- sonar, fyrrverandi aðalbókara Seðlabankans, gegn Lífeyrissjóði bankastarfsmanna hefur nú verið þingfest í Hæstarétti. Sjóðurinn var sýknaður af kröfum hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í des- ember síðastliðnum. Jóhann hóf töku lífeyris þegar árið 1991 og hafði því notið eignar sinnar í sjóðnum í sjö ár þegar til skerð- ingar kom með nýrri reglu- gerð. Dómurinn taldi að virk lífeyris- taka samkvæmt eldri reglum skipti ekki máli þar sem úttekt á skuldbindingum sjóðsins miðaðist við nýju reglurnar en ekki eldri skuldbindingar. Í nýju lögfræðiáliti Karls Axelssonar og Lilju Jónasdóttur um eftirlaunaréttindi ráðherra, þingmanna og dómara er varað við því að hrófla við eftirlauna- réttindum þeirra sem þegar þiggja þau. Hæstaréttur hefur einnig áréttað í máli frá árinu 2002 að heimild til að skerða virk lífeyrisréttindi sé þröng. Umrædd skerðing lífeyrisrétt- inda frá árinu 1998 nær til fjölda fyrrverandi starfsmanna Seðla- bankans og getur í fyllingu tímans numið tugum eða jafnvel hundruð milljónum króna. Bílstjórar sömu bifreiðar: Grunaðir um ölvun LÖGREGLA Klukkan hálfsjö að morgni sunnudags barst lögregl- unni í Kópavogi tilkynning um hugsanlega ölvaðan ökumann bif- reiðar sem á Breiðholtsbraut við Nýbýlaveg. Þegar lögreglan nálg- aðist bílinn ók bifreiðin af stað. Lögreglan stöðvaði þá bifreiðina og kom í ljós að bílstjórinn hafði verið farþegi í annarri bifreið og boðist til að keyra bílinn fyrir um- ræddan ökumann. Ekki vildi bet- ur til en svo að þeir eru báðir grunaðir um ölvun við akstur. ■ Könnun IMG Gallup: Stjórnin með minnihluta KÖNNUN Ríkisstjórnin missir meirihlutafylgi samkvæmt nýrri könnun IMG Gallup sem sagt var frá í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær, en stuðningur við stjórnina mælist 49 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er með 37 prósenta fylgi og fylgi Fram- sóknarflokksins er tíu prósent. Samfylkingin er með tæplega 32 prósenta fylgi og endurheimtir þrjú prósentustig sem hún tapaði í mars. Fylgi Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs er nær óbreytt; 15,5 prósent. Frjálslyndi flokkurinn er í sókn með sex pró- senta fylgi. Svörin byggjast á símakönnun sem gerð var 31. mars til 27. apríl. - lkg Fjórtán ára stúlka: Ók út af vegi LÖGREGLA Lögreglan í Kópavogi fékk aðfaranótt sunnudags upp- lýsingar um bifreið sem hafði ver- ið ekið út af í Álfabakka. Ökumað- urinn reyndist vera fjórtán ára gömul stúlka og hafði hún stolið bifreiðinni frá heimili sínu. Með henni í för var jafnaldra hennar. Þegar stúlkan ók úr Breiðholti í Mjóddina keyrði hún á móti ein- stefnu í Álfabakka. Þar fór bif- reiðin fram af háu barði við enda götunnar og niður talsverðan halla þar sem hún lenti í grjóti. Bifreiðin valt þó ekki og hvoruga stúlkuna sakaði. Stúlkan sem sat við stýri er grunuð um ölvun við akstur og kemur málið til afgreiðslu félagsmálayfirvalda því stúlkan er ósakhæf. ■ Höfnin á Reyðarfirði: Kaupir lóðsbát FJARÐABYGGÐ Allar líkur eru á því að bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð kaupi lóðsbát í lok næsta árs og kemur báturinn þá til landsins árið 2007, um svipað leyti og höfn- in verður fullbyggð og frágengin. Guðmundur Bjarnason bæjar- stjóri segir að ekki hafi verið ákveðið hvernig kaupin verði fjármögnuð. Sveitarfélagið sé afar skuldugt eins og staðan sé í dag og á undanþágu frá félags- málaráðuneytinu. Ljóst sé þó að auknar lántökur þurfi að einhverju leyti. - ghs SPURNING DAGSINS Hlynur, er hægt að panta spá hjá þér? „Ef málefnið er brýnt og kallar á skjót og greið svör má fólk hringja í mig. Ég er reyndar mjög dýr – tek 5.000 þýsk mörk fyrir hvern spádóm.“ Hlynur Áskelsson, öðru nafni Ceres 4, þykir afar sannspár í textasmíðum sínum. Hann söng lagið Stoke er djók og spáði þannig fyrir um endalok Stoke-veldisins sem nú er orðið að veruleika. Hann spáði einnig fyrir um fangelsisvist Árna Johnsen svo dæmi sé tekið en spádómana er hægt að sjá á heimasíðu hans, ceres4.com. ■ BJÖRGUN SEÐLABANKI ÍSLANDS Mál nokkurra fyrrum starfsmanna Seðla- bankans fer fyrir Hæstarétt á næstunni, en þeir segja breytingar á lífeyrisréttind- um vera svik á ráðningasamningi. UNDIRSKRIFTALISTAR AFHENTIR Agnes Bragadóttir og Orri Vigfússon, full- trúar Almennings, héldu á fund einkavæð- ingarnefndar í viðskiptaráðuneytinu í gær- morgun. Þar afhentu þau umboð sín til að fá afhent nauðsynleg gögn til að geta gert tilboð í Símann. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A H EL G AD Ó TT IR UNGUR DRENGUR SLASAÐIST Drengur fæddur 1989 slasaðist á æfingu með unglingadeild björg- unarsveitarinnar Sæbjargar á Ólafsvík. Þyrla sótti hann klukk- an hálffimm í gær og flutti hann á slysadeild. Slysið atvikaðist þannig að drengurinn lenti á milli báts og innsiglingabauju. Hann er fótbrotinn og með einhver sár á fótlegg og handlegg. HREFNUKJÖT TIL KÍNA Umhverfisráðuneytið sýndi lélega stjórnsýslu og hafði ekki vald til að fjalla um fyrirhugað- an útflutning á hrefnukjöti til Kína, hvað þá að afturkalla leyfi til útflutningsins. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ÁREKSTUR Ekið var á kyrrstæða bifreið við Vinaminni á Suður- götu 17 í Keflavíki í gær. Bifreið- in sem ekið var á var rauður Cadillac og voru nokkrar skemmdir á vinstra frambretti hennar. Mun þetta hafa gerst á milli klukkan 15 og 17 en enn er ekki vitað um tjónsvald. johannh@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.