Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2005, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 02.05.2005, Qupperneq 21
MÁNUDAGUR 2. maí 2005 Sumar gjafir skipta öll börn máli! Gefum börnum góða sumargjöf Fataskápar geta tekið á sig á sig ýmsar myndir. Það borgar sig ekki að vanmeta umfang fatnaðarins sem við klæðumst og oft tekur dótið í kringum okkur ótrúlega mikið pláss. Það er kostur að geta lokað þetta dót af og þá eru fataskápar eða aðrar hirslur nauðsynlegar. Hægt er að fara margar leiðir við uppfærslu á hirslum undir fötin og það færist í aukana að hafa svokölluð fataherbergi. Þegar pláss er lítið er það hins vegar ekki svo auðvelt í fram- kvæmd og þá þarf að vera út- sjónarsamur og nýta rýmið sem best. Séu einhver herbergi í húsinu undir súð er tilvalið að nota það pláss undir hirslur. Einnig er sniðugt að láta sérhanna horns- kápa inn í vannýtt rými og þar fram eftir götunum. Lausar slár eru líka vinsælar sé lítið um skápa, og annars stað- ar hentar að hafa lausa skápa sem hægt er að færa til án mik- illar fyrir- hafnar. Ótal leið- ir eru því til í þessum efnum og ekki vitlaust að verða sér úti um sér- fræðiaðstoð sem víða býðst hjá sel jendum og framleið- e n d u m skápa því til eru margar sniðugar lausnir á að nýta rými vel undir föt, skó og lín. Allt í röð og reglu Án lífrænna leysiefna MÁLNING HF. LEGGUR ÁHERSLU Á AÐ TAKA LEYSIEFNI ÚT OG SETJA VATN Í STAÐINN Í MÁLNINGU OG LAKK. Neytendur verða sífellt meðvitaðri um skaðsemi efna bæði fyrir um- hverfið og heilsuna og hefur í kjöl- farið aukist úrval á vörum sem inni- halda engin eiturefni. Málning hf. hefur í sinni framleiðslu lagt áher- slu á að framleiða skaðlausa máln- ingu og taka út leysiefni og setja vatn í staðinn. Málning frá fyrirtæk- inu inniheldur engin lífræn leysiefni og má sjá merkinguna 0% á dós- unum, sem gefur til kynna að málningin sé umhverfisvæn, en sí- fellt fleiri tegundir eru að bætast í þann flokk. Epox 1 er nýjasta af- sprengi vöruþróunar hjá Málningu hf.Ýog er vatnsþynnt epoxýlakk með framúrskarandi slitstyrk. Við vöruþróun á Epox 1 var leitast við að nota verkferil um vistvæna vöru- þróun sem Iðntæknistofnun Íslands hefur haft forgöngu um að kynna hérlendis. Epox 1 er hefðbundið epoxýlakk sem blandað er með vatni í stað leysiefna, sem eru hættuleg við innöndun, og er eina lakk þessarar tegundar sem fram- leitt er hérlendis. Tími til panta úðun LÚS OG MAÐKUR GRASSERA Í MAÍ. Nú er tíminn til að panta úðun fyrir garðinn en passlegt er að úða í lok maí. Lús grasserar venjulega í lok maí eða byrjun júní,Ýen gæti þó látið á sér kræla fyrr vegna hlýinda. Úðun skiptir miklu máli fyrir tré þar sem óværan mun annars éta lauf- blöð trjánna, sem veldur því að trén verða brún og ljót allt sumarið. Þeir sem vilja hafa trén sín fagur- græn yfir sumarið ættu að huga að þessu. Valhnetum nuddað í risp- urnar VALHNETUNUDD ER NÁTTÚRULEG OG UMHVERFISVÆN VIÐGERÐ Á RISPUÐUM VIÐI. Allir kannast við að fá rispur í viðar- gólf eða húsgögn og eru þær misslæmar. Þetta er sérstaklega hvimleitt vandamál á heimilum þar sem eru hundar eða kettir sem rispa gólfin með klónum. Einfalt ráð við þessu er að taka val- hnetur og nudda þeim í rispurnar og náttúrulegar olíur í hnetunum fylla í rispurnar. Þetta er einföld og ódýr leið til að takast á við þetta vandamál og að sjálfsögðu mjög umhverfisvænt. Sama er að sjálf- sögðu hægt að gera við borð, stóla, skápa eða kommóður úr heilum viði sem hafa rispast illa. Bræðurnir Ormsson hafa opn- að nýja verslun í Smáralind þar sem boðið er upp á ósam- settar HTH-innréttingar á góðu verði. Bræðurnir Ormsson hafa opnað 1.200 fermetra verslun og sýn- ingarsal í Smáralind þar sem hægt er að fá hljómtæki, sjón- vörp, eldhústæki og gjafavörur á einum stað, að ógleymdum innréttingum frá hinum þekkta danska framleiðanda HTH. „Hér er um að ræða „gulu lín- una“ eða Settu það saman, ákveðnar vörulínur frá HTH sem eru fjöldaframleiddar og svo seldar ósamsettar. Þetta skilar neytendum prýðilegum innréttingum en á svo lágu verði að til dæmis mætti fara langt með að kaupa eldhústækin líka fyrir mismuninn á gulu HTH og meðalverði innréttinga á mark- aðnum,“ segir Andrés B. Sig- urðsson hjá Bræðrunum Orms- son. „Þetta eru bæði eldhús- og baðinnréttingar og fataskápar og allt til á lager. Lagerinn er í versluninni Í Smáralind og því hægt að taka vöruna beint út í bíl og með sér heim. Verslunin og lagerinn er stærsta verslun- arhúsnæði sem opnað hefur ver- ið í Smáralind síðan húsið var opnað fyrir þremur árum.“ Þessar ósamsettu innrétting- ar má fá með átta mismunandi útlitsgerðum hurða og sex mis- munandi borðplötur eru á lager, auk þess sem panta má fleiri gerðir. Í nýja sýningarsalnum, sem er 270 fermetrar, er sýnis- horn af átta mismunandi eldhús- um auk fjölda baðinnréttinga og fataskápa. Meðalverðið fyrir fimmtán eininga innréttingu er á bilinu 180-220.000 krónur og vel þess virði fyrir þá sem eru í innréttingahug að skella sér í Smáralindina og kynna sér mál- in. Andrés Sigurðsson ásamt Þórði Kjeld og Ólafi Má Sigurðssyni hjá innréttingunum. Lagerinn er gríðarlega rúmgóður enda er stefnan að allir geti tekið innréttingarnar með sér heim. Settu það saman! Epox 1 lakk er blandað með vatni í stað leysiefna, sem eru hættuleg við innöndun. Skápur undir súð, Fríform Skápar með speglahurð, Fríform. Fataskápur í horn, Hirzlan Mjór ljós fataskápur, Hirzlan. Lýs eru ekki aufúsugestir í görðum og tímabært að panta úðun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.