Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.05.2005, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 02.05.2005, Qupperneq 70
26 2. maí 2005 MÁNUDAGUR HANDBOLTI Karla- og kvennalið Hauka eru bæði ósigruð í úrslita- keppnum handboltans í ár og stelpurnar hafa þegar tryggt sér titilinn með því að vinna alla sjö leiki í sinni úrslitakeppni. Karlaliðið hefur unnið fimm fyrstu leiki sína og alls níu sigra í röð í úrslitakeppninni því þeir unnu fjóra síðustu leiki sína á leið sinni að fjórða Íslandsmeist- aratitlinum á fimm árum. Sam- tals hafa liðin því unnið alla tólf leiki sína í úrslitakeppninni í ár og takist körlunum að fylgja í fót- spor kvennaliðsins verður þetta aðeins í annað sinn á síðustu 32 árum sem sama félag á Íslands- meistara hjá bæði körlum og kon- um. Tvöfalt fyrir fjórum árum Hitt skiptið var þegar Hauka- liðin unnu tvöfalt fyrir fjórum árum en kvennaliðið vann þá alla sjö leiki sína á meðan karlaliðið vann KA-menn á Akureyri í ógleymanlegum oddaleik um titilinn. Það má segja að bikarinn verði kominn hálfa leið upp á Ásvelli takist Haukum að vinna annan leikinn í Eyjum en það verður þá líka tíundi sigurleikurinn í röð í úrslitakeppnini og eru þeir löngu búnir að slá metið í 13 ára sögu hennar. Metið féll þegar Haukar unnu fyrsta leikinn í undanúrslitunum gegn Valsmönnum á dögunum en þrjú lið höfðu náð að vinna sex leiki í röð í úrslitakeppninni frá því að hún var sett á laggirnar 1992. Eitt þeirra var Haukaliðið sem vann sex leiki í röð frá 2000 til 2001 en KA-menn voru þeir fyrstu til að vinna sex leiki í röð, á árunum 1997 til 1998. Unnið 12 af 13 með Páli Haukaliðið hefur leikið frábær- lega undir stjórn Páls Ólafssonar í úrslitakeppninni og liðið hefur að- eins tapað einum af 13 leikjum sín- um í úrslitakeppninni með hann við stjórnvölinn. Það eru líka kom- in þrjú ár síðan liði tókst að stoppa Haukana í úrslitakeppninni, þegar KA-menn slógu þá út úr undanúr- slitunum 2002 með því að vinna báða leikina, þann fyrri í fram- lengingu á Ásvöllum. KA-menn fóru síðan alla leið það tímabil og unnu meistaratitilinn, þann eina sem hefur ekki endað í höndum Hauka á þessari öld. Næst á dagskrá hjá hinu sterka liði Hauka er heimsókn til Vestmannaeyja annað kvöld en þar hafa Eyjamenn unnið alla fjóra leiki sína í úrslitakeppninni í ár, þar á meðal oddaleikinn gegn bikarmeisturum ÍR-inga með sjö marka mun. ÍBV hefur reyndar aðeins tapað einum heimaleik í úrslitakeppninni í sögu nýja húss- ins en það var þegar Haukar komu í heimsókn í fyrra og slógu heimamenn út úr átta liða úrslit- um með 35-39 sigri. ooj@frettabladid.is VINNA ÞEIR TÍUNDA LEIKINN Í RÖÐ? Ásgeir Örn Hallgrímsson og félagar hjá Hauk- um í handboltanum hafa unnið níu leiki í röð í úrslitakeppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Haukar með 9 sigurleiki í röð Sigurganga Hauka í úrslitakeppninni er einstök og hún spannar nú rúmlega eitt ár. Hafnarfjarðarliðið tapaði síðast leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn gegn KA á Akureyri 29. apríl 2004. Dallas Mavericksjafnaði metin gegn Houston Rockets á útivelli, 2- 2, í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA- körfuboltans í fyrr- inótt. Það var lykilat- riði fyrir Mavericks, sem tapaði fyrstu tveimur leikjum seríunnar, að ná að knýja fram sigur því með tapi hefði liðið komist með annan fótinn í sumarfrí. Jason Terry var atkvæða- mestur Mavericks-manna með 32 stig en Tracy McGrady fór fyrir Rockets; skoraði 36 stig, tók 6 frá- köst og gaf 5 stoðsendingar. Næsti leikur fer fram í Dallas. ForráðamennCleveland Cavali- ers í NBA-körfubolt- anum staðfestu um helgina að þeir hefðu sett sig í sam- band við Phil Jack- son, einn sigur- sælasta þjálfara í sögu NBA. Sögur herma að stjórn Cavaliers vilji fá Jackson til liðs við sig til að leiðbeina hinum unga og efnilega LeBron James sem margir vilja líkja við hinn eina sanna Mich- ael Jordan. Jackson, sem gerði bæði Jordan og Kobe Bryant að NBA-meisturum, er eftirsóttur um þessar mundir og eru New York Knicks og LA Lakers einnig á hött- unum eftir honum. Englendingargætu beðið af- hroð á HM 2006 í Þýskalandi vegna of mikils álags á leikmenn lands- liðsins. Þetta full- yrti Franz Becken- bauer, formaður undirbúnings- nefndar HM 2006, á dögunum. „Englendingar eru með tuttugu liða deild, tvær bikarkeppnir og Evrópu- keppni. Sumir leikmenn þurfa að spila 70 leiki og þegar kemur að EM eða HM eru þessir menn oft búnir með bensínið,“ sagði Beckenbauer. ÚR SPORTINU ÓDÝRT en gott Við bjóðum 18 55 / T A K T ÍK n r. 4 1 B Stærð: D: 100 cm B: 290 cm H: 250 cm Tekur 9 bretti Brettahillur kr. 25.647,- Næsta bil kr. 19.920,- HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 www.straumur.is NÍU SIGURLEIKIR HAUKA Í RÖÐ Í ÚRSLITAKEPPNI 2004 Undanúrslit 2. maí KA (heima) 33-29 Úrslit 9. maí Valur (heima) 33-28 11. maí Valur (úti) 29-23 13. maí Valur (heima) 33-31 2005 8 liða úrslit 5. apríl FH (heima) 29-22 7. apríl FH (úti) 34-30 (framlengt) Undanúrslit 19. apríl Valur (heima) 29-25 21. apríl Valur (úti) 29-27 Úrslit 30. apríl ÍBV (heima) 31-30 FLESTIR SIGRAR Í RÖÐ Í ÚR- SLITAKEPPNI KARLA 9 sigrar í röð Haukar 2004-05 6 KA 1997-98 6 Haukar 2000-01 6 Valur 2002 5 FH 1992-93 5 Valur 1993 5 KA 2002-03 5 Haukar 2003-04 Arsene Wenger íhugar að kaupa David Beckham: Slúður eða stórfrétt? FÓTBOLTI Arsene Wenger, fram- kvæmdastjóri Arsenal í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu, sagði í viðtali um helgina að hann gæti vel skoðað þann möguleika að kaupa David Beckham, fyrirliða enska landsliðsins, til Lundúna- liðsins í sumar. Beckham, sem er 29 ára, fór til Real Madrid sumarið 2003 eftir að hafa leikið allan sinn feril með Manchester United. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bresku slúður- blöðin segja frá því að Beckham sé á leiðinni aftur í enska boltann, þar sem hann vann sex meist- aratitla með Manchester United á árunum 1995 til 2003. Manchester United hefur ekki unnið enska tit- ilinn síðan Beckham fór til Spán- ar. Beckham lék sem bakvörður í 2-0 sigri Real Madrid á Real Sociedad um helgina en Real er í harðri baráttu við Barcelona um spænska meistaratitilinn í knatt- spyrnu. Óvissa hefur verið um framtíð nokkurra af risastjörnum liðsins í kjölfar „slæms“ gengis síðustu tvö tímabil. „Við munum hafa einhverja peninga milli handanna í sumar til þess að styrkja liðið og ef sá möguleiki býðst að kaupa David Beckham munum við að sjálf- sögðu skoða það,“ sagði Wenger í samtali við breska blaðið News of the World, sem sló þessu upp í sunnudagsútgáfu sinni, en búast má við nokkrum breytingum á liði Arsenal, sem náði ekki að verja meistaratitilinn eftir að hafa farið taplaust í gegnum tímabilið á undan. Arsenal á þó enn mögu- leika á að vinna titil því liðið mæt- ir erkifjendum sínum í Manchest- er United í bikarúrslitaleiknum 21. maí næstkomandi. HVER VERÐUR FRAMTÍÐ FYRIRLIÐANS? David Beckham hefur ekki fundið sig hjá Real Madrid í vetur. MYND: NORDIC PHOTO/GETTY IMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.