Fréttablaðið - 02.05.2005, Síða 80

Fréttablaðið - 02.05.2005, Síða 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 555 7500 ® Þakviðgerðir Málarameistari sér um þakið Síðan 1991 Framsóknar- fóbían Vonandi hafa alþingismennmeiri burði að ávaxta pund al- mennings en sitt eigið. Þingmenn framsóknar og vinstrigrænna hafa opinberað fjárhag sinn á Netinu, og sé þar allt rétt fram talið virðist enginn maður í þessum hópi vera meira en rétt bjargálna – nema for- sætisráðherrann sem erfði sirka 80 kúlur eftir foreldra sína. Engum kemur á óvart að vinstrigrænir skuli reynast fátækir eins og förumunkar, hitt er stórfrétt að framsóknarmennirnir skuli ekki vera moldríkir eins og mafíósar. EIGNAYFIRLIT framsóknar- manna og sérstaklega forsætisráð- herrans hlýtur að koma eins og reiðarslag yfir þá sem predika að Framsóknarflokkurinn sé ekki miðjuflokkur í stjórnmálum heldur dulargervi fyrir samtök samvisku- lausra glæpamanna sem í forherð- ingu sinni hafi komið á kvótakerf- inu til að gera formann sinn að milljarðamæringi, auk glæparegist- urs sem of langt yrði upp að telja, allt frá hvarfi Reynisstaðabræðra til Geirfinnsmálsins. ÝMSAR dylgjur og svívirðingar sem framsóknarmenn hafa mátt þola flokkast undir íslenska stjórn- málaumræðu eins og hún verður lágkúrulegust. En sá margslungni spillingarvefur sem spunninn hefur verið upp utan um Framsóknar- flokkinn minnir nú helst á þann vef sem vefaranir óheiðarlegu slógu í ævintýrinu um nýju fötin keisar- ans, að því leyti að fötin reyndust ímyndun ein rétt eins og auðsöfnun framsóknarþingmannanna. ÞRÁTT FYRIR þessa viljayfirlýs- ingu um siðferðilega endurreisn mun framsóknarfóbían halda áfram. Vinstri menn hafa ímugust á Framsóknarflokknum fyrir að taka upp sæti sem þá sjálfa dreymir um í ríkisstjórn, og sjálfstæðismenn eru pirraðir á því að þurfa á stuðn- ingi framsóknar að halda. Og þessi yfirbót dugir skammt til að öðlast syndakvittun fyrir léttúðugt líferni. Engu að síður er ánægjulegt að sjá fyrstu merki iðrunar – þótt auðvit- að hefði verið verklegra að fara í bað en þvo sér um handarkrikana. Því miður bendir klunnaleg gaman- semi framsóknarþingmanna um aðild að hrútavinafélagi og bad- mintonhópi ekki til þess að allir á bænum geri sér ljóst að iðrun er alvara. Dauðans alvara. BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.