Fréttablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,90 65,20 118,71 119,29 81,44 81,90 10,93 11,00 10,03 10,09 8,87 8,92 0,60 0,60 96,41 96,99 GENGI GJALDMIÐLA 23.05.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 113,14 +0,03% 4 24. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Formaður Húseigendafélagsins: Byggingarstjóri er ekki skrautblóm HÚSBYGGINGAR „Sumir telja að bygg- ingarstjóri sé nánast eins og skrautblóm þegar kemur að bygg- ingarframkvæmdum og hann beri nánast enga ábyrgð. Ég tel það aug- ljóst að byggingarstjóri ber mikla ábyrgð og ef fram koma gallar á húsnæði þá þarf hann að svara fyr- ir sig. Við höfum ekki mörg dómafordæmi en það eru að koma upp mörg mál núna,“ segir Sigurð- ur Helgi Guðjónsson, hæstaréttar- lögmaður og formaður Húseig- endafélagsins. „Stóra vandamálið er það að til eru verktakar sem standa sig ekki. Þeir eru að skófla upp húsum og þá koma oft fram gallar eins og geng- ur og gerist þegar menn eru að flýta sér of mikið. Ég vil gjarnan horfa til fleiri þátta og sérstaklega til hins opinbera byggingareftirlits. Þar þarf að kanna hvort pottur sé ekki brotinn. Fólk á ekki að þurfa að annast mál af þessu tagi sjálft. Um svona mál á að vera alveg eins og í löggæslu almennt, lögreglan sér um að góma glæpamennina, ekki fólkið,“ sagði Sigurður. - hbg Tjónflolar fá hlut sinn bættan Tryggingafélögin eru bótaskyld ef byggingarstjórar vanrækja skyldur sínar og gerast sekir um brot í starfi. Íbúar í fjölb‡lishúsi í Grafarholti segjast hafa or›i› fyrir tjóni sem fleir rekja til vanefnda verktakanna sem bygg›u húsi› og byggingarstjóri ger›i ekki athugasemdir vi›. HÚSBYGGINGAR „Tjónþolar sem verða fyrir tjóni af völdum van- rækslu byggingarstjóra geta sett sig beint í samband við trygginga- félag byggingarstjórans. Megin- reglan er sú að tryggingin tekur á þeim tilvikum þegar þriðji aðili verður fyrir almennu fjártjóni sem rekja má til þess að bygging- arstjórinn fer ekki eftir sam- þykktum uppdráttum, lögum og reglugerðum,“ segir Rafn Mart- einsson, deildarstjóri hjá VÍS. Rafn segir það skipta mestu máli þegar meta á fjártjón af því tagi sem hér um ræðir að orsakasam- band sé milli tjónsins og hátternis þess sem valdið hefur tjóninu. Ekki megi líta á lokaúttekt hús- næðis sem einhvers konar vottorð um verksmiðjuábyrgð og bygg- ingarstjóri sé ekki þar með laus frá sinni ábyrgð. Íbúar fjölbýlishúss í Grafar- holti rekja skemmdir á fimm ára gömlu fjölbýlishúsi til vanefnda verktaka og galla á byggingunni og vilja tjón sitt bætt. Í Frétta- blaðinu í gær var fjallað um mál þeirra og þá staðreynd að ekki hafði farið fram lokaúttekt bygg- ingarstjóra á húsnæðinu en einn íbúa hússins hefði óskað eftir að slík úttekt færi fram þar sem byggingarstjórinn hafði ekki sjálfur óskað eftir slíkri úttekt til byggingarfulltrúa Reykjavíkur- borgar. Bjarni Þór Jónsson, staðgengill byggingarfulltrúa Reykjavíkur- borgar, segir að starfsábyrgðar- trygging taki strax gildi og gefið hafi verið út byggingarleyfi. „Það getur enginn byggingarstjóri skráð sig á verk nema hann hafi lögbundna tryggingu og við höf- um upplýsingar um það frá um- hverfisráðuneytinu hverjir hafa slíkar tryggingar. Þannig að það er vel fylgst með slíku,“ segir Bjarni. Dómskvaddur matsmaður hef- ur nú verið fenginn til að meta hvort rekja megi þær skemmdir sem orðið hafa á húsinu til van- rækslu verktakafyrirtækisins sem annaðist bygginguna eða byggingarstjóra. Verktakinn neit- aði að tjá sig um málið þegar Fréttablaðið óskaði eftir við- brögðum hans. hjalmar@frettabladid.is SLÆMUR DAGUR FYRIR BJÓRSVELGI Bresk- ir pöbbar ætla að hætta að vera með „Happy-Hour“. Bretland: Engin gle›istund LONDON, AP Breskir bjórsvelgir eiga ekki von á góðu núna. Hópur sem kemur fram fyrir hönd um helmings breskra kráa hefur lýst því yfir að nú eigi að hætta að vera með svokallaðan „Happy-Hour“ eða gleðistundir. Þetta er gert vegna mikils þrýstings frá stjórn- völdum sem vilja ekki að almenn- ingur drekki jafn mikið og gert er. Áfram má þó bjóða bjór á hálf- virði, en einungis ef það er gert á ábyrgan hátt, eins og í matartil- boði. Víða hefur það tíðkast að bar- ir bjóði aðalsvelgjunum að borga ákveðið verð fyrir eins mikið af öli og þeir geta í sig látið á gleðistund- um. Þetta þykir stuðla að óskyn- samlegri drykkju. ■ VEÐRIÐ Í DAG Samkeppniseftirlit: N‡ stjórn skipu› SAMKEPPNISEFTIRLIT Valgerður Sverr- isdóttir viðskiptaráðherra hefur skipað nýja stjórn Samkeppniseftir- litsins sem tekur til starfa sam- kvæmt nýjum lögum 1. júlí. Sam- kvæmt lögunum er hlutverk stjórn- arinnar að móta áherslur í starfi og fylgjast með starfsemi og rekstri Samkeppniseftirlitsins. Þeir sem skipaðir voru í stjórnina eru þau Gylfi Magnússon dósent við HÍ, Jóna Björk Helgadóttir aðstoðar- maður hæstaréttardómara, og Jó- hann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. - oá SIGURÐUR HELGI GUÐJÓNSSON Formaður húseigendafélagsins segir mörg mál að koma upp sem reyni á ábyrgð byggingarstjóra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÍBÚAR Í FJÖLBÝLISHÚSI Í GRAFARHOLTI TELJA HLUT SINN SKERTAN VEGNA GALLA SEM ÞEIR TELJA VERKTAKANN OG BYGGINGARSTJÓRA BERA ÁBYRGÐ Á Húsin á myndinni tengjast ekki efni fréttarinnar. Vanefndir í Hverager›i Verktakafyrirtækið sem byggði fjölbýlishúsið í Grafarholti hef- ur nú verið tekið til gjaldþrota- skipta og hefur Guðjón Ægir Sig- urjónsson lögmaður verið skip- aður skiptastjóri í þrotabúinu. Fyrirtækið, sem um ræðir, mun vera í eigu bræðra og tók annar þeirra að sér að annast fram- kvæmdir á skrifstofu- og íbúðar- húsnæði í Hveragerði í eigin nafni. Eigendur þess húsnæðis hafa nú látið fara fram óháða úttekt á framkvæmdinni sem þeir telja verulega ábótavant en verktak- inn átti meðal annars að klæða húsið. Hann mun ekki hafa lokið verkinu á tilskildum tíma, fengið frest en lauk ekki við verkið inn- an þess frests sem hann hafði fengið. Nú telja eigendur hússins að verkinu sé ábótavant og hafa haldið eftir hluta greiðslu vegna framkvæmdarinnar og bíða þess að fá niðurstöðu á úttektinni. Verktakinn vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. - hbg FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M NATO-fundur í Svíþjóð: Svíar andvígir a›ild a› NATO SVÍÞJÓÐ Andstæðingum þess að Sví- þjóð sæki um aðild að Atlantshafs- bandalaginu fer fjölgandi. Ný könnun sýnir að tæpur helm- ingur sænskra kjósenda er andvíg- ur aðild en fylgjendur eru ekki nema 20 af hundraði og hefur fækk- að um tvö prósentustig frá 2003. Árlegur öryggismálafundur NATO hófst í bænum Åre í Svíþjóð í morgun, en hann sækja margir helstu leiðtogar ríkja bandalagsins. Gunnar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá NATO, sækir fundinn fyrir Íslands hönd. Miklar öryggisráðstafanir eru gerðar vegna fundarins og verða um 1.700 lögreglumenn til taks. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.