Fréttablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 12
12 24. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Á FULLRI FERÐ Þátttaka í átakinu Hjólað í vinnuna var mjög góð. Verðlaun afhent: Hjóla› í vinn- una loki› Verðlaun voru afhent fyrir fræðslu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær. Alls voru yfir 5.000 þátttakendur frá 254 vinnustöðum sem hjóluðu yfir 170 þúsund kílómetra á þeim tveimur vikum sem átakið stóð yfir. Hægt var að fá verðlaun fyrir fjölda daga og kílómetra í flokk- um eftir fjölda starfsmanna á vinnustað. Hlutfallslega voru starfsmenn Marksins hlutskarpastir en þeir hjóluðu yfir 200 kílómetra hver. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunar- innar á Siglufirði hjóluðu suður til að taka við verðlaunum fyrir næstflesta daga í flokki vinnu- staða með 150 til 399 starfsmenn. - mh – hefur þú séð DV í dag? Verstu nágrannar Íslands MÆÐGININ REKIN ÚR FIMMTU ÍBÚÐINNI Í RÖÐ Verða þau næstu nágrannar þínir? ÞAÐ KOSTAR 300 KRÓNUR FYRIR FULLORÐNA AÐ SKOÐA BYGGÐA- SAFN HAFNARFJARÐAR Heimild: Byggðasafn Hafnarfjarðar. HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? Ragnar Stefánsson jarðeðlisfræðingur, sem stundum er nefndur skjálfti vegna sérfræðiþekkingar hans á jarðskjálftum, er búsettur í grennd við Dalvík. Hann sinnir fræðistörfum sínum þar og hefur í nógu að snúast þessa dagana. „Ég er á fullu í starfi samtakanna Landsbyggðin lifi, sem hefur það meginmarkmið að bæta líf íbúa á landsbyggðinni. Síðan er ég einnig í Framfarafélagi Dalvíkurbyggð- ar sem hefur þann draum að koma upp útivistarparadís í Svarfaðardal,“ segir Ragnar sem greinilega er fullur orku. Ragnar hefur tekið þátt í stórri rannsókn sem ber heitið Prepared og snýr að jarðskjálftum. „Þetta er stórt rannsóknar- verkefni sem snýr að því að gera spár fyrir jarðskjálfta nákvæmari. Ég hef unn- ið að þessu fyrir Veðurstofu Íslands og með aðilum frá átta Evrópuþjóðum,“ segir Ragnar. Hann bindur vonir við að þessar rannsóknir muni leiða af sér merkilegar niðurstöður sem geri mönn- um kleift að bregðast betur við áður en jarðskjálftarnir eiga sér stað. Ragnar gegnir einnig starfi sem for- stöðumaður rannsóknarútibús Háskól- ans á Akureyri og er því á fullu í fjöl- breytilegri rannsóknarvinnu á Norður- landi. Fram undan er heimsókn forseta Íslands í Dalvíkurbyggð þar sem Ragnar mun kynna fyrir honum jarðskjálftarannsókn- ir. „Forsetinn bað sérstaklega um þessa kynningu, þannig að þetta verður örugg- lega skemmtilegt,“ segir Ragnar. Hann er annars ánægður með lífið í Dalvíkurbyggð og segist áfram ætla að vinna að því að efla umræðu um líf fólks á landsbyggðinni. Eflir landsbygg›ina og rannsakar skjálfta HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: RAGNAR STEFÁNSSON JARÐEÐLISFRÆÐINGUR Fjórði bekkur Flúðaskóla hreppti 100 þúsund krónur í verðlaun í teiknimyndsamkeppni meðal fjórðu bekkinga í grunnskólum landsins. Keppnin var haldin í til- efni af alþjóðlega skólamjólkur- deginum og voru úrslit tilkynnt í gær. Myndir bárust úr mörgum skólum svo hundruðum skipti og valdi dómnefnd tíu bestu að sínu mati. Fjórar þeirra reyndust koma úr Flúðaskóla. Myndirnar tíu verðar notaðar á plaköt og kynningarefni vegna Skólamjólk- urdagsins 2005 á næsta hausti. Verðlaunahafarnir eru Anna Maggý Grímsdóttir, Snælands- skóla, Bergdís Rán Jónsdóttir, 4 Þ:S. Barnaskóla Vestmanneyja, Guðjón Örn Sigurðsson, Flúða- skóla, Hafþór Ingi Ragnarsson, Flúðaskóla, Jón Gautason, Flóa- skóla, Kristín Hulda Kristófers- dóttir, 4V Snælandsskóla, Marí- anna Svansdóttir, Flúðaskóla, Svanborg Signý Jóhannesdóttir, Ljósafossskóla, Sóley Reynisdótt- ir, 4 AH Heiðarskóla í Reykjanes- bæ, Þórmundur Hilmarsson, Flúðaskóla. -jss Stangveiði hefur notið mikilla vinsælda hér á landi um árabil, enda að- stæður hér á Íslandi á heimsmælikvarða. Veiði- menn eru nú að taka fram græjurnar og gera sig tilbúna fyrir sumarið. Spenna veiðimanna eftir sumr- inu er nú að losna úr læðingi. Pálmi Gunnarsson, veiði- og tón- listarmaður, er einn af þeim sem finna vel fyrir því þegar sumarið nálgast. „Það er alltaf gaman þeg- ar stangveiðitímabilið er að hefj- ast, þó það hafi verið frekar kalt á veiðimenn að undanförnu,“ segir Pálmi og vonast greinilega eftir Stangvei›i- tímabili› hafi› PÁLMI GUNNARSSON Sumarið er tíminn hjá Pálma. Hann segir það aldrei of langt, sérstaklega hjá veiðisjúklingum eins og honum sjálfum. Alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn: Flú›askóli fékk ver›launin DÓMNEFNDIN Sigurður Mikaelsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Hildur Ósk Haf- steinsdótti , Guðlaugur Björgvinsson og Hólmgeir Karlsson mátu verðlaunamyndirnar úr teiknimyndasamkeppni skólamjólkurdagsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.