Fréttablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Gulli› í
skelinni
Svefndrukknir landsmenn sitjamargir hverjir um þetta leyti
dags við morgunverðarborðið og
moka í sig höfrum og korni. Ekki er
víst að allir hafi lesefni við hönd. Á
meðan einn flettir blaði starir annar
stjarfur í diskinn sinn. Einhverjir
eru komnir á það stig að geta haldið
uppi samræðum, en aðrir eru djúpt
sokknir í lestur þjóðlegs fróðleiks.
Þeir stimpast jafnvel orðalaust á um
lesefnið og fróðleikur þessa þriðju-
dagsmorguns á eldhúsborðinu er
orðatiltækið: að draga sig inn í skel.
Fram kemur við lesturinn að orðatil-
tækið þýði að vilja ekki ræða eitt-
hvað. Það er sótt í dönsku með tilvís-
un í atferli skeldýra.
ÁFRAM lesa morgunhanar – hálf-
sofandi þó. Þegar manneskja dregur
sig inn í skel getur reynst erfitt fyr-
ir aðra að komast inn úr skelinni hjá
henni. Enn bætist við fróðleikinn og
þetta gerist allt fyrir klukkan átta
að morgni – með því einu að góna á
mjólkurfernuna. Þegar erfitt er að
komast inn úr skelinni hjá einhverj-
um er sagt að það sé lítið gull í skel-
inni hjá viðkomandi. Það þýðir svo
aftur að sá hinn sami sé erfiður við-
fangs. Lesefnið er í boði Mjólkur-
samsölunnar sem vill efla íslenska
tungu og selja mjólk í leiðinni.
ÍSLENSKA er okkar mál, segja þeir
hjá Samsölunni og þjóðin er þakklát
fyrir lesefnið sem stundum er
kveikjan að fyrstu rökrænu samræð-
um dagsins. Smúþí er enn ein nafn-
leysan í endalausri skrípabunu orða
sem markaðsmenn hafa hugsað upp.
Mjólkurmenn norðan heiða segjast
vilja ná til ungs fólks – að kvartanir
hafi aðallega borist frá gamlingjum.
Það var ekki að sjá á óformlegri
skoðanakönnun meðal ungmenna hér
á bæ og einn unglingur sagðist ekki
viss um að Svali seldist betur þótt
hann væri kallaður Kúl. En mjólkur-
menn nefna máli sínu til stuðnings
aðra nafnleysu: Búster – sem gæti út-
lagst á hinu ástkæra en aulalega:
orkubót eða bara bót.
NORÐAN heiða töluðu menn
gjarnan dönsku á sunnudögum í þá
gömlu góðu daga. Nú er það fyrir
óralöngu aflagður siður enda standa
Norðlendingar vörð um kjarnyrta
tungu og státa af hljómmiklu máli.
Því verður að segjast að það er lítið
gull í skelinni hjá Norðurmjólk
þessa dagana þar sem slagorðið
virðist helst vera: íslenska er ekkert
mál – eða bara: nó big díl?
BAKÞANKAR
KRISTÍNAR HELGU
GUNNARSDÓTTUR