Fréttablaðið - 24.05.2005, Síða 8
8 24. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR
BAGDAD, AP Flugumenn al-Kaída í
Írak réðu hátt settan embættis-
mann af dögum í Bagdad í gær.
Auk þess beið á fimmta tug Íraka
bana í árásum víðsvegar um land-
ið.
Mannskæðustu tilræðin voru
framin í gærkvöldi í bænum Tal
Afar, skammt frá borginni Mosul í
norðurhluta landsins. Þá sprungu
tvær sprengjur með stuttu millibili
fyrir utan heimili Hassan Baktash,
stjórnmálamanns frá bænum sem
tengist öðrum stærsta stjórnmála-
flokki Kúrda. Í það minnsta tutt-
ugu manns týndu lífi og um tvær
tylftir særðust alvarlega.
Síðdegis í gær sprakk svo
sprengja fyrir utan sjíamosku í
bænum Mahmoudyia, suður af
Bagdad. Tíu manns létust og þrjá-
tíu manns slösuðust.
Þá féllu sjö og í það minnsta
áttatíu slösuðust þegar öflug bíl-
sprengja sprakk fyrir utan fjölfar-
inn veitingastað í Talibia-hverfinu
um hádegisleytið í Bagdad í gær.
Ekki er vitað hverjir voru að verki
en handbragð árásarinnar ber
keim af tilræðum fylgismanna Abu
Musab al-Zarqawi sem hafa verið
stórtækir í hryðjuverkum að und-
anförnu.
Menn al-Zarqawi gerðu sér hins
vegar lítið fyrir í gær og skutu til
bana Wael al-Rubaei, hershöfð-
ingja sem hafði yfirumsjón með að
uppræta skæruhernað og hryðju-
verk í landinu, og bílstjóra hans.
Al-Kaída-sellan í Írak sem al-
Zarqawi leiðir lýsti verknaðinum á
hendur sér í yfirlýsingu á netinu í
gær.
Þetta er í annað sinn á jafn-
mörgum dögum sem íröskum emb-
ættismanni er banað en í fyrradag
var hátt settur starfsmaður við-
skiptaráðuneytisins myrtur.
Í bænum Tuz Khormato,
skammt suður af Kirkuk, týndu
fimm manns lífi þegar maður ók
bifreið sinni hlaðinni sprengiefni
að hópi fólks og sprengdi hana í
loft upp. Þrettán særðust alvar-
lega. Í Kirkuk dóu tveir þegar
sprengjur úr sprengjuvörpu höfn-
uðu á íbúðarhúsi.
Meðan á öllu þessu stóð gerðu
bandarískar og íraskar öryggis-
sveitir rassíu í Abu Ghraib-hverf-
inu í Bagdad og handtóku 300
manns sem grunaðir eru um árásir
á fangelsið illræmda sem er í
hverfinu, og á veginum sem liggur
til alþjóðaflugvallarins í höfuð-
borginni. ■
Ger›u flér dagamun og fagna›u vorinu á Flughóteli. Vi› bjó›um
sannkalla›a draumadaga í maí; gistingu fylgir a›gangur a› golfvellinum
í Leiru, heitur pottur og gufa og drykkur. Bóka›u gistingu og láttu drauminn
rætast.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
16
15
1
Á FLUGHÓTELI Í MAÍ
DRAUMADAGAR
• Heilsulind - sána, nudd
• Fyrsta flokks veitingar
• Upphitu› bílageymsla
• Vildarpunktar
www.icehotels.isNordica I Loftlei›ir I Flughótel I Hamar I Flú›ir I Rangá I Klaustur I Héra›
Sími: 444 4000
TILBO‹
Gisting eina nótt,
morgunver›arhla›bor›,
a›gangur a› golfvelli,
heitur pottur og gufa,
vínglas í pottinn.
á mann alla virka daga
7.900 kr.Frá
Frambo› á herb. er takmarka›.
Nám sem nýtist þér!
Skrifstofubraut I
Er tveggja anna braut þar sem höfuðáhersla er lögð á
viðskipta- og samskiptagreinar.
Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf.
Kennslutími: 8:20 12:55. Kennsla hefst 24. ágúst
Skrifstofubraut I
Fjarnám
Nú gefst fólki utan höfuðborgarsvæðisins í fyrsta sinn
tækifæri til fjarnáms á skrifstofubraut I - sjá frekari
upplýsingar á mk.is
Framhaldsnám - Skrifstofubraut II
Nú stendur einnig yfir innritun í tveggja anna framhaldsnám á
skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Mikil áhersla er lögð
á tölvunám, viðskipta- og samskiptagreinar.
Inntökuskilyrði: Krafist er þekkingar í ensku, bókfærslu og
tölvunotkun.
Þeir nemendur sem lokið hafa námi af skrifstofubraut
Menntaskólans í Kópavogi ganga fyrir um skólavist.
Kennslutími: 8:20 12:55. Kennsla hefst 24. ágúst.
Upplýsingar veitir fagstjóri hagnýtra viðskipta- og fjármálagreina
í síma 594 4000 milli kl. 9:00 og 12:00. Netfang. ik@mk.is
MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI
Neytendasamtökin:
Meirihluti
vill afnema
stimpilgjöld
NEYTENDUR Tæplega 95 prósent
þátttakenda í vefkönnun sem
fram hefur farið á vef Neytenda-
samtakanna telja að afnemi eigi
stimpilgjöld og lýsa samtökin
undrun yfir að tillaga um slíkt
hafi ekki hlotið brautargengi á Al-
þingi í vetur.
Talin er full ástæða til að ítreka
að slíkt verði lagt fram að nýju
næsta haust enda ófáir þingmenn
lýst sig andsnúna stimpilgjöldun-
um, sem fyrst og fremst koma
niður á fólki sem er að festa kaup
á sinni fyrstu íbúð. ■
KIRGISISTAN, AP Stjórnvöld í
Kirgisistan hafa meinað flótta-
mönnum frá Úsbekistan að koma
inn í landið en þeir leituðu þar
hælis eftir að átök brutust út í
Andijan og nálægum borgum í
síðustu viku. Flóttamennirnir
ætla því að snúa aftur til Andijan
og taka þar þátt í uppreisninni
gegn stjórn Islam Karimov.
Flóttamennirnir hafa haldið til
í búðum Kirgisistanmegin við
landamærin undanfarið en stjórn-
völd í Kirgisistan virðast hafa
ætlað að reka fólkið heim vegna
þrýstings frá stjórnvöldum í
Taskent. ■
Kraftaverk:
Grafin lifandi
en bjarga›ist
FLÓRÍDA, CNN Átta ára stúlka fannst á
lífi í endurvinnslugámi í Lake
Worth í Flórída í gær. Lögreglumað-
ur sá móta fyrir hönd hennar í
gámnum og gróf hana því upp. Telp-
an hafði verið misnotuð kynferðis-
lega og ljóst að hún var skilin eftir
til að deyja. Því má telja kraftaverki
líkast að hún hafi fundist.
Stúlkan var vel á sig komin eftir
atvikum. Hún gat sagt til árás-
armannsins sem var handtekinn í
kjölfarið fyrir nauðgun og morðtil-
raun. Hann er einungis 17 ára en
engu að síður verður réttað yfir
honum sem fullorðnum manni. ■
Hildarleikurinn
heldur áfram
Á fimmta tug Íraka bei› bana í árásum gærdagsins,
flar á me›al háttsettur hershöf›ingi sem haf›i
flann starfa a› uppræta hry›juverk í landinu.
HARMLEIKUR Bróðir bílstjóra Wael al-Rubaei var að vonum miður sín þegar hann sá líkið
af honum í Bagdad í gær.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
FLÓTTAMENN VIÐ LANDAMÆRI KIRGISIST-
ANS Flóttamenn ætla aftur til Andijan til
að krefjast afsagnar stjórnarinnar í Ús-
bekistan.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
Úsbeskir flóttamenn:
Heim til a› mótmæla