Fréttablaðið - 24.05.2005, Page 16
Helstu fréttir eru þær að Kína-
ferð forsetans og fylgdarliðs er
lokið og Samfylkingin hefur
kosið sér nýjan formann. Vonir
standa til að seinni atburðurinn
eigi eftir að valda miklum
breytingum í landinu, ég veit
ekki um Kínaferðina. Breyting-
arnar sem ný forysta í Samfylk-
ingunni mun vonandi valda
verða ekki vegna þess að Ingi-
björg Sólrún sé svo sæt og snið-
ug, hún er það vissulega, en það
kemur pólitík ekkert við. For-
maður Samfylkingarinnar
stendur fyrir ýmsa hluti sem
hugnast mörgum, burt með klík-
ur sagði hún í lokaræðu sinni.
Það yrði mikil breyting í ís-
lenskri pólitík ef hlustað yrði á
fólk, en ekki bara klíkubræður
og -systur. Svo verður unnið að
því að búa til skýra stefnu sem
byggir á gildum jafnaðarstefn-
unnar og þá getur orðið gaman
að nota atkvæðið sitt á kjördag.
Forsetinn var líka einu sinni í
pólitík, hver hefði trúað því
fyrir einhverjum áratugum að
Ólafur Ragnar yrði aðalpuntu-
dúkka landsins gangandi á rauð-
um dreglum í Kína fyrir hönd
þjóðarinnar. Utanríkisráðherr-
ann var ekki með í för. Einhver
sagði við mig að hann vildi ekki
eða nennti ekki að vera í fylgd-
arliði einhvers, hvorki forseta
né annarra. Hann væri vanur að
vera aðalmaðurinn og því væri
ekkert óeðlilegt við að hann
nennti ekki að sinna þessu hlut-
verki. Viðmælandinn nefndi
ekkert um að kannski vildi
Davíð ekki vera í hlutverki sem
að tilefni dagsins væri án vafa
óæðra og minna en það sem
Ólafur Ragnar gegnir. Hvort
heldur er þá er þetta hið versta
mál að mínu mati. Embættum
landsins fylgja ákveðnar skyld-
ur, þeir sem gegna embættunum
eiga ekki að komast upp með að
ákveða að þeir vilji ekki gera
þetta eða hitt. Hvort heldur
þeim finnst það fyrir neðan sína
virðingu eða er almennt illa við
þann sem þeir eiga að vera og
sýna sig með. Það hlýtur að vera
hlutverk utanríkisráðherrans að
fylgja þjóðhöfðingjanum í opin-
berum heimsóknum. Ef fyrr-
verandi forsætisráðherrum
finnst það fyrir neðan virðingu
sína að vera í fylgdarliði, þá
eiga þeir að hugsa fyrir því áður
en þeir taka að sér embættið,
það er að segja þeir eiga ekki að
taka að sér embætti sem þeir
vilja ekki gegna.
En okkar herrar hafa aldrei
verið í slíkum pælingum, þeir
virðast halda að embættin séu
til fyrir þá að leika sér með.
Vonandi breytist þetta viðhorf
valdamanna einhvern tímann.
Ég hef nú alltaf haft mínar
efasemdir um forsetaembættið
sem formann útflutningsráðs.
En þær efasemdir er líklegast
rétt að leggja til hliðar þegar
haldið er til Kína þar sem ríkis-
valdið hefur tögl og hagldir.
Enda flykktust viðskiptajöfrar
landsins með í för. Forsetafrúin
virðist af fréttum hafa vísað
þeim veginn í skartgripakaup-
um á meðan forsetinn fór í fisk-
iðjuver þar sem fídusinn er sá
að ekki þarf að nota vélar vegna
þess að litlar kínverskar kerl-
ingar fá svo lítið kaup. Vissu-
lega er ekkert að því samkvæmt
kenningum hagfræðinnar að
nota kerlingar í staðinn fyrir
vélar, ef það er ódýrara, þá gæti
fiskurinn sem þær verka líka
orðið ódýrari. Verðmyndun
fisks er þó ekki þannig að
vinnsluaðferðin ódýra sé líkleg
til að skila sér til neytenda, nei
ég held að eigendurnir haldi
bara meiru eftir, stingi því í vas-
ann eins og stundum er sagt.
Hagfræðin, góð eins og hún
nú er til að vísa veginn, býr ekki
til mjög aðlaðandi þjóðfélag ef
hún ein er höfð að leiðarljósi.
Þess vegna er það glíma sem
sumir stjórnmálamenn glíma
við að koma á einhverju jafn-
vægi á milli hagfræðinnar og
mannúðarinnar. Svo eru auðvit-
að stjórnmálamenn sem vilja
láta lögmál hagfræðinnar gilda í
sem flestu og enn aðrir sem ekk-
ert eða sem minnst vilja af
henni vita þó þeir kannski neyð-
ist til að láta sem þeir taki eitt-
hvað tillit til þeirra vísinda.
Stundum virðist sem allir
stjórnmálaflokkar séu til í að
láta alla hagfræði lönd og leið,
eins og þegar ákveðið er að
byggja Héðinsfjarðargöng.
Þá eru þingmenn sem segjast
þurfa betri lífeyrisrétt en aðrir
vegna þess hve óöruggt atvinnu-
ástand þeir búa við að kaupa fá
atkvæði fyrir milljarðana okkar,
svo þeir haldi vinnunni. Væri nú
ekki gaman ef þetta breyttist
einhvern tímann? ■
Ú rslitin í héraðsþingskosningunum í Nordhrein-Westfa-len í Þýskalandi á sunnudag komu Gerhard Schröder,kanslara Þýskalands, greinilega ekki á óvart, enda
höfðu skoðanakannanir fyrir kosningar bent til þess að jafnað-
armenn myndu tapa þessu vígi sínu. Þetta er í sjöunda skiptið
sem jafnaðarmenn tapa í héraðsþingskosningum frá því 1999.
Schröder hafði því snör handtök og boðaði að kosningum til
sambandsþingsins í Berlín yrði flýtt, þær færu fram síðar á
þessu ári í stað haustsins 2006. Þetta hljómar eins og örvænt-
ingarfullt útspil kanslarans, en gæti líka verið klókindi af hans
hálfu gagnvart kristilegum demókrötum, stærsta stjórnarand-
stöðuflokknum. Þar innanborðs hafa verið nokkrar væringar
varðandi skipan leiðtoga flokksins og ekki allir verið sáttir við
Angelu Merkel. Talað hafði verið um að skipt yrði um leiðtoga
síðar á þessu ári eða því næsta, alltént fyrir kosningarnar
haustið 2006, en nú virðist ljóst að svo verður ekki.
Schröder ætlar greinilega að nýta tímann vel fram að
kosningum og reyna að rétta hlut sinn. Hann telur heillavæn-
legra að flýta kosningunum en að bíða með dóm þjóðarinnar í
nærri eitt og hálft ár. Reyndar er það svo að ekki er á þessari
stundu ljóst hvernig hann fer að að því að flýta kosningunum,
því að stjórnarskráin í Þýskalandi gerir ekki ráð fyrir því að
hægt sé að leysa sambandsþingið upp og efna til kosninga
nema samþykkt sé vantraust á stjórnina. Aðeins þá getur for-
setinn leyst upp þingið og boðað til kosninga. Vegna þessara
ákvæða stjórnarskrárinnar hefur það komið fyrir að þing-
menn stjórnarflokkanna hafa greitt atkvæði með vantrausti,
til að hægt sé að rjúfa þing og efna til kosninga.
Jafnaðarmenn hafa verið í meirihluta á héraðsþinginu í
Nordhrein- Westfalen, þéttbýlasta hluta Þýskalands, í tæplega
40 ár og þetta hefur verið eitt helsta vígi jafnaðarmanna. Þótt
þetta hafi ekki verið kosningar til sambandsþingsins í Berlín,
heldur héraðsþingsins í Dusseldorf, þá skipta þessar kosning-
ar sköpum. Í þessu sambandslandi búa 18 milljónir manna, og
það hefur verið eitt öflugasta efnahagssvæðið innan alls Evr-
ópusambandsins. Landsframleiðslan þar er meiri en í mörgum
ríkjum ESB, enda hafa stóriðnaðarfyrirtæki löngum sett svip
sinn á Nordhrein-Westfalen. Á síðari árum hefur heldur sigið
á verri hliðina hjá mörgum þessara fyrirtækja.
Ein helsta ástæða þess hvers vegna hallað hefur undan fæti
hjá jafnaðarmönnum í Þýskalandi er hið mikla atvinnuleysi
þar í landi. Það mælist nú um 12 af hundraði sem þýðir að um
fimm milljónir manna eru atvinnulausar, þar af um ein millj-
ón í hinu þéttbýla landi Nordhrein-Westfalen. Úrslit héraðs-
þingskosninganna í Þýskalandi á sunnudag eru kannski for-
smekkurinn að því sem búast má við í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni um breytingar á stjórnarskrá Evrópusambandsins í
Frakklandi um næstu helgi. Í báðum þessum fjölmennu og víð-
feðmu Evrópulöndum væru þá kjósendur að sýna hug sinn til
valdhafanna, og verðugt rannsóknarefni hvort almenn þreyta
gagnvart þeim sé að brjótast upp á yfirborðið í mörgum vest-
rænum ríkjum. ■
24. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Mikið atvinnuleysi meðal Þjóðverja skýrir úrslit
kosninganna í Nordhrein-Westfalen.
Schröder tapar og
tapar í fi‡skalandi
FRÁ DEGI TIL DAGS
Portúgal
Júníveisla
frá kr. 39.990
Frá kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-
11 ára. Stökktu tilboð í viku, 8. eða 22.
júní. Flug, skattar, gisting og íslensk
fararstjórn. Ferðir til og frá flugvelli eru
ekki innifaldar, kr. 1.800 á mann.
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til
Portúgal í júní. Þú getur notið lífsins á
þessum frábæra sumarleyfisstað við
frábæran aðbúnað. Þú bókar og tryggir
þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu
að vita hvar þú gistir. Úrval glæsilegra
gististaða í boði í hjarta Algarve.
Síðustu sætin
Frá kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó/íbúð.
Stökktu tilboð í viku, 8. eða 22. júní.
Ferðir til og frá flugvelli eru ekki
innifaldar, kr. 1.800 á mann.
Vangaveltur í tilefni af Kínafer›
Ekki að virka
Egill Helgason gerir viðhafnarviðtal við
Gísla Martein Baldursson í Tímariti
Morgunblaðsins á sunnudaginn að
umtalsefni á Vísi í gær, en Gísli er sem
kunnugt er að falast eftir leiðtogasæti í
borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna:
„Gísli setur fram gagnrýni á
Sjálfstæðisflokkinn í borgar-
stjórn sem allir sjá að er
rétt“, skrifar Egill. „Þetta er
ekki að virka hjá þeim –
það þýðir ekki að tala enda-
laust um fjármála-
óstjórn R-listans og
LínuNet. Gísli aug-
lýsir eftir nýrri póli-
tík, hljómar
kannski ekki svo
ólíkt Ingibjörgu Sólrúnu á hinum kant-
inum. Hjá þeim báðum finnst manni
vanta eitthvað konkret – eitthvað meira
en orð. Hver nákvæmlega á stefnan að
vera? Gísli gefur þó pínulítinn ádrátt
um það þegar hann segir að hann seg-
ist vilja götur í stokka og flugvöllinn
burt úr Vatnsmýrinni. Á þessu hefur
hingað til ríkt bannhelgi í flokknum.“
Forskrift
Og Egill heldur áfram: „Hins vegar
skjöplast Gísla aðeins þegar hann fer
að gagnrýna R-listann fyrir að vilja
„segja fólkinu hvernig það á að lifa líf-
inu“ – þá er eins og hann hafi fengið
bakþanka og vilji líka þóknast jeppalið-
inu og gröfukörlunum. Hann gagnrýnir
R-listann fyrir að setja upp of mikið af
hraðahindrunum, þröngum götum og
ljósum, líkt og hann sé að reyna að
troða öllum í strætó. Afsakið. Er ekki
allt skipulag forskrift að því hvernig
menn lifa lífinu? Barcelona er skipu-
lögð þröngt og þar getur fólk gengið,
Los Angeles vítt – þar er maður glatað-
ur nema á einkabíl“.
Upphaf að einhverju?
Egill bindur vonir við framboð Gísla
Marteins: „Maður vonar að framboð
Gísla sé upphaf að einhverju. Hann
auglýsir eftir „kynslóðaskiptum í hug-
myndum“. Veitir ekki af, því eins og ég
hef áður bent á ríkir djúp stjórn-
málakreppa í borginni. Verst er að
flokkarnir í borgarstjórn eru í raun sam-
mála um allt; það er enginn ágreining-
ur um úthverfastefnuna.“
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
Í DAG
KÍNAFERÐ
ÓLAFS RAGNARS
VALGERÐUR
BJARNADÓTTIR
Ég hef nú alltaf haft mínar
efasemdir um forseta-
embætti› sem formann
útflutningsrá›s. En flær
efasemdir er líklegast rétt
a› leggja til hli›ar flegar
haldi› er til Kína flar sem
ríkisvaldi› hefur tögl og
hagldir.