Fréttablaðið - 24.05.2005, Qupperneq 17
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 4
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er þriðjudagur 24. maí,
144. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 3.44 13.25 23.07
AKUREYRI 3.04 13.09 23.18
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þing-
maður fór í heilsuátak fyrir nokkrum
árum og hefur breytt um lífsstíl í kjöl-
farið þar sem heilsan er í fyrsta sæti.
„Ég fer í leikfimi eins oft og ég get, sem er
svona 4 til 5 sinnum í viku,“ segir Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður að-
spurð hvernig hún haldi sér í formi. Hún
stundar líkamsrækt hjá Dansrækt JSB í
Lágmúlanum þar sem Bára ræður ríkjum
og aðeins konum er veittur aðgangur.
„Stemmningin er frábær hjá Báru og það
er alltaf gaman, þar hitti ég konur víða að
og finnst ég þannig hafa púlsinn á samfé-
laginu,“ segir Ásta Ragnheiður.
„Oftast sæki ég leikfimitíma, en ég fer
stundum í tækjasalinn. Það finnst mér bara
svo leiðinlegt nema ég geti horft á fréttir í
leiðinni,“ segir Ásta Ragnheiður og hlær.
Félagslíf í tengslum við líkamsræktina
skiptir hana máli og hefur hún gaman af
því að hitta fólk. „Ég geng á göngustígnum
við Ægisíðu með vinkonu minni og þar hitti
ég mikið af fólki, auk þess sem mér finnst
alveg frábært að sameina gott spjall og
rösklega göngu,“ segir Ásta Ragnheiður.
En hún lætur ekki þar kyrrt liggja því hún
segist reyna að koma hreyfingu að daglega
lífinu með því að forðast að taka lyftur og
nota stigana frekar, og ganga frekar en að
keyra. „Ég fer stundum í sund líka en þá
nenni ég reyndar ekki að synda, ég fer bara
í pottinn og spjalla við fólk og í gufuna,“
segir Ásta Ragnheiður og brosir.
„Ég er mjög meðvituð um hvað ég læt
ofan í mig, reyni að borða hollan og góðan
mat og forðast allt rusl,“ segir Ásta Ragn-
heiður og bætir því við að hún drekki mik-
ið vatn og fái sér aðeins einn kaffibolla á
dag.
„Maður verður að gefa sér tíma fyrir
heilsuna og setja hana í fyrsta sæti, manni
líður svo miklu betur auk þess sem það hef-
ur óbein áhrif á fólkið í kringum mann,“
segir Ásta Ragnheiður að lokum og er öðr-
um til fyrirmyndar með sinn heilbrigða
lífsstíl.
kristineva@frettabladid.is
Sameinar gott spjall
og rösklega göngu
heilsa@frettabladid.is
Útfjólubláir geislar eru tilgreind-
ir, þ.e. að segja magn þeirra
hverju sinni, í
lok hvers veð-
urfréttatíma á
Bretlandi.
Þessar upplýs-
ingar virðast
þó ekki skila sér til áhorfenda því
um 70% þeirra skilja ekki um
hvað upplýsingarnar snúast.
Þetta kemur fram í nýrri könnun
þar sem niðurstaðan er jafnframt
á þann veg að 73% aðspurðra
kváðust sólbrenna að minnsta
kosti tvisvar á hverju sumri þrátt
fyrir ótta við húðkrabbamein.
Heilbrigðisyfirvöld hafa af þessu
áhyggjur en 17 þúsund manns
deyja árlega á Bretlandi af völd-
um húðkrabbameins.
Rannsókn íslenskra
lækna á ýmsum aldurs-
bundnum augnsjúk-
dómum hefur
vakið athygli
víða um heim,
að því er fram
kemur á
fréttasíðu doktor.is. Rannsóknin
leiðir meðal annars í ljós sam-
band hóflegrar áfengisneyslu og
minni hættu á að fólk fái ský-
myndun á augastein. Reykingar
þrefalda hins vegar líkurnar á
skýmyndun á augasteini og sama
er að segja um vinnu úti undir
beru lofti.
Kínversk stjórnvöld hafa lýst yfir
neyðarástandi og fyrirskipað
bráðaaðgerðir til að hindra út-
breiðslu fuglaflensu, í kjölfar þess
að að farfuglar sem fundust
dauðir í vesturhluta landsins fyrr í
þessum mánuði reynd-
ust sýktir af veirunni.
Bændum á jörðum sem
farfuglar frá Suðaustur-Asíu
eiga leið um hefur verið gert
að bólusetja alifugla á býlum sín-
um og almenningi er ráðlagt að
halda sig frá öllu fiðurfé.
Fuglaflensa mun geta borist
hingað til lands með farfuglum,
en ekki hafa verið gerðar skipu-
lagðar rannsóknir á villtum fugl-
um hérlendis á síðustu árum.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir stundar líkamsrækt hjá Báru Magnúsdóttur í Dansrækt JSB og hér eru þær
stöllur á spjalli eftir góða törn í leikfiminni.
LIGGUR Í LOFTINU
í heilsu
FASTEIGNIR HEIM ILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o .f l .
KRÍLIN
En mamma, hvernig
á ég að vita hvað
pollurinn er djúpur
ef ég er ekki búinn
að fara út í hann?
Lyf fundið við fótaóeirð
BLS. 3
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
SMÁAUGLÝSINGAR
Á 995 KR.
ÞÚ GETUR PANTAÐ
ÞÆR Á visir.is