Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.05.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 24.05.2005, Qupperneq 18
Svefn Góður svefn skiptir líkamann miklu máli og gott er að fara alltaf að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma á hverjum degi. Flestir þurfa að sofa sjö til níu tíma á nóttunni, en ónægur svefn getur valdið streitu, veikindum og erfiðleikum við að einbeita sér.[ ] Fáðu aukinn hita í kynlífið með Astroglide Warming Liquid. Lyktarlaust. Nýtt frá ASTROGLIDE® Er kynlífið kalt! Sölustaðir Lyfja, Lyf og Heilsa, Femin.is, Rimaapótek, Laugarnesapótek, Árbæjarapótek, Skipholtsapótek, Apótekarinn, Lyfjaval, Árnes og Siglufjarðarapótek. Sico gæðasmokkar, öruggir, ódýrir, handhægir. Finndu þann sem hentar þér: Fást í helstu lyfja- verslunum um land allt, fæst einnig í Amor, Videoheimar Faxafeni, Allt í Einu Jafnaseli, Söluturn- inn Miðvangi, Bæj- arvideo, Foldaskál- inn og Bío Grill. -Grip -Extra strong -Ribbed -Pearl -Safety -Sensitive -Color 3 og 9 stykkja pakkningar vinnur gegn fílapenslum og bólum. Bindur bakteríur og húðflögur og dregur þær til sín. Silicol Skin Þannig getur þú haldið húð þinni mjúkri og hreinni og komið í veg fyrir bólur. Fæst í apótekum. FJÖLVÍTAMÍN MEÐ GINSENG Aukin líkamleg orka og andleg vellíðan FÆST Í APÓTEKUM, HAGKAUP, NETTÓ, SAMKAUP, SPARKAUP, NÓATÚNI, ÚRVALI OG STRAX , , , , , , Tónlist og teygjur fara afar vel saman Rósa Guðmundsdóttir og Herdís Anna Jónsdóttir eru teygjustjórar Sinfóníuhljómsveitarinnar. Sinfóníuhljómsveit Íslands gerir teygjuæfingar í kaffi- tímunum. Margir sjá fyrir sér að það að spila á hljóðfæri sé ekkert sérstaklega erfið vinna líkamlega en þær Her- dís Anna Jónsdóttir og Rósa Guð- mundsdóttir, hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands, vilja aldeilis ekki meina það. „Atvinnu- hljóðfæraleikari þarf að vera í sama formi og ólympíufari. Það sagði sjúkraþjálfarinn okkar að minnsta kosti,“ segir Herdís ákveð- in. „Við þurfum að þekkja hverja taug og hvert vöðvaknippi til að geta sinnt okkar starfi sem skyldi og geta haldið hljóðfærinu tímun- um saman í sömu stellingu.“ Og því er það að í kaffitímanum á virkum morgnum klukkan ellefu breytist stóri salurinn í Háskólabíó í smá- stund úr hljómsveitaræfingasvæði í jógastöð, með teygjum og önd- unaræfingum undir stjórn þeirra Rósu og Herdísar. „Hugsaðu þér ef áttatíu blaða- menn og aðrir sem vinna við tölvu þyrftu að vélrita nákvæmlega í takt, á sama hraða og vera búin á nákvæmlega sama tíma, og fylgj- ast með stjórnanda allan tímann að auki. Hljóðfæraleikari í hljómsveit getur ekki stoppað og velt fyrir sér hvernig er best að gera eitthvað, eða ákveðið að standa aðeins á fæt- ur og teygja úr sér eða fara á kló- settið. Þetta veldur heilmikilli streitu og spennu hjá hljóðfæra- leikurum.“ Þær stöllur efast ekki um að teygjurnar hafi bætt hljóminn í hljómsveitinni. „Því betur sem þú nærð að slaka, því betur nær hljóð- færið þitt að hljóma,“ segir Rósa. „Svo er þetta líka gott fyrir starfsandann í hljómsveitinni.“ Þær segja gestastjórnendur mjög hrifna af teygjuframtakinu. „Ashkenazy fannst þetta alveg frá- bært og teygði með af mikilli ein- beitingu. Við höfum ekki hitt neinn stjórnanda sem hefur kynnst hópteygjum annars staðar, svo þetta virðist vera einstakt framtak hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands,“ segir Herdís. „Við ættum að fara í teygjutrúboð.“ En hverjir skyldu vera duglegastir að teygja? „Fólk er misduglegt en það fer ekkert eftir hljóðfærunum. Ef það er ekki teygt, sem stundum vill vera, þá taka blásararnir það hins vegar helst nærri sér og koma og skamma okkur.“ Kaffihléinu er lok- ið og nýteygðir hljóðfæraleikarar taka til starfa að nýju. Blaðamaður laumast til að gera teygjur frammi á gangi við undirleik Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. ■ Teygjur eru nauðsynlegar fyrir alla, ekki síst hljóðfæraleikara. Don Colbert, læknir á Flórída, heldur því fram að besta aðferð- in til að halda sér grönnum sé að fara að dæmi Jesú Krists og nærast eins og hann. Colbert skoðar í nýjustu bókinni sinni, sem ber einmitt titilinn Á hverju nærðist Jesú?, þær fæðuteg- undir sem nefndar eru í biblíunni. „Ef þið viljið sannarlega fylgja Jesú í lífi ykkar getið þið ekki horft framhjá mataræði hans, sem var aðallega fiskur, brauð, grænmeti og linsubaunir,“ segir Colbert. „Heilsu Bandaríkja- manna hrakar stöðugt og það er aðallega vegna óhollustu. Margir hafa engan áhuga á að breyta matarvenjum sínum, en fá í staðinn lyf hjá læknum til að halda þyngdinni í skefj- um.Þetta er náttúrlega fáránlegt og væri nær fyrir þetta fólk að lesa biblíuna og tileinka sér lífsstíl Krists.“ Colbert bendir á að það sé ekki bara fæðuvalið sem sé mikilvægt heldur líka hvernig fæðunnar er neytt. „Kristur og lærisveinar hans gáfu sér góðan tíma til að borða og áttu langar og innihaldsríkar samræður meðan á máltíðum stóð. Þetta þurfum við að tileinka okkur og hætta að borða skyndibita á hlaupum.“ Fimm brauðhleifar, tveir fiskar og rauðvín Jesúmegrunarkúrinn gæti orðið nýjasta æðið í Ameríku. Best er að gera eins og Kristur og lærisveinarnir, borða hollan mat og gefa sér góðan tíma.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.