Fréttablaðið - 24.05.2005, Page 26

Fréttablaðið - 24.05.2005, Page 26
Betri laun sem sænsk kona Sænski markaðurinn hefur verið að taka við sér undanfarin misseri eftir erfiða tíma þegar netblaðr- an sprakk. Batnandi hagur á markaði birtist meðal annars í því að laun þeirra sem stunda viðskipti á markaðnum hafa hækkað verulega. Dagens Industri fjallaði um betri daga og þá staðreynd að laun stjórnenda verðbréfafyrirtækja hafa hækkað vegna aukinna viðskipta og hækkana á mark- aði. Kaupthing er meðal þeirra fyrirtækja sem hefur notið betra umhverfis á sænska mark- aðnum og er forstjóri fyrirtækisins borinn sam- an við kollega sína hjá Carnegie og Hagströmer og Qviberg. Af forstjórum þessara fyrirtækja er Karin Forseke, forstjóri Carnegie, með hæstu launin eða 144 milljónir króna í árslaun. Hún er með sextíu prósentum hærri laun en Hreiðar Már Sigurðs- son sem er með 93 milljónir í árs- laun í samanburði Dagens Industri. Þegar umræður voru um kaupréttarsamn- inga stjórnenda Kaupþings á sínum tíma vísuðu menn einmitt til launaumhverfis í fjármálagreiran- um í nágrannalöndum. Spurningin er því hvort Hreiðar Már væri betur launaður ef hann væri sænsk kona í sama starfi. Ein reim að fimm skóm Breskir fjölmiðlar hafa skrifað um að Baugur sé að kaupa bresku skóbúðakeðj- una Jones Bootmaker. Þetta mun þó ekki vera rétt. Hins vegar hefur ágætur við- skiptafélagi þeirra Baugsmanna, Tom Hunter, fjárfest í skóverslun og sú tenging hefur hugsanlega orðið kveikjan að sögusögnum um að- komu Baugs. Í þessu tilviki eins og mörgum öðrum virðist ein reim hafa orðið að fimm skópör- um. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.075 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 202 Velta: 2.826 milljónir -0,35% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Eignaverðsvísitalan sem KB banki gefur út hefur hækkað um 24 pró- sent á síðasta ári. Í apríl hækkaði hún um 2,6 prósent. Verðmæti eigna sem vísitalan nær yfir hækkað um þúsund milljarða á einu ári. Vísitala launa hækkaði um 0,5 prósent milli mars og apríl. Hækkun- in á síðsta ári er 6,7 prósent. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Hópur stærstu hluthafa í Þormóði Ramma – Sæberg hefur gert tilboð í öll hlutabréf í félaginu á genginu 3,85. Greiningardeild Landsbankans hefur gefið út nýtt mat á verðmæti KB banka. Landsbankinn telur KB banka vera 347 milljarða virði. Sam- kvæmt því ætti hver hlutur að kosta 531 krónu. 18 24. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Knútur G. Hauksson læt- ur af störfum sem for- stjóri Samskipa og tekur við stjórnartaumunum hjá Heklu. Tryggvi Jóns- son verður starfandi stjórnarformaður. Knútur G. Hauksson hefur verið ráðinn forstjóri Heklu hf. Hann tekur við starfinu af Tryggva Jónssyni sem verður starfandi stjórnarformaður fyrirtækisins. Knútur hefur starfað hjá Samskipum undanfarin ár og verið forstjóri þar síðustu tvö. Hann gengur nú inn í hluthafa- hóp Heklu en þar eru stærstir þeir Tryggvi Jónsson, Hjörleifur Jakobsson og Frosti Bergsson. „Það hefur verið nokkur að- dragandi að þessu. Knútur er gamall skólafélagi minn og við höfum þekkst býsna lengi. Við vorum að gera samninga í vor og ég sagði honum að ég hefði áhuga á því að beina athygli okk- ar frekar að framtíðarskipulagi félagsins til að draga úr sveifl- um á bílamarkaði og það þróað- ist í þessa átt,“ segir Tryggvi. Hann segir að rekstur á bíla- umboðum sveiflist mjög í takt við hagsveiflur. „Því höfum við verið að bæta við okkur ódýrari umboðum, eins og KIA, sem selst kannski betur þegar ár- ferðið er slakara. Eins bættum við bílaleigu, Atlas-Europecar, við reksturinn og erum að huga að fleiri þáttum til að draga úr þessum sveifluáhrifum,“ segir hann. Knútur segir að nýja starfið leggist vel í sig. „Mér finnst bæði gaman að koma inn í þenn- an eigendahóp og ekki síður líst mér vel á félagið. Þetta er fyrir- tæki með glæsileg umboð og ég held þeir eigi framtíðina fyrir sér,“ segir hann. Knútur tekur til starfa 1. júní næstkomandi en mun starfa með stjórnendum Samskipa fram að því. „Undanfarin fjögur ár í Sam- skipum hafa verið ótrúlega skemmtileg. Það er búið að byggja það félag bæði hér heima og erlendis á alveg gríðarlega skemmtilegan hátt og það hefur verið frábært að vinna í því og vera í þeirri forystusveit. En mér fannst þetta líka vera spennandi tækifæri fyrir mig að prófa þetta,“ segir hann. thkjart@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 45,00 +0,45% ... Atorka 6,00 – ... Bakkavör 34,20 -0,29% ... Burðarás 14,40 -0,69% ... FL Group 14,65 -0,68% ... Flaga 5,03 – ... Íslandsbanki 13,30 +0,38% ... KB banki 529,00 -0,94% ... Kögun 62,10 -0,32% ... Landsbankinn 16,40 -0,61% ... Marel 56,50 +0,89% ... Og fjarskipti 4,21 +0,96% ... Samherji 12,10 – ... Straumur 11,85 +0,42% ... Össur 80,00 -0,62% Nýr forstjóri Heklu Nýherji 1,63% Og fjarskipti 0,96% Marel 0,89% Grandi -1,23% KB banki -0,94% Burðarás -0,69% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Frjáls íbúðalán 4,15% verðtryggðir vextir Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Engin sk ilyrði um önn ur bankav iðskipti 100%ðsetningarhlutfall Seðlabankastjóri Evrópu segir að verði vextir lækkaðir komi það niður á trúverðugleika bankans. Seðlabankastjóri Evrópu, Jean- Claude Trichet, segir að ef bank- inn lækki vexti hafi það neikvæð áhrif á hagvöxt. Fari bankinn þá leið muni hann missa trúverðug- leika, verðbólga aukast og vextir hækka til lengri tíma litið. Margir evrópskir stjórnmála- menn hafa viljað lækka vaxtastig- ið til að ýta undir hagvöxt á evru- svæðinu. Trichet telur hins vegar að slík aðgerð hafi þveröfug áhrif og segir bankaráð seðlabankans hafa ákveðið fyrir löngu að verða ekki við kröfum stjórnmálamann- anna: ,,Við erum harðákveðnir í að láta ekki undan þrýstingi,“ sagði Trichet. ,,Þeir vextir sem við ákvörðum eru aðeins til skamms tíma. Síðan tekur markaðurinn við.“ Hann bætti svo við að lang- tímavaxtastig væri mjög lágt þar sem markaðurinn tryði því að seðlabanki Evrópu myndi sjá til þess að verðbólga héldist í lág- marki: ,,Það er algert lykilatriði að markaðurinn haldi áfram að trúa á það sem við erum að gera.“ - jsk Laun í landinu hækkuðu að meðal- tali um 0,5 prósent í apríl sam- kvæmt launavísitölu Hagstofunn- ar. Stafar hækkunin einkum af samningsbundnum launahækkun- um á almenna markaðinum og hjá hinu opinbera. Launaskrið reynd- ist lítið. Laun hafa hækkað um 6,7 pró- sent á síðustu tólf mánuðum og er það að mestu vegna kjarasamn- ingsbundinna hækkana.Kaup- máttur launa hefur aukist um 2,3 prósent á tímabilinu. Líklegt er að laun hækki áfram og launaskriðs verði vart á næstu misserum í ljósi mikils hagvaxtar. - jsk Malcolm Glazer, bandaríski auð- kýfingurinn sem nýlega eignaðist meirihluta í enska knatt- spyrnustórveldinu Manchester United, segist ætla að taka félagið af hlutabréfamarkaði ekki seinna en 30. júní næstkomandi. Glazer á í dag rúm 76 prósent af hlutabréfum í félaginu og stefnir á að eignast 90 prósent þeirra bréfa sem eftir eru. 75 pró- senta hlut þarf til að afskrá fyrir- tæki af markaði. Aðdáendur félagsins eru ósátt- ir við yfirtöku Glazers og telja að hann muni reka félagið eingöngu í gróðaskyni og vanrækja það sem þeim finnst fyrir öllu, að bæta bikurum í safnið. - jsk HÆRRI LAUN Laun í landinu hafa hækk- að um 6,7 prósent á undanförnum tólf mánuðum, að mestu vegna kjarasamn- ingsbundinna hækkana. Laun hækka Neitar a› lækka vexti JEAN-CLAUDE TRICHET SEÐLABANKASTJÓRI EVRÓPU Harðneitar að lækka vexti þrátt fyrir þrýsting frá stjórnmálamönnum. United af hlutabréfamarka›num MALCOLM GLAZER EIGANDI MANCHESTER UNITED Aðdáendur félagsins óttast að þeir fái ekki mörg tækifæri til að brosa svona breitt eftir að Glazer tekur öll völd í félaginu. STJÓRNARFORMAÐUR OG FORSTJÓRI Tryggvi Jónsson (t.v.) víkur úr forstjórastólnum fyrir Knúti G. Haukssyni en verður í staðinn starfandi stjórnarformaður Heklu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.