Fréttablaðið - 24.05.2005, Side 30
FÓTBOLTI Nýliðar Vals eru með eitt
besta lið landsins í dag og það
sönnuðu þeir gegn ÍA í gær Það
var lítill nýliðabragur á Hlíðar-
endapiltum þegar þeir lögðu ÍA
sannfærandi. Fyrri hálfleikur
byrjaði með miklum látum en
Hjörtur Hjartarson fékk dauða-
færi strax á fyrstu mínútu og var
klaufi að skora ekki.
Skagamenn voru mikið mun
frískari og það var nokkuð gegn
gangi leiksins þegar Garðar
Gunnlaugsson kom heimamönn-
um yfir á 8. mínútu. Hann fékk þá
frábæra sendingu frá Guðmundi
Benediktssyni, lék fram hjá Páli
Gísla í markinu og lagði boltann
auðveldlega í netið. Vel gert.
Síðari hálfleikur var ívið
skemmtilegri og líflegri en sá
fyrri. Bæði lið sóttu strax af
krafti en sóknir heimamanna
voru alltaf markvissari og hættu-
legri. Valur uppskar annað mark
þegar Reynir Leósson braut á
Garðari Gunnlaugssyni. Dómur
sem þjálfari ÍA, Ólafur Þórðar-
son, var ósáttur við. „Þetta var
ekki víti fyrir fimmaura og þessi
dómur eyðilagði leikinn,“ sagði
Ólafur.
Skagamennn náðu aldrei að
ógna marki Vals að neinu viti
eftir þetta og Valsmenn fögnuðu
sanngjörnum sigri. Varnarleikur
liðsins var frábær, miðjuspilið
traust og Garðar Gunnlaugsson
sýndi að hann
getur vel stað-
ið undir vænt-
ingum frammi
en hann lék
mjög vel í gær.
Sóknarleikur
S k a g a m a n n a
var bitlaus
með öllu og það
felldi liðið.
Þetta ÍA-lið
virkar ekki
sannfærandi
og þarf að
bæta sig mikið
ef liðið ætlar að fá eitthvað úr
sumrinu. „Þetta var fín frammi-
staða og mikill baráttuleikur. Við
reyndum að spila boltanum og
það tókst ágætlega á köflum,“
sagði Willum Þór Þórsson, þjálf-
ari Vals, en hann var ánægður
með Garðar. „Hann spilaði eins
og engill í dag.“
Ólafur Þórðarson sagði að sín-
ir menn hefðu verið betri í leikn-
um. „Við áttum fínar sóknir og
áttum meira í fyrri hálfleik. Ég
er þokkalega sáttur en við áttum
að gera betur,“ sagði Ólafur.
henry@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
21 22 23 24 25 26 27
Þriðjudagur
MAÍ
■ ■ LEIKIR
19.00 Þór/KA/KS tekur á móti
Fylki í Visa-bikarkeppni kvenna.
19.30 Þriðji landsleikur Íslands og
Hollands í Ásgarði í Garðabæ.
■ ■ SJÓNVARP
07.00 Olíssport á Sýn. Endursýnt
fjórum sinnum frá kvöldinu áður.
16.35 Valur – ÍA á Sýn. (e)
18.15 Olíssport á Sýn. (e)
19.30 Þáttur um Meistaradeild
Evrópu á Sýn.
20.00 Man. Utd. – Bayern
München á Sýn. Endursýndur úr-
slitaleikur Meistaradeildar frá 1999.
22.00 Olíssport á Sýn.
23.15 NBA á Sýn. Endursýndur
leikur.
01.00 Phoenix Suns – San Anton-
io Spurs í úrslitum vesturstrandar-
deildarinnar. Annar leikurinn beint.
San Antonio vann fyrsta leikinn 121-
114 en hann var líka spilaður á
heimavelli Phoenix Suns.
Lítill nýliðabragur á Valsmönnum
22 24. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR
> Við hrósum ...
... framherjanum Garðari Gunnlaugssyni
sem lyfti leik sínum á æðra plan
um leið og framherji var
fenginn að utan til Vals. Garðar
heldur sæti sínu í liðinu eftir
frammistöðuna í gær og
Daninn fer því væntanlega á
bekkinn.
sport@frettabladid.is
> Við hrósum ...
... Gunnari Heiðari Þorvaldssyni sem
skoraði þrennu fyrir Halmstad í sænsku
úrvalsdeildinni í gær þegar liðið vann
5–1 sigur á Landskrona. Gunnar Heiðar
skoraði öll mörkin í seinni
hálfleik, á 69., 83. og 87.
mínútu. Gunnar Heiðar
kórónaði síðan leikinn
með því að leggja upp
fimmta mark Halmstad
sem er nú í 2. sæti
sænsku deildarinnar.
Þrír fótbrotnir eftir Pál
Páll Hjarðar, leikmaður ÍBV, hefur
þegar á stuttum ferli fótbrotið þrjá
leikmenn inni á knattspyrnuvellinum.
Fyrst Davíð Búason, leikmanns
Bruna, í deildarbikarnum í mars
2000, þá Hjalta Jónsson á 21 árs
landsliðsæfingu í október 2000 og
loks Keflvíkinginn Ingva Rafn
Guðmundsson í leik liðanna á
sunnudaginn.
„Já, eitt mark og metið er þá bara fall-
ið,“ sagði Ingi Björn Albertsson hlæj-
andi við blaðamann Fréttablaðsins sem
innti hann eftir viðbrögðum vegna um-
mæla Alberts Brynjars, sonar hans, í DV
í gær. Eftir að hafa skorað sigurmark
Fylkis gegn Þrótti opnaði Albert marka-
reikning sinn á Íslands-
mótinu en karl faðir
hans er markahæsti
leikmaður mótsins
frá upphafi, með
126 mörk. „Ég ætla
að slá metið hans
pabba,“ sagði hann
án þess að blikna.
Semsagt, eitt mark
komið og 125
eftir.
„Ég á nú þá ósk heitasta að hann felli
metið ekki,“ sagði Ingi Björn. „En
það er nú vegna þess að ég vil
að hann fái að spila eitthvað er-
lendis. Það er nú ekki út af
neinu öðru. Mér líst afskaplega
vel á strákinn og vona að
hann eigi framtíðina fyrir
sér í boltanum og að
hún sé þá annars
staðar en hér
heima.“ Markagen-
ið er þó greini-
lega til staðar í
Alberti Brynjari.
„Hann er búinn
að vera marka-
kóngur allt sitt líf
og er sennilega
markahæstur leikmaður Fylkis í sögu fé-
lagsins. Hann hefur alltaf búið yfir þeim
hæfileikum að geta skorað mörk og nú
er að sjá hvort þeir hæfileikar verði við-
varandi og nýtist honum í keppni hinna
bestu.“
Albert Brynjar er uppalinn Ár-
bæingur en systkini hans,
pabbi og afi (Albert
Guðmundsson) voru og
eru öll miklir Valsarar.
„Hann er alinn upp í Ár-
bænum og er gegnheill
Fylkismaður. Enda höfum við
aldrei lagt að honum að yfirgefa
það félag,“ sagði Ingi Björn. „Og
ég mun mæta á alla Fylkisleiki
sem ég kemst á í sumar, það er
klárt.“
FH, Valur og KR eru öll me› fullt hús á toppi Landsbankadeildar karla eftir fyrstu tvær umfer›irnar.
Gar›ar Gunnlaugsson var sínum gömlu félögum í ÍA erfi›ur ljár í flúfu á Hlí›arenda í gær.
INGI BJÖRN ALBERTSSON SVARAR SYNI SÍNUM: YFIRLÝSINGAGLAÐUR EFTIR EITT MARK
Vonar a› strákurinn slái ekki meti›
FÓTBOLTI Þau mistök urðu við
tæknilega vinnslu blaðsins á
sunnudagskvöld að tákn fyrir gul
spjöld og mark færðust öll upp um
einn mann í liðsuppstillingum KR
og Fram. Þannig skoraði Rógvi
Jacobsen mark KR og fékk einnig
gult spjald, sem og Sölvi Davíðs-
son. Þórhallur Dan Jóhannsson og
Kristján Hauksson Framarar
fengu líka gult spjald.
Vegna búningavandræða Kefl-
víkinga á sunnudaginn klæddist
Gunnar Hilmar Kristinsson treyju
félaga síns Ásgríms Albertssonar.
Þess var ekki getið á leikskýrslu
og það var Gunnar Hilmar sem
kom inn á sem varamaður í leikn-
um á 80. mínútu, ekki Ásgrímur.
Landsbankadeild karla:
Mistök í
vinnslu
Lið ársins hjá Guðna Bergs:
Ei›ur fyrstur
af bekknum
FÓTBOLTI Í sunnudagsblaði Frétta-
blaðsins valdi Guðni Bergsson lið
ársins í ensku úrvalsdeildinni. Í
fréttinni vantaði málsgrein þar
sem fram kemur að Eiður Smári
Guðjohnsen ætti að vera tólfti
maðurinn hjá Guðna. „Strákurinn
átti náttúrulega frábært tímabil.
Hann er tólfti maðurinn í þessu
liði og fyrstur inn af bekknum,“
sagði Guðni. „Hann hefði svo
væntanlega unnið sér sæti í byrj-
unarliðinu fljótlega.“
ÞRIGGJA MARKA TAP Jóna Margrét
Ragnarsdóttir og félagar hennar í íslenska
landsliðinu töpuðu með þremur mörkum
fyrir Hollandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GARÐAR Í GÍSLINGU Skagamenn reyndu að halda Garðari
Gunnlaugssyni í gær en það skilaði litlu. Garðar fór oft á tíðum
verulega illa með sína gömlu félaga. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Kvennalandsliðið mætti Hollandi í handbolta:
Mjög gó› byrjun dug›i ekki
HANDBOLTI Íslenska kvenna-
landsliðið í handbolta tapaði öðrum
vináttulandsleik sínum gegn
Hollandi með þremur mörkum,
23–26, í Garðabæ í gær. Íslenska
liðið komst í 6–1 en hollenska liðið
náði síðan undirtökunum og vann
öruggan sigur líkt og í fyrsta
leiknum á sunnudaginn.
Stefán Arnarson, þjálfari íslenska
liðsins, er ánægður með að fá þessa
leiki við Holland og segir íslensku
stelpurnar græði mikið á að mæta
sterkara liði.
„Það er frábært að fá þetta
verkefni því þetta er mjög sterkt
lið. Við erum eins og er aðeins á
eftir en viljum bæta okkur. Þessi
leikur var mun betri en fyrsti
leikurinn og þá sérstaklega
varnarlega,“ sagði Stefán við
Fréttablaðið í gær.
Mörk Íslands: Hanna G. Stefánsdóttir 6,
Drífa Skúladóttir 3, Guðbjörg Guðmanns-
dóttir 3, Guðrún Hólmgeirsdóttir 3, Hrafn-
hildur Skúladóttir 3, Anna Úrsula Guð-
mundsdóttir 2, Rakel Dögg Bragadóttir 2,
Gunnur Sveinsdóttir 1. Berglind íris
Hansdóttir varði 15 skot og Helga Torfadótir
varði 2 á síðustu 5 mínútunum.
2-0
Valsvöllur, áhorf: 987 Garðar Ö. Hinriksson (7)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 9–7 (4–5)
Varin skot Kjartan 5 – Páll Gísli 1
Horn 6–2
Aukaspyrnur fengnar 19–19
Rangstöður 1–3
1–0 Garðar Gunnlaugsson (8.)
2–0 Sigurbjörn Hreiðarsson, víti (56.)
Valur ÍA
FÓTBOLTI Í gær kom til landsins
leikmaður sem heitir Issa
Abdulkadir og verður hann til
reynslu hjá Keflvíkingum næstu
daga. Hann er fæddur í desember
1986 og er því 18 ára gamall.
Kristján Guðmundsson, þjálfari
Keflavíkur, segir að þessi leik-
maður sé varnarmaður en geti þó
einnig nýst á miðjunni í íslensku
deildinni.
,,Hann verður hjá okkur til 1.
júní og ætlum við að reyna að fá
leikheimild fyrir hann svo hann
geti leikið þá tvo leiki sem við eig-
um þangað til. Eftir það munum
við taka ákvörðun í samráði hvort
hann verði áfram hjá okkur,“
sagði Kristján. -egm
Leikmannaleit Keflavíkur:
Arsenalma›-
ur til reynslu
*BESTUR Á VELLINUM
VALUR 4–4–2
Kjartan 7
Steinþór 7
Atli Sveinn 7
Grétar 8
Bjarni Ólafur 7
Matthías 7
(85. Hálfdán –)
Sigurbjörn 6
Stefán Helgi 6
Sigþór 6
*Garðar 8
(79. Baldur –)
Guðmundur B. 7
(88. Kristinn –)
ÍA 4–3–3
Páll Gísli 5
Finnbogi 6
Reynir 5
Gunnlaugur 6
Guðjón Heiðar 6
Pálmi 5
Pesic 6
Kári Steinn 3
(58. Sigurður Ragnar 4)
Ellert Jón 5
(77. Jón Vilhelm –)
Hjörtur 6
(61. Andri 5)
Hafþór 5