Fréttablaðið - 24.05.2005, Qupperneq 34
www.shortdocs.info
R E Y K J A V Í K
SHORTS & DOCS
HEIMILDA- OG STUTTMYNDAHÁTÍD Í REYKJAVÍK
Í NYUPPGERDU TJARNARBÍÓI25-29 MAI
STAR WARS EP3 B.i. 10 ára
Sýnd kl. 16, 17, 19, 20, 22 of 23
Sýnd í Lúxus kl. 16, 19 og 22
STJÖRNUSTRÍÐIÐ ER HAFIÐ!
HUGSAÐU STÓRT
SÍMI 564 0000
Star Wars EP3 B.i. 10 ára
Sýnd kl. 17.30, 20.30 og 23.30
Sýnd kl. 22 B.i. 12 ára. Sýnd kl. 16 m.ísl. tali
Sýnd kl. 17, 20 og 23 B.i. 16 ára. Sýnd kl. 18 og 20
SK DV
O.H.T. Rás 2
Downfall
Sýnd kl. 18 og 21 B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 18, 20 og 22
SK DV
Sýnd kl. 18 og 21
Star Wars EP3 B.i. 10 ára
Sýnd kl. 16.30, 18, 21
Þegar líf þitt er komið í rúst er gott
að eiga snarklikkaða ættingja til að
bjarga málunum.
Sýnd kl. 17.30, 20 og 22.15
Sýnd kl. 20 og 22.15
Sýnd kl. 16 m. ísl. tali.
Einstök upplifun!
„Þetta er einfaldlega 100% Star Wars“
Þórarinn Þórainsson , Fréttablaðið ★★★★★
„Allt sem maður getur mögulega viljað í
Star Wars-mynd og rétt rúmlega það“
Tómas Valgeirsson, kvikmyndir.is ★★★★1/2
„Lucas tekst það sem Stjörnustríðs-
aðdáendur vonuðu: Að loka hringnum með
glæsibrag“
Sæbjörn Valdimarsson, MBL ★★★★
Sýnd kl. 16 m. ísl. tali.
SÍMI 553 2075SÍMI 551 9000
Sjónvarpsþættirnir um Vinina nutu
gríðarlegra vinsælda á sínum tíma
og gerðu þau Matthew Perry, Lisu
Kudrow, Jennifer Aniston, Cour-
teney Cox, Matt LeBlanc og David
Schwimmer að stórstjörnum. Ekki
er langt síðan síðasti þátturinn var
sendur í loftið eftir nær tíu ára sig-
urgöngu. Ætluðu leikararnir sér
stóra hluti en það hefur ekki geng-
ið eftir. Nú ætlar hópurinn víst að
lífga upp á ferilinn og telur ekkert
betra en að gera það með aftur-
hvarfi til fortíðarinnar því nú
standa yfir samningaviðræður við
sexmenningana um gerð kvik-
myndar byggðrar á þáttaröðinni.
Er reiknað með að hver og einn
leikari fái rúmlega einn milljarð ís-
lenskra króna í vasann.
Talið er að Jennifer Aniston og
David Schwimmer séu þau tvö sem
helst vilji að þetta gangi í gegn og
því ætti að vera auðvelt að fá hin
fjögur til þess að taka þátt. Vinirn-
ir frá Central Perk-kaffihúsinu
gætu því ratað í kvikmyndahúsin
áður en langt um líður. ■
VELGENGNIN EKKI GENGIÐ EFTIR Vinunum úr þáttaröðinni Friends hefur ekki gengið
sem skyldi og ætla þeir því að lífga upp á ferilinn með kvikmynd byggðri á þáttaröðinni.
Vinir endurn‡ja kynnin
RÓSKA Atriði úr heimildarmyndinni Róska
– saga og hugsjónir 68 kynslóðarinnar.
Tvær opn-
unarmyndir
Heimildamyndirnar „Róska – saga
og hugsjónir 68 kynslóðarinnar“
eftir Ásthildi Kjartansdóttur og
„Heimurinn með augum Bush“, þar
sem ýmsu er ljóstrað upp um Bush-
fjölskylduna, verða opnunarmyndir
heimilda- og stuttmyndahátíðar í
Reykjavík, sem hefst á miðvikudag
og stendur yfir í fimm daga.
Hátíðin verður opnuð í nýupp-
gerðu Tjarnarbíói, þar sem sköpuð
verður bíóstemmning við Tjörnina.
Meðal annars verða sýndar fimm ís-
lenskar heimildarmyndir á hátíð-
inni og níu íslenskar stuttmyndir.
Í fyrsta sinn í sögu hátíðarinnar
veita Íslandsbanki og 66 North verð-
laun fyrir bestu íslensku heimildar-
myndina og bestu íslensku stutt-
myndina. Nánari upplýsingar um
hátíðina er að finna á www.short-
docs.info og www.logs.is. ■
Ástamál Evu Longoria virðast vera
milli tannanna á fólki. Hvort
Longoria sé einfaldlega að markaðs-
setja þáttaröðina Desperate Hou-
sewives þar sem hún leikur einmitt
mjög „leitandi“ konu skal ósagt lát-
ið. Hins vegar er alveg ljóst að leik-
konan er ekki við eina fjölina felld
og í hverri viku berast fréttir af nýj-
um ástmönnum hennar.
Fyrrverandi unnusti hennar, DJ
Chaez úr N'Sync, upplýsti á dögun-
um að þau hefðu eytt nótt á hótel-
herbergi nýverið, en þau voru par
fyrir ekki alls löngu. Kemur þetta á
óvart því ekki er langt síðan að aðal-
stjarnan úr 24 og Íslandsvinurinn
Kiefer Sutherland bauð henni á
nokkur stefnumót þrátt fyrir að
vera sagður í tygjum við hina ís-
lensku Kristínu Báru.
Longoria er nýkomin heim frá
Cannes-hátíðinni en þar sögðust
sjónarvottar hafa greint einhverja
strauma milli hennar og Haydens
Christiansen sem leikur einmitt
Anakin Skywalker í nýju Star Wars-
myndinni. Það má því vera ljóst að
Longoria er ein sú heitasta nú um
stundir meðal fræga fólksins og
þarf karlpeningurinn augljóslega að
hafa sig allan við til þess að halda í
hina sjóðheitu Longoria. ■
■ KVIKMYNDAHÁTÍÐ
Ég veit ekki alveg hvað mér á að
finnast um þessa nýju Weezer-
plötu. Fyrst þegar ég heyrði þessi
nýju lög Rivers Cuomo for-
sprakka fór notaleg tilfinning um
mig. En á sama tíma brotnaði
hjarta mitt yfir því hversu steríl
og tilfinningalaus þessi plata er.
Þetta var eins og að sjá gamlan
vin, eftir að hann hafði farið í rót-
tæka lýtaaðgerð. Líklegast svipað
og að sjá Michael Jackson syngja
Billie Jean á tónleikum í dag.
Það verður ekki tekið af Rivers
að hann er líklegast einn besti
lagahöfundur sinnar rokkkynslóð-
ar. Konungur nördanna, sem
hristir hvern slagarann á fætur
öðrum fram úr erminni eins og
ekkert sé auðveldara. Þannig er
lagið Beverly Hills af þessari
plötu, einn besti sumarslagari
sem Weezer hefur borið fram.
Restin af plötunni er því miður
í öðrum gæðaflokki. Og það sem
kemur mest á óvart er hversu
leiðigjörn þau eru. Þetta er fyrsta
Weezer-platan sem ég get ekki
hlustað á frá upphafi til enda án
þess að neyðast til að taka pásu.
Textarnir eru svo eins og þeir séu
samdir af sjö ára stelpu.
Neistinn sem einkenndi bláu
plötuna er víðs fjarri, kraftur og
heiðarleiki Pinkerton líka.
Ég er kannski svona rosalega
neikvæður núna vegna þess að ég
er einlægur aðdáandi þessarar
sveitar, og þess vegna eru von-
brigðin kannski stærri. Þrátt fyrir
þessa meingölluðu plötu mun ég
halda áfram að dá þessa sveit.
Inni á milli leynast lög sem límast
við heilahvelið á manni. Það er
gjöf sem Rivers fékk í vöggugjöf,
sem hann hefur ekki algjörlega
misst... ennþá. Birgir Örn Steinarsson
Weezer missir kúli›!
WEEZER:
MAKE BELIEVE
NIÐURSTAÐA: Weezer reynir að gera hina full-
komnu poppplötu. Niðurstaðan er versta plata
sveitarinnar frá upphafi. Nördarnir eru því mið-
ur að eldast illa.
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
EVA ÁSAMT DJ CHAEZ Ástamálin hjá hinni suður-amerísku kynbombu, Evu Longoria,
virðast sífellt verða flóknari og flóknari með degi hverjum.
HAYDEN CHRISTIANSEN Eva og Hayden
voru sögð vera í tygjum við hvort annað á
Cannes-hátíðinni.
Me› hverjum er Eva eiginlega?