Fréttablaðið - 24.05.2005, Síða 35
Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið.
Aðalvinningur dregin út úr öllum inn sendum SMS-um.
Sendu SMS skeytið
JA SWF á númerið
1900 og þú gætir unnið
Vinningar
Miðar fyrir 2 á StarWars III
StarWars tölvuleikur
Glæsilegur varningur
tengdur myndinni
DVD myndir og margt fleira.
Spilaðu allar
helstu senurnar úr
Star Wars Episode III
L E I K U R
12.
King Kong
á DVD
Hin klassíska kvikmynd frá árinu
1933, King Kong, verður að öllum
líkindum gefin út á DVD-disk í lok
þessa árs. Þetta þykja afar góð tíð-
indi fyrir kvikmyndaunnendur,
sem hafa lengi beðið eftir því að
sjá górilluna ógurlegu vaða um
New York í almennilegum mynd-
gæðum.
Endurgerð King Kong er vænt-
anleg í bandarísk kvikmyndahús
14. desember. Leikstjóri hennar er
Peter Jackson, sem sló rækilega í
gegn með Lord of the Rings-þrí-
leiknum. ■
KING KONG Kvikmyndin King Kong kom
fyrst í bíó árið 1933.
Tónlistarhópurinn Rinascente flyt-
ur í kvöld óratóríuna Hin heilaga
þrenning eftir Alessandro
Scarlatti. Hún var fyrst flutt í
Napólí árið 1715 en hefur að ölum
líkindum aldrei verið flutt áður í
norðanverðri Evrópu.
„Til er ein tiltölulega ný upp-
taka af henni og það kveikti í mér.
Mér fannst þetta frábær músík og
fór að leita að nótum að henni. Þær
voru hins vegar hvergi nokkurs
staðar til þannig að ég fékk afrit af
handritinu sent að utan,“ segir
Steingrímur Þórhallsson, organisti
í Neskirkju og listrænn stjórnandi
Rinascente-hópsins.
Efnið í óratóríum var yfirleitt
fengið beint úr Biblíunni. Þessi
óratóría Scarlattis er þó ein fárra
undantekninga þar á. Efniviðurinn
er heimspekileg samræða um
heilaga þrenningu. Allt er það þó á
léttu nótunum, ætlunin var sú að
skemmta fólki um leið og svolitlum
fróðleik var laumað inn í huga
áheyrenda.
„Þetta er eitt gegndarlaust rifr-
ildi milli Trúar og Vantrúar. Trúin
er með Kærleikann í liði með sér,
og Guðfræðina líka og allt er þetta
að hamra á Vantrúnni. Bæði Guð-
fræðin og Trúin segja að með tím-
anum hljóti maðurinn að skilja
leyndardóma trúarinnar, og þá
kemur Tíminn sjálfur líka inn í
þetta sem persóna í verkinu. Þetta
verður allt mjög spaugilegt í aðra
röndina.“
Hallveig Rúnarsdóttir sópran
fer með hlutverk Trúarinnar,
Marta Guðrún Halldórsdóttir sópr-
an er Kærleikurinn, Jóhanna Hall-
dórsdóttir alt syngur hlutverk Guð-
fræðinnar, en Hrólfur Sæmunds-
son baritón tók að sér hlutverk
bæði Vantrúarinnar og Tímans.
„Við þurftum að stytta þetta ör-
lítið vegna þess að Hrólfur syngur
bæði hlutiverkin,“ segir Steingrím-
ur. Þau stefna þó á að flytja verkið
síðar í fullri lengd.
Hljómsveitin samanstendur að
mestu leyti af meðlimum tónlistar-
hópsins Aldavinir, en þau hafa lagt
áherslu á flutning tónlistar með
upprunalegum hljóðfærum. Það
munu þau einnig gera á þessum
tónleikum í Neskirkju, sem hefjast
klukkan 20.30 í kvöld. ■
RINASCENTE Tónlistarhópurinn Rinascente sérhæfir sig í flutningi tónlistar frá fyrri öldum. Hann flytur í kvöld óratóríu eftir Alessandro
Scarlatti í Neskirkju.
Undurfagurt rifrildi frá Napólí
■ KVIKMYNDIR
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI