Fréttablaðið - 24.05.2005, Side 38

Fréttablaðið - 24.05.2005, Side 38
30 24. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR K venritstjórum hjá Fróða er ekkióhætt þessa dagana. Ef þær bregða sér af bæ vegna barneigna eða þriggja mánaða blaðamanna- leyfa er iðulega búið að ráða í stöðurnar þegar þær koma til baka. Ekki er langt síðan Lóu Aldísar- dóttur, ritstjóra Húsa og Híbýla, var sagt upp störfum, eða daginn áður en hún átti að hefja störf eft- ir barneignaleyfi. Gullveig Sæmunds- dóttir, ritstjóri Nýs Lífs, ætlaði að fara í sitt þriggja mánaða orlof á dögunum en hætti snögglega við vegna hræðslu um að missa starfið. Ekki fylgdi sögunni hvort Gullveig fengi fríið borgað. Elín Albertsdóttir, ritstjóri Vikunnar, ætti einnig að taka sitt þriggja mán- aða blaðamannaleyfi á árinu. Ef fjöl- miðlakönnun Gallup er að marka er Elín þó í stórhættu því að Vikan hrapaði um hálft 5% í síðustu könn- un eða úr 15,3% niður í 10,8%. Íferðablaði The Sunday Times færBláa lónið slæma útreið. Talað er um vonda baðaðstöðu og að ferðin í Bláa lónið hafi verið ömurleg frá upphafi til enda. Bláa lónið er reyndar ekki eini staðurinn sem fær vonda dóma en fyrirsögn greinar- innar er: „This place stinks“. Staðirn- ir Chichen Itza í Mexico, Climbing Sydney Harbour Bridge í Ástralíu, Skjaldbökueyja á Fídjieyjum, La Mamoun í Marokkó fá allir álíka slæma umfjöllun og Bláa lónið ásamt Cannes. Þetta hlýtur að verða mikið áfall fyrir ferðaþjónustuna á Suðurnesjum enda Bláa lónið talið vera einn af „heitustu“ stöðum landsins. Lárétt: 1 uppsprettan, 6 þjóta, 7 veiðar- færi + t, 8 sólguð, 9 elskar, 10 beiðni, 12 eldsneyti, 14 ósk, 15 leyfist, 16 bardagi, 17 lofttegund, 18 skrökvaði. Lóðrétt: 1 nema, 2 svelgur, 3 átt, 4 debetfærsla, 5 hluti dags, 9 ílát, 11 flug- vél, 13 læsinga, 14 kostur, 17 tveir eins. Lausn. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Fótbraut þriðja manninn um helgina – hefur þú séð DV í dag? Eyjamaðurinn Páll Hjarðar er stórhættulegur andstæðingum sínum Fyrir sautján árum var tónlistar- maðurinn JoJo að spila á Strikinu þegar heldur óvenjulegan gest bar að garði. Reyndist þetta vera tón- listargoðið Bruce Springsteen og fékk kappinn gítar hjá JoJo lánaðan. Spilaði Springsteen þrjú lög eftir sjálfan sig, I Am on Fire, The River og Dancer in the Dark. Síðan skilaði hann gítarnum aftur til JoJo sem nú ætlar að selja hann til styrktar byggingu tónlistarhúss. „Um haustið fékk Tommi eðal- borgari, sem þá rak Hard Rock, gít- arinn til sinnar vörslu ásamt mynd- um sem ég tók af Springsteen,“ sagði hinn eiturhressi JoJo sem var nýlega kominn frá Selfossi þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Þegar Tommi hætti þar rekstri endaði gítarinn inni í einhverri kompu og það var ekki fyrr en eftir fjórtán ár að mér tókst að finna hann aftur,“ segir hann og hlær. JoJo segir marga hafa haft áhuga á að festa kaup á þessum gít- ar en hann hafi sjálfur aldrei viljað selja hann. „Ég vil ekki verða ríkur á annarra manna kostnað,“ segir JoJo enda verður gripurinn ekki seldur dýru verði. „Fyrsta boð verð- ur fimm þúsund krónur og rennur peningurinn óskiptur í sjóð til styrktar byggingu tónlistarhúss,“ bætir JoJo við en tekur skýrt fram að þetta sé algjört einkaframtak. Hvort fimm þúsund krónur séu ekki heldur lítið fyrir gítarinn segir JoJo að peningarnir skipti ekki máli. Hann vilji með þessu vekja fólk til umhugsunar um tónlistarhúsið og hvað sé að gerast í íslensku tónlist- arlífi. „Það er hugarfarið sem skipt- ir máli,“ segir JoJo en gripurinn verður seldur á menningaruppboði á Grand Rokk fyrstu helgina í júní ásamt myndum af Bruce Springsteen með gítarinn fræga. freyrgigja@frettabladid.is JoJo selur loksins Springsteen-gítarinn JOJO OG ÞÓRÓLFUR ÁRNASON JoJo hefur löngum verið öflugur baráttumaður fyrir margvíslegum málum og er hér með Þórólfi Árnasyni, fyrrverandi borgarstjóra, með áskor- un um að gera Laugaveginn að göngugötu. Ólafur Borgar Heiðarsson eða Óli Boggi á hárgreiðslustofunni Solid hefur um langa hríð haft dálæti á fallegum fatnaði. Hann er óhræddur að fara nýjar leiðir þegar kemur að tísku. Á dögun- um var hann staddur í New York þegar hann datt í lukkupottinn. „Ég var á búðarrápi í Soho þeg- ar ég ákvað að kíkja inn í Dolce & Gabbana-verslunina. Ég var varla kominn inn í verslunina þegar ég sá skyrtu sem var með íslenska fánann prentaðan á kragann. Mér fannst hún rosa- lega flott en aðallega þó út af fánanum og féll alveg fyrir henni,“ segir Óli Boggi. Hann var svo dáleiddur af þessum ís- lenska fána á skyrtukraganum að hann tók ekki eftir risastóru stöfunum sem á stóð REYKJA- VÍK. „Það var ekki fyrr en ég fór að sýna systur minni skyrt- una að ég fattaði að þetta var sönn Reykjavíkurskyrta,“ segir hann og hlær. Þjóðernisskyrta Óla Bogga er úr bómullarefni og hingað til hefur hann notað hana við gallabuxur. „Hún er líka ör- ugglega flott við jakkaföt og hvítt bindi.“ Í síðustu viku var hann staddur í Lundúnum en í Dolce & Gabbana-versluninni þar í borg var enga Reykjavík- urskyrtu að finna né neitt sem minnti á þjóðernissinnaðan Ís- lending. Hann kom því nær tóm- hentur heim úr þeirri ferð. martamaria@frettabladid.is TÍSKUFRÍK. Óli Boggi fékk hland fyrir hjartað þegar hann sá skyrtu frá Dolce & Gabbana með íslenska fánanum. ÓLI BOGGI: FANN SKYRTU FYRIR ÍSLENSKA ÞJÓÐERNISSINNA Reykjavíkurþema hjá Dolce & Gabbana FRÉTTIR AF FÓLKI Dótið? Robomow. Sem er? Sjálfvirk sláttuvél. Hver myndi ekki vilja sleppa við að slá lóðina allt sumarið og sitja þess í stað, njóta sólarinnar og fylgjast með vél- menni sjá um erfiðið? Hvernig virkar hún? Robomow er afar einföld í notkun. Í upphafi er sérstakur vír strengdur utan um garðinn, í kringum blómabeð og þar sem vélin á ekki að slá. Vírnum fylgir rafhlaða, svo- kallað Perimeter Switch, sem fylgir með í kass- anum. Vírinn sér til þess að sláttuvélin fari ekki út fyrir sláttusvið sitt. Eftir tvær til þrjár vikur er vírinn orðinn þakinn grasi og hættur að sjást. Til að koma sláttuvélinni í gagn er einfaldlega ýtt á „Go“ takkann. Þá þýtur hún af stað og slær grasið með fallegu mynstri. Ein týpan af Robomow, svokölluð RL1000, er með dagatali þannig að hægt er að forrita hana þannig að hún slái á ákveðnum tímum dags. Hvernig slær hún? Robomow er með rafhlöðuknúin blöð og krafturinn í þeim jafnast á við 5,5 hestöfl. Hægt er að stilla hversu mikið hún slær. Kostir? Vélin er einstaklega hentug og slær afar vel. Hún léttir fólki svo sann- arlega lífið á góðum sumardögum. Þar að auki safnar hún sjálf grasinu saman svo það þarf ekki að raka eftir hana. Vélin gengur fyrir rafmagni svo hún er mjög umhverfisvæn. Gallar? Vélin er kannski tilvalin á slétta og kassalaga garða í Bandaríkj- unum en óvíst er að hún muni slá hæðótta og hraunilagða garða á Ís- landi. Upplýsingar? Allar nánari upplýsingar um Robomow má finna á heimasíð- unni www.friendlyrobotics.com. DÓTAKASSINN ...fær Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir fyrir að ljá Sollu stirðu rödd sína í íslensku útgáfunni af Latabæ. HRÓSIÐ » FA S T U R » PUNKTUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Lárétt: 1lindin,6æða,7nó,8ra,9ann, 1oósk,12kol,14von,15má,16at,17 gas,18laug. Lóðrétt: 1læra,2iða,3na,4innkoma, 5nón,9ask,11þota,13lása,14val,17 gg.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.