Fréttablaðið - 28.07.2005, Síða 1

Fréttablaðið - 28.07.2005, Síða 1
Dansar á N‡listasafn- inu í kvöld GUNNLAUGUR EGILSSON: ▲ FÓLK 46 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 LÍTILSHÁTTAR SKÚRIR sunnan og vestan til. Léttir smám saman til norðaustan og austan til þegar líður á daginn. Hiti 11- 22 stig hlýjast norðaustan og austan til. VEÐUR 4 FIMMTUDAGUR 28. júlí 2005 - 202. tölublað – 5. árgangur Valsmenn halda spennunni í toppbaráttunni Valsmenn unnu níunda sigur sumarsins í Landsbankadeild karla þegar þeir unnu Fylkismenn 3–1 á heimavelli sínum á Hlíðarenda í gær. ÍÞRÓTTIR 28 Skinkufeitt festival Reggísveitin Hjálmar sló í gegn á G!festival í Fær- eyjum sem haldið var um helgina. Á hátíð- inni spiluðu líka sænsku rokkhund- arnir í Europe og Eivör Pálsdóttir en há- tíðin er haldin í heim- bæ hennar Götu. TÓNLIST 40 Bankar og völd Það er engin tilviljun að vestur- evrópskir einkabankar hafa undangengin ár eignazt talsverðan og sums staðar ráðandi hlut í viðskiptabönkum í Mið- og Austur- Evrópu. Í DAG 18 NÍNA BJÖRK GEIRSDÓTTIR: Er me› tvískiptan fataskáp Í MIÐJU BLAÐSINS ● tíska ● heimili ● matur SKAPANDI Í SUMARFRÍI ▲ VEÐRIÐ Í DAG 15-90% Afsláttur ÚTSALA vi› Smáralind í fullum gangi Nýtt Hagkaupsblað fylgir Fréttablaðinu í dag* *á völdum svæðum Hvannadalshnúkur: Hæ› tindsins loks sta›fest HVANNADALSHNÚKUR Góða verið í gær var notað til þess að koma fyrir nákvæmum mælitækjum á Hvannadalshnjúki sem mæla með óyggjandi hætti hæð hæsta tinds landsins á Vatnajökli. Ýmsum tölum um hæð Hvannadalshnjúks hefur verið fram haldið, en lands- menn sennilega vanastir tölunni 2.119 metrar. Landmælingar Íslands, Land- helgisgæslan og Jarðvísinda- stofnun tóku höndum saman við mælinguna. Mælitækin safna næsta tvo sólarhringa gögnum með hjálp gervitungla áður en hægt verður að staðfesta hæðina. Hún getur að vísu verið breytileg eftir snjóalögum og árstíma. Tveir mælipunktar á öskjunni sjálfri voru settir niður til að mæla hreyf- ingu á jarðskorpunni á Vatnajökli. Mjög gott veður var á tindinum þegar leiðangursmenn komu þang- að. Skyggni var gott alla leið norð- ur í Herðubreið, austur að Snæ- felli, yfir í Kerlingarfjöll og vestur að Langjökli. Skyggni var hins vegar lítið sem ekkert til suðurs, skýjalög komu í veg fyrir það. ■ Sala Símans: Úrslitin í dag EINKAVÆÐING Seinnipartinn í dag verður ljóst hver býður hæsta verð í Símann og gengur til viðræðna við einkavæðingarnefnd um kaup á fyrirtækinu. Þær viðræður eigi ekki að taka langan tíma að sögn Jóns Sveins- sonar, formanns einkavæðingar- nefndar. Drög að kaupsamningi liggi þegar fyrir og þeir sem skili inn bindandi tilboðum þurftu að vera búnir að samþykkja drögin í stórum dráttum í gærkvöldi. Því eigi að vera hægt að ljúka stærstu einkavæðingu á Íslandi fyrir lok sumars. Tilboðin verða opnuð laust eftir hádegi í dag og ef minna en fimm prósenta munur er milli hæstu boða hafa menn frest til klukkan fimm að skila hærra tilboði. Það til- boð ræður þá hver kaupir Símann. -bg/Sjá síðu 24 ÁFENGISVERSLUN „Við spáum því að við munum selja um 700 þúsund lítra af áfengi fyrir verslunar- mannahelgina,“ segir Höskuldur Jónsson, fráfarandi forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins. Höskuldur hefur þann fyrir- vara að um spá sé að ræða en gangi hún eftir, eins og margt bendir til, sé um tíu prósenta aukningu að ræða frá síðasta ári. Það verður þá mesta magn áfengis, í lítrum talið, sem ÁTVR hefur selt á einni viku og er sölu- andvirðið um 500 milljónir króna. Höskuldur segir að um níutíu pró- sent af þessu magni sé bjór. Af þeim 700 þúsund lítrum sem búist er við að afgreiða fyrir helgi fari um 100 þúsund lítrar norður á Akureyri. „Ætli við fjór- földum ekki birgðarnar miðað við venjulega viku,“ segir Ólafur Þorsteinsson í Vínbúðinni á Ak- ureyri. Í Reykjavík er mest selt af áfengi í vínbúðunum í Holta- görðum, Kringlunni og Heiðrúnu en á landsbyggðinni taka mest til sín, auk Akureyrar, vínbúðirnar á Egilsstöðum og í Vestmanna- eyjum. -bs /Sjá síðu 12. Innkaup fyrir verslunarmannahelgina: Hálfur milljar›ur í áfengi HVANNADALSHNÚKUR MÆLDUR Þórarinn Sigurðsson landmælingamaður (t.h.) og Guðmundur Valsson koma mælitækjunum fyrir á Hvannadalshnúki. Mælitækin safna á næstu sólarhringum gögnum með hjálp gervitungla áður en hægt verður að staðfesta hæð hnúksins. Fimmtán milljar›a aukning tekjuskatts Tekjur ríkisins vegna tekjuskatts einstaklinga hækka úr 130 milljör›um króna í 145 milljar›a milli ára. fietta jafngildi 11,5 prósenta hækkun. Ríkisskattstjóri segir hækkunina einkum sk‡rast af mikilli grósku í fljó›lífinu. EFNAHAGSMÁL „Álagning tekju- skatta í ár er um 145 milljarðar króna að útsvarinu meðtöldu. Barnabætur og vaxtabætur eru samtals um tíu milljarðar,“ segir Indriði H. Þorláksson ríkisskatt- stjóri. Hann segir að sömu skattar hafi verið um 130 milljarðar á síðasta ári. Skatttekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga hafi því aukist um fimmtán milljarða króna, eða 11,5 prósent, milli áranna 2003 og 2004. Aðspurður um ástæður þess- arar aukningar segir Indriði: „Þetta er hærra en í fyrra sem eðlilegt er því það hefur náttúr- lega verið mikil gróska í þjóðlíf- inu. Laun hafa hækkað og þá hækka skattarnir af sjálfu sér. Þetta fylgist að.“ Indriði segir að stór hluti skatt- anna, aðallega skattar í stað- greiðslu og barnabætur, hafi verið greiddir fyrir fram þannig að lítill hluti þessara fjárhæðar komi til uppgjörs nú. Hann segir að nokkuð jöfn skipting sé á milli framtelj- enda sem ættu endurkröfu og út- borganir til framteljenda. „Hins vegar eru endurkröfur eða viðbótarálagning ekki mjög miklar þar sem staðgreiðslukerfið virkar mjög vel og tekur þetta samtímis,“ segir Indriði. Skattstjórar leggja á morgun fram skrár með álagningu opin- berra gjalda árið 2005. -gag - hb FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.