Fréttablaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 2
2 28. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Lyfjaútgjöld Tryggingastofnunar aukast um milljarð:
Kostna›ur vi› ge›lyf eykst
um 357 milljónir króna
HEILBRIGÐISMÁL Kostnaður Trygg-
ingastofnunar vegna tauga- og
geðlyfja jókst um 212 milljónir
á síðasta ári, um 357 milljónir
frá árinu 2002, en það er alls 23
prósenta hækkun á tveimur
árum. Lyfjaútgjöld stofnunar-
innar jukust alls um 8,1 prósent
eða um 481 milljón á síðasta ári
meðan notkunin tauga- og
gefðlyfja jókst um 5,5 prósent.
Lyfjaútgjöld Tryggingastofn-
unar hafa alls hækkað um millj-
arð á tveimur árum og um þriðj-
ungur af þeirri hækkun er
vegna tauga- og geðlyfja.
Kostnaður vegna tauga- og
geðlyfja jókst um þrettán pró-
sent frá síðasta ári en notkun
þeirra jókst þó aðeins um fjögur
prósent. Kostnaður jókst mest
vegna ofvirknilyfsins Concerta
sem hefur verið að leysa ritalín
af hólmi, eða um 51 milljón.
Aukning varð í notkun allra
lyfjaflokka á árinu og er aukin
lyfjanotkun fyrst og fremst rak-
in til þess að hlutfall eldri borg-
ara á Íslandi hefur hækkað.
Einnig hefur kostnaður hækkað
vegna nýrra og dýrari lyfja-
gerða. - grs
Veðurspáin fyrir Verslunarmannahelgina:
Spá› er vætu ví›a um land
VEÐURFAR „Við gerum ráð fyrir
góðu veðri á föstudag víðast hvar
á landinu en næstu þrjá daga á
eftir verður það eitthvað síðra,“
segir Haraldur Eiríksson, veður-
fræðingur á Veðurstofu Íslands,
um veðurspá helgarinnar.
„Á föstudag verður víða létt-
skýjað en það verður skýjað vest-
urlands og þar með talið í Reykja-
vík og ef til vill smá súld. Á laug-
ardag er gert ráð fyrir sunnanátt
með rigningu og síðan skúrum en
lítil úrkoma verður norðaustan til
á landinu en við gerum ekki ráð
fyrir samfelldri rigningu allan
daginn. Á sunnudag er svo gert
ráð fyrir hægviðri eða hægri
vestlægri átt. Lítilsháttar skúrir
verða víða um land en líklega
bjartviðri á Austurlandi þar sem
ætti að verða hlýjast,“ segir Har-
aldur.
Á mánudag segir Haraldur að
gert sé ráð fyrir austanátt með
rigningu, einkum sunnanlands en
það geti þó breyst enda sé sú spá
nokkuð langt fram í tímann. „Ef
sú spá gengur eftir er um að ræða
frekar blautan dag en það á eftir
að koma í ljós þegar nær dregur,“
segir Haraldur. -hb
Mótmælendur setja
upp n‡jar tjaldbú›ir
Um tuttugu lögreglufljónar voru vi› Kárahnjúka um hádegi í gær flegar mót-
mælendum haf›i veri› gert a› yfirgefa tjaldbú›ir sínar. fieir hafa sett upp
n‡jar tjaldbú›ir sem eru töluvert langt frá virkjanasvæ›inu.
Mótmælandi á hálendinu:
Gagnr‡nir
brottvísun
MÓTMÆLI „Aðferðir Prestssetra-
sjóðs lýsa ekki kristilegu hugar-
fari,“ segir Benóný Ægisson,
einn mótmælenda við Kára-
hnjúka sem staddur er í Reykja-
vík.
Benóný er ósáttur við að hópi
mótmælenda var vísað frá tjald-
búðum sínum í landi Valþjófs-
staða við Kárahnjúkavirkjun.
„Þau skilyrði sem sett voru í
upphafi, að ganga vel um landið,
hafa ekki verið brotin,“ segir
Benóný. Þá gagnrýnir Benóný
stuttan frest sem tjaldbúar
fengu til þess að yfirgefa
búðirnar. - ht
Átök við Kárahnjúka:
Impregilo
kærir
MÓTMÆLI Ítalska verktakafyrir-
tækið Impregilo hefur sent
Sýslumanninum á Seyðisfirði
kæru vegna eignaspjalla af völd-
um mótmælenda Kárahnjúka-
virkjunar að sögn Ómars R.
Valdimarssonar, upplýsingafull-
trúa fyrirtækisins.
Þá kærði einn yfirmanna
Impregilo líkamsárás að sögn
Ómars. Yfirmaðurinn hafi verið
að taka myndir af mótmæl-
endum þegar veist var að honum
og hann sleginn.
Landsvirkjun hefur ekki lagt
fram formlega kæru vegna
eignaspjalla mótmælenda. - ht
Fíkniefnasmyglari:
Gæsluvar›-
hald sta›fest
DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti á
mánudaginn gæsluvarðhaldsúr-
skurð yfir manni sem héraðs-
dómur hafði dæmt í sex og hálfs
árs fangelsi fyrir að flytja inn tæp
átta kíló af amfetamíni og tvö þús-
und skammta af lýsergíði. Einnig
virðist maðurinn hafa átt fjögur
þúsund skammta í íbúð sinn í
Hollandi.
Maðurinn áfrýjaði dómnum til
Hæstaréttar og kærði úrskurð
þess efnis að hann ætti að sæta
gæsluvarðhaldi þar til málsmeð-
ferðinni væri lokið. - grs
Kolmunnaveiðar:
Kvótinn ni›ur
um fimmtung
KOLMUNNI Sjávarútvegsráðherra
hefur ákveðið að íslenskum fiski-
skipum verði heimilt að veiða alls
590 þúsund tonn af kolmunna.
Þetta er 123 þúsund tonnum
minna en heimilt var að veiða í
fyrra.
Sjávarútvegsráðuneytið segir
að tekið sé mið af ráðleggingum
Alþjóðahafrannsóknaráðsins um
mikilvægi þess að draga úr
kolmunnaveiðum.
Norðmenn bönnuðu kolmunna-
veiðar fyrir sitt leyti í maí. Þeir
hafa nú aflétt banninu en ekkert
veitt enn sem komið er.
Ríki innan Norðaustur Atlants-
hafsráðsins hafa ekki náð sam-
komulagi um skiptingu kolmunna-
kvótans. Brýnt er talið að þau geri
tilslakanir og semji um veiðar úr
stofninum. ■
SPURNING DAGSINS
Lárus, hannar›u flína eigin
netaboli?
„Nei, ég kaupi þá bara.“
Lárus Þór Pálmason netagerðarmeistari ætlar að
stofna alþjóðlegan skóla í veiðafæragerð. Hann
segir netagerð ekki ósvipaða vinnu klæðskera.
Lyfjaflokkur 2002 2003 2004 kr. hlutf.
Blóðlyf 49 61 71 10 17%
Sýkingalyf 60 60 69 8 14%
Tauga- og geðlyf 1.500 1.645 1.857 212 13%
Öndunarfæralyf 632 661 727 66 10%
Æxlishemjandi og
ónæmistemprandi lyf
Önnur hormónalyf
Þvagfæralyf, kvensjúk-
dómalyf og kynhormóna 237 237 254 17 7%
Vöðvasjúkdóma og
beinagrindarlyf
Sníklalyf 4 4 4 0 6%
Meltingarf. - og efnask.lyf 917 977 1.028 51 5%
Augn- og eyrnalyf 153 165 173 7 4%
Hjarta- og æðasjúkd.lyf 1.180 1.344 1.389 45 3%
Önnur lyf 5 8 10 2 26%
Samtals 5.441 5.940 6.422 481 8%
*Tölur eru í milljónum króna
240 272 300 28 10%
78 76 84 8 10%
276 312 330 18 6%
breyting frá 2004
FRÁ AKUREYRI Buslað í sjónum í veðurblíðunni. Hætt er við að vætusamt verði víða um
land um helgina.
MÓTMÆLI Um tuttugu lögreglu-
þjónar voru staddir á Kárahnjúk-
um um hádegisbilið í gær en þá
rann út fresturinn sem mótmæl-
endur höfðu til þess að ganga frá
og taka saman föggur sínar að
sögn Helga Jenssonar, fulltrúa
sýslumannsins á Seyðisfirði. Síð-
asta tjaldið féll hins vegar ekki
fyrr en síðdegis án þess þó að til
átaka kæmi milli mótmælenda og
lögreglu.
Lögregla skildi við mótmæl-
endurna um leið og þeir komu í
hlaðið á Vaði í Skriðdal hjá Guð-
mundi Árnasyni bónda og for-
manns Félags um verndun há-
lendis Austurlands.
„Það var nú eiginlega bara af
mannúðarástæðum sem ég bauð
þeim að koma til mín,“ segir Guð-
mundur. „Kirkjan var búin hrekja
þau í burtu sem samrýmist nú
ekki kenningum biblíunnar.
Þannig að ég ákvað að bjóða þeim
að vera hérna á túninu hjá mér.“
Um níutíu mínútna akstur er
frá Vaði til Kárahnúka.
Áfram verður hert löggæsla
við Kárahnjúka að sögn Helga en
lögreglumönnum á Egilsstöðum
hefur borist liðsstyrkur frá Ríkis-
lögreglustjóra. Þá komu lögreglu-
þjónar frá Eskifirði að löggæsl-
unni við Kárahnjúka í gær.
Þremur Bretum, sem hand-
teknir voru í átökunum við Kára-
hnjúka aðfaranótt þriðjudags, var
sleppt í fyrrakvöld eftir að í ljós
kom að Útlendingastofnun taldi
ekki ástæðu til þess að vísa þeim
úr landi. Fólkið fór aftur að Kára-
hnjúkum eftir að þeim var sleppt
að sögn Gísla M. Auðbergssonar,
sem skipaður hefur verið
verjandi þeirra.
Gísli fór að Kárahnjúkum í
gær og fundaði með mótmæl-
endum sem hann telur hafa verið
þrjátíu til fjörutíu talsins. „Ég fór
yfir lögfræðilega hlið málsins
með hópnum,“ segir Gísli.
Mótmælendahópurinn saman-
stendur að mestu af Englend-
ingum og Skotum en auk þess
voru á svæðinu nokkrir Íslend-
ingar. Ekki er um skipulögð sam-
tök að ræða að sögn Birgittu
heldur einstaklingsframtak hvers
og eins.
helgat@frettabladid.is
grs@frettabladid.is
TJALDBÚÐIRNAR TEKNAR NIÐUR Mótmælendurnir sem hafa hafst við í tjaldbúðum við Kárahnjúka yfirgáfu svæðið í gær. Þeir eru nú
komnir á land bóndans á Vaði í Skriðdal en um 90 mínútna akstur er þaðan til Kárahnjúka.
M
YN
D
/H
JA
LT
I S
TE
FÁ
N
SS
O
N
LYFJAÚTGJÖLD TRYGGINGASTOFNUNAR 2002-2004 Kostnaður Tryggingastofnunar vegna
lyfjakostnaðar hefur hækkað jafnt og þétt á síðustu árum. Tauga- og geðlyf eru ekki að
hækka hlutfallslega mest en það munar langmest um þau.
ÚTKROTAÐ SKILTI Mótmælendurnir
krotuðu á skilti, hús og vinnuvélar.
LÖGREGLUFRÉTTIR
STÚLKA VARÐ FYRIR BÍL
Tveggja ára stúlka varð fyrir bíl
í Garði í gærmorgun þegar hún
hljóp í veg fyrir hann. Bíllinn var
ekki á mikilli ferð. Stúlkan
slasaðist ekki alvarlega.