Fréttablaðið - 28.07.2005, Síða 6
6 28. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Fyrsta verk geimfaranna á Discovery var að kanna hvort einhverjar skemmdir hefðu orðið í flugtaki:
Tveir hlutir losnu›u af geimskutlunni
GEIMSKOT Geimfararnir á banda-
rísku geimskutlunni Discovery
hófu fyrsta vinnudag sinn úti í
geimnum í gær með því að kanna
vandlega hvort nokkrar skemmdir
hefðu orðið á nefi og vængjum
skutlunnar í flugtaki í fyrradag.
Fjögurra sentimetra löng ein-
angrunarflís losnaði af maga skutl-
unnar þegar hún tókst á loft en auk
þess virtist sem stærri hlutur, sem
sagður er vera úr einangrun skutl-
unnar, hafi brotnað frá utanáliggj-
andi eldsneytistanki á skutlunni.
Talsmenn geimferðarstofnun-
arinnar NASA sögðu í gær að enn
væri of snemmt að segja til um
hvort stykkin sem losnuðu hefðu
valdið skemmdum á skutlunni.
Flugtak skutlunnar hefur ekki
gengið áfallalaust fyrir sig því
fresta þurfti áætluðu flugtaki, sem
átti að fara fram fyrir um hálfum
mánuði, vegna bilunar í eldsneytis-
mæli. Ekki tókst að lagfæra bil-
unina en flauginni var samt sem
áður skotið á loft.
Þetta er fyrsta ferð bandarískrar
geimskutlu frá því að Columbia
fórst í aðflugi fyrir um tveimur
árum en þá vissu sérfræðingar
NASA af bilun sem var til staðar í
búnaði Columbiu.
- sda
Fasteignaverð í Reykjavík og á Akureyri:
Ver›munur aukist sí›ustu ár
AKUREYRI Verðbilið á fasteignum í
Reykjavík og Akureyri hefur
aukist verulega á fimm til tíu
árum.
Gísli Gunnlaugsson, sölu-
maður á Framtíðareign á Akur-
eyri, segir að á venjulegri
blokkaríbúð hafi verðmunurinn
verið 10-15 prósent fyrir
nokkrum árum en bilið hafi
aukist nú og sé 30-35 prósent.
„Við tökum alltaf aðeins
seinna við okkur hérna því við
viljum sjá hvort háa verðið
haldi fyrir sunnan. Það gæti
verið hluti af skýringunni.
Skortur á lóðum, vaxalækkun og
auknir lánamöguleikar hafa
valdið stórum hluta af verð-
hækkuninni fyrir sunnan. Ég
hef á tilfinningunni að sú
hækkun eigi eftir að skila sér
hér á Akureyri,“ segir hann.
Gísli telur að húsnæði á
Akureyri eigi eftir að hækka um
10-20 prósent til viðbótar við þá
20 prósenta hækkun sem þegar
hefur átt sér stað á þessu ári.
„Það er frekar óvenjulegt því að
undanfarin ár hefur heldur
aukist bilið milli íbúðaverðs í
Reykjavík og á Akureyri,“ segir
hann. -ghs
Styður þú málstað mótmælend-
anna við Kárahnjúka?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ætlarðu í útilegu um verslun-
armannahelgina?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
69%
31%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
DISCOVERY TEKST Á LOFT
Skutlunni var skotið út í geim í fyrradag.
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
Tjöld
-landsins mesta úrval
í Tjaldalandi við Glæsibæ
Aztek Plus 4ra manna
Rúmgott kúlutjald. Stórt
fortjald með þremur gluggum.
Verð 19.990 kr.
Verð áður 24.990 kr.
Forsætisráðherra:
Halldór í
vesturheim
STJÓRNSÝSLA Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra og Sigurjóna
Sigurðardóttir, eiginkona hans,
halda í opinbera heimsókn til
Kanada í dag. Halldór hittir meðal
annarra forsætisráðherra Kanada
Paul Martin auk þess sem hann
heldur hátíðarræðu og tekur þátt í
hátíðarhöldum á Íslendinga-
deginum í Gimli í Manitoba. Þá
heimsækir Halldór Manitoba-há-
skóla í Winnipeg og Íslendinga-
byggðir í Norður-Dakóta í Banda-
ríkjunum. -hb
GÍSLI GUNNLAUGSSON Sölumaður á Framtíðareign telur að fasteignaverð eigi eftir að
hækka um 10-20 prósent á Akureyri á næstunni.
Um flúsund manns
komin á fijó›hátí›
Verslunarmannahelgin er a› bresta á. Ví›a um land ver›a skipulag›ar hátí›ir.
Ve›urblí›an undanfari› hefur au›velda› mótshöldurum lífi›. fiegar er uppselt í
Herjólf nema í næturfer›ir. Húkkaraballi› í Vestmannaeyjum er í kvöld.
ÚTIHÁTÍÐIR Tæplega þúsund manns
eru þegar komnir til Vestmanna-
eyja þótt Þjóðhátið hefjist ekki
formlega fyrr en á föstudaginn.
„Hér gengur allt saman eins og
best verður á kosið,“ segir Páll
Scheving, framkvæmdastjóri
ÍBV, en félagið hefur umsjón
með framkvæmd Þjóðhátíðar-
innar í Vestmanneyjum. Í dag
verður lögð lokahönd á undir-
búninginn enda verður húkkara-
ballið svokallaða í kvöld.
Veðurblíðan undanfarna daga
hefur auðveldað allan undir-
búning hjá mótshöldurum víða
um land.
„Það er miklu auðveldara að
fá fólk til að aðstoða og vinna
sjálfboðaliðavinnu þegar svona
viðrar. Þetta gengur eins og í
sögu. Hér voru um sjö til átta
þúsund manns í fyrra og við
búumst við fleiri gestum í ár
enda er þegar orðið uppselt í
Herjólf nema í næturferðirnar,“
segir Páll.
Á Akureyri er fjölskylduhá-
tíðin Ein með öllu haldin í
fimmta skiptið í ár.
„Við erum búnir að gera
góðan samning við veðurguðina
og það er stærsti samningurinn
sem við gerum. Annars verður
nóg af afþreyingu fyrir alla
aldurshópa enda er þetta hátíð
fyrir alla fjölskylduna,“ segir
Bragi Bergmann á Akureyri.
Hann ætlar að milli sextán og
sautján þúsund manns hafi lagt
leið sína til Akureyrar síðastu
verslunarmannahelgi og býst
við svipuðum fjölda í ár.
Í Galtalæk fer fram Bindind-
ismót í 45. skipti.
„Það er gaman að skemmta
sér edrú og fyrir það stöndum
við. Þetta er hátíð fjölskyldunn-
ar og þeirra sem vilja skemmta
sér án vímuefna. Hér er nóg um
að vera, mikið af leiktækjum
fyrir krakka og afþreying fyrir
alla aldurshópa,“ segir Sævar
Finnbogason, sem er í undirbún-
ingsnefnd mótsins. Hann segir
að um fjögur þúsund manns hafi
lagt leið sína í Galtalæk í fyrra
og vonast eftir fleira fólki í ár.
Á Neskaupstað fer fram úti-
hátíðin Neistaflug.
„Þetta hefur verið undirbún-
ingsvinna frá því í maí. Allt er á
ætlun og nú er verið að leggja
lokahönd á undirbúninginn.
Samanlagt má ætla að með
heimamönnum hafi verið hér
milli þrjú og fjögur þúsund
manns og þar af eru því tæplega
tvö þúsund gestir. Við hlökkum
mikið til hér á Neskaupstað,“
sagði Höskuldur Björgúlfsson.
hjalmar@frettabladid.is
FJÖR Í DALNUM Víst er að stemning verður í Herjólfsdal um helgina líkt og
Verslunarmannahelgina í fyrra. Þegar er fjöldi fólks kominn til Vestmannaeyja.
GRÁTIÐ VIÐ RÉTTARSALINN Ónefnd kona
grætur fyrir utan réttarsalinn í Angers þar
sem réttarhöldin yfir barnaníðingunum
fóru fram.
Réttarhöld yfir barnaníðingum:
Tveir fengu
28 ára dóm
FRAKKLAND, AP Franskur dómstóll
sakfelldi í gær 62 einstaklinga
fyrir þátttöku þeirra í hring þar
sem börn voru með kerfisbundn-
um hætti misnotuð, þeim nauðgað
og sett í vændi. Málið er það
stærsta af þessu tagi sem hefur
komið upp í Frakklandi. Tveir
sakborninganna voru dæmdir í 28
ára fangelsi.
Börnin voru á aldrinum sex
mánaða til fjórtán ára. Þau voru
misnotuð af foreldrum eða föður-
foreldrum og vinafólki þeirra,
stundum í skiptum fyrir áfengi,
tóbak, mat eða sígarettur.
Þrír voru sýknaðir. ■
Mannekla hjá Strætó:
Aukafer›um
sleppt
ALMENNINGSSAMGÖNGUR Næstu
þrjá daga frá og með deginum í
dag verða aukaferðir strætó eftir
stofnleiðum á álagstímunum
felldar niður. Ekki verður því ekið
á tíu mínútna fresti, en að öðru
leyti gildir leiðabókin. Á laugar-
daginn verður ekið á hálftíma
fresti.
Hjá Strætó bs. fengust þær
skýringar að ástæðan væri fyrst
og fremst mannekla. Stöðugildum
vagnstjóra hefði fjölgað við til-
komu nýja leiðakerfisins og ekki
hefði tekist að ráða nógu marga
afleysingamenn vegna sumar-
leyfa. - grs
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON. Forsætisráðherra
fer til Kanada í dag.
Voru í Baath-flokknum:
Vilja reka dóm-
ara Saddams
ÍRAK, AP Sautján af starfsmönnum
réttarins, sem undirbýr nú réttar-
höldin yfir Saddam Hussein, gætu
misst störf sín þar sem þeir voru fé-
lagsmenn í Baath-flokki Saddams
Hussein. Íraska þingið greiðir at-
kvæði um þetta um helgina, en ein-
hver andstaða er þó við það innan
þingsins.
Einn þeirra sem kann að missa
vinnuna er aðalrannsóknardómar-
inn Raid Juhi, en myndband af hon-
um að yfirheyra Saddam hefur birst
í sjónvarpi víða um heim. ■