Fréttablaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 8
28. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Viðræður um kjarnavopnaáætlun Norður-Kóreu: Beina kröfum til Bandaríkjamanna NORÐUR-KÓREA Fulltrúar Norður- Kóreustjórnar sögðu í gær að hún myndi þá aðeins hætta við kjarna- vopnaáætlun sína ef sú ógn sem hún teldi Kóreuskaganum stafa af bandarískum kjarnavopnum yrði fjarlægð og samskipti við Banda- ríkjastjórn færð í eðlilegt horf. Frá þessu greindi suður-kóreska fréttastofan Yonhap. Norður-Kóreumenn krefjast þess enn fremur að Bandaríkja- stjórn hverfi frá öllum áformum um að steypa kommúnistastjórn- inni í Pyongyang, að hún komi á kerfi sem geri friðsamlega sam- búð mögulega og lofi því að beita ekki kjarnorkuvopnum. Að því er fullyrt er í frétt Yonhap er þetta haft eftir formanni viðræðu- nefndar Norður-Kóreustjórnar, varautanríkisráðherranum Kim Kye Gwan, á öðrum degi nýrrar lotu sex ríkja viðræðnanna svo- nefndu, sem fram fara í Kína. Hlé hafði verið á viðræðunum frá því í júní 2004. Að þeim koma fulltúar Norður- og Suður-Kóreu, Kína, Japans, Rússlands og Bandaríkj- anna. - aa Undrandi á fjölgun í Reykjanesbæ Fleiri en flúsund n‡jar íbú›ir eru anna› hvort í byggingu e›a í undirbúningi í Reykjanesbæ. firátt fyrir a› nær enginn sé enn fluttur inn í n‡ju hverfin hefur íbúum bæjarins fjölga› um meira en 2,3 prósent frá áramótum. REYKJANESBÆR Íbúum í Reykjanes- bæ hefur fjölgað um meira en 2,3 prósent frá áramótum og er íbúa- fjöldi bæjarins kominn yfir 11.200 manns. Þetta er þrátt fyrir að nýtt Tjarnarhverfi sé enn í byggingu og þangað séu fáir fluttir inn. Þegar Tjarnarhverfið verður fullbyggt verða þar 550 nýjar íbúð- ir sem gera má ráð fyrir að hýsi í kringum 1.500 manns. Árni Sigfús- son bæjarstjóri í Reykjanesbæ segist vera undrandi á þessari fjölgun og vart átta sig á því hvernig á henni standi. Hann segir þetta vera athyglisverðan árangur, ekki síst í ljósi þess að nær enginn sé fluttur inn í nýju íbúðirnar í Tjarnarhverfinu. Í nýja hverfinu er nú unnið að byggingu nýs skóla og leikskóla og segir Árni áhersluna vera á að þær stofnanir verði komnar í gagnið áður en þorri fólks flytji inn í hverfið. Árni segist búast við því að skólastarf hefjist í hverfinu nú í haust og íbúarnir flytji inn á haust- mánuðum og eitthvað fram yfir áramót. Fyrstu íbúðirnar í hverf- inu, við Skólabraut, voru fullbúnar nú í júlí og er fólk flutt inn í hluta þeirra. Austan Tjarnarhverfis stendur svo til að byggja annað hverfi, Dalshverfi, sem fullbúið rúmar álíka margar íbúðir og Tjarnar- hverfið. Því er ljóst að ef allt geng- ur eftir fjölgar íbúum Reykjanes- bæjar um tvö til þrjú þúsund á allra næstu árum. Nú þegar hafa yfir hundrað umsóknir borist um byggingarlóðir í Dalshverfinu. Aðspurður hvort atvinnuástand- ið á svæðinu sé til þess fallið að taka við hinni miklu fjölgun segist Árni síður en svo hafa áhyggjur af því. Hann segir að nóg sé að gera, sérstaklega í byggingariðnaðinum. „Það þarf marga í verkin og sér- staklega vantar iðnaðarmenn jafnt sem óbreytta til að vinna við að reisa nýju hverfin,“ segir Árni. Eins segir Árni að fólk hafi vantað í margs konar störf í bæn- um undanfarið, til dæmis í iðnað, verslun og skrifstofustörf. oddur@frettabladid.is ÁRNI SIGFÚSSON OG VIÐAR MÁR AÐALSTEINSSON Bæjarstjórinn og framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs í nýju Tjarnarhverfi í Reykjanesbæ. ÁRÓÐRI HÆTT Suður-kóreskir hermenn taka niður hátalara sem notaðir voru til að út- varpa áróðri til Norður-Kóreu. Ríkin tvö hafa samið um að hætta slíkum áróðri til að draga úr spennu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V ÍK U R FR ÉT TI R NAUÐGANIR „Tilgangur átaksins er að fá karla til þess að velta fyrir sér eðli og alvarleika nauðgana,“ segir Arnar Gíslason, meðlimur í Karlahóp Femínistafélagsins. Hópurinn ýtti átakinu „Karlmenn segja nei við nauðgunum“ úr vör í gær. „Karlmenn eru í lykilstöðu til þess að breyta þessu máli,“ segir Arnar. „Það hefur lengi verið litið á nauðganir sem vandamál kvenna en því viljum við breyta.“ Arnar segir erfitt að segja til um árangur af átakinu strax, þar sem tilgangur þess sé fyrst og fremst að breyta hugsunarhætti fólks. „Við vonumst þó til þess að með tímanum skili þetta sér í meiri virðingu karla fyrir konum og komi þannig í veg fyrir nauðg- anir.“ Átakinu er hrint í framkvæmd nú fyrir verslunarmannahelgina, þegar umræða um nauðganir er oft áberandi. „Við viljum þó leggja áherslu á það að nauðganir eru vandamál allan ársins hring, ekki bara um verslunarmanna- helgina,“ segir Arnar. - ht Átaki gegn nauðgunum hrint úr vör: Vilja breyta hugsunarhætti GEGN NAUÐGUNUM Karlahópur Femínistafélagsins og V-dags samtökin kynntu stefnu sína og baráttumál gegn nauðgunum í Hljómskálagarðinum í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.