Fréttablaðið - 28.07.2005, Page 22

Fréttablaðið - 28.07.2005, Page 22
Ég hefi undanfarið fylgst með umræðunni um klám eða kyn- lífsvæðinguna svokölluðu á síð- um blaðanna og á internetinu. Hefir mér fundist hún skiptast í tvo hópa sem eru á öndverðum meiði. Annar lítur á nekt (það að tína af sér spjarirnar á þar til gerðu sviði við taktfasta tóna) og kynlífstengda þjónustu sem mis- notkun. Hinum hópnum finnst það vera val hvers og eins hvort einhver noti líkama sinn sér til framdráttar og lítur á kynlíf og klám sem hverja aðra söluvöru. Báðir þessir hópar falla í gryfju einfaldana. Fyrri hópurinn gerir sig sekan um að horfa framhjá því að mannskepnan hefir marg- víslegar „afbrigðilegar“ til- hneigingar. Tilhneigingar sem veita fólki fullnægju sem aðrir en innvígðir eiga e.t.v. erfitt með, eða reyna ekki, að skilja. Við skulum orða það þannig að hugsanlega eru ekki allir sem nota líkama sinn sér til fjárhags- legs uppihalds fórnarlömb. Hugsanlega líkar þeim að fal- bjóða líkama sinn þeim er borga vill. Fólk hefir víst eins fjöl- breyttan smekk og það er margt. Seinni hópurinn gerir full lítið úr því að manneskjan hefir ekki alltaf töglin og hagldirnar í lífi sínu. Stundum eru völdin tekin af henni í formi kynlífsþrælkun- ar og stundum taka aðstæðurnar völdin í sínar hendur og kippa undan henni fótunum, eins og gerist er fólk veikist af tiltölu- lega samfélagslegum sjúkdóm- um; alkóhólisma, spilafíkn eða kynlífsfíkn. Nú er ég ekki beint að leggja kynlífsvæðinguna að jöfnu við þessa sjúkdóma heldur það að máski liggur eitthvað annað að baki því að gerast nekt- ardansari (eða taka þátt í kyn- lífsvæðingunni) en einskær gleði yfir því að geta glatt áhorf- endur með list sinni eða þjónu- stað kynlífsþurfandi einstak- linga. Auðvitað á hver og einn að fá að hafa sínar „perversjónir“ í friði svo framarlega sem þær skaða ekki aðra. Einnig er það alkunna að of mikil bæling, hvort sem það lýtur að líkams- birtingum eða öðru, er ekki til góðs. Það sem bælt er leitar alltaf út á einn eða annan hátt. Aftur á móti verður svo að vara sig á þeim skilaboðum sem kynlífsvæðingin felur í sér, því hún klárlega hampar ekki öllum líkamsformum heldur býr til frámunalega líkamsstaðla og hlutgerir fólk, þá einkum og sér í lagi kvenfólk. Og hversu langt má svo kyn- lífsvæðingin ganga? Á hún að fá að ganga svo langt að það verði eðlilegt fyrir foreldra að svara, aðspurðir hvað barnið þeirra geri, „krakkinn minn...hann dansar nakinn uppi á sviði og eru nærbuxur hans stútfullar af peningum eftir hvern dans.“ Og hvað með andstæðingana? Hversu langt vilja þeir ganga? Á að meina fólki að hafa „perver- sjónir“ sem ekki eru taldar kór- réttar? Perversjónir sem hugs- anlega veita fólki gleði og ánægju? Hér eru engin svör veitt en því hafnað að mann- skepnan sé jafn einföld og oft- lega er gert ráð fyrir. ■ Það er ömurlegt að þurfa að keppa við ríkisfyrirtæki vegna þess að þau njóta sjálfkrafa forgjafar og sér- stöðu vegna eiganda síns. Öll jafn- ræðis- og samkeppnissjónarmið mega sín einskis vegna þess að valdhafarnir hafa ákveðið að við- komandi fyrirtæki skuli vera í rekstri á kostnað og áhættu skatt- borgarana sama hvað það kostar og hafa jafnvel breytt lögum til að þau henti ríkisfyrirtækjum betur! Valdhafar og ríkisfyrirtæki hafa margoft orðið uppvís að því að mis- nota stöðu sína og beita sér af fullu afli eins og um einkafyrirtæki sé að ræða en ekki opinber þar sem gæta skal hófs vegna forgjafar og sér- stöðu eigandans. Bendi ég sérstak- lega á RÚV, Símann og Póstinn. Hér skal tekið dæmi af Póstinum. Fyrir nokkrum árum rak undirritaður lít- ið fyrirtæki í samkeppni við Póst- inn, í dreifingu á fjölpósti, sem starfaði á þeim 5% hluta markaðar- ins sem ekki var háður einkarétti ríkisins, sem ríkisfyrirtækinu Póst- inum var úthlutað, og var sú þjón- usta virðisaukaskattsskyld. Fljót- lega varð okkur ljóst að Pósturinn var ekki að skila virðisaukaskatti og hafði ekki gert árum saman. En allir vita að ef þjónusta er veitt sem ber að innheimta virðisaukaskatt af skal skila skattinum hvort sem við- komandi fyrirtæki innheimtir hann sérstaklega eða ekki. Vöktum við at- hygli skattayfirvalda á þessum um- fangsmiklu „skattsvikum“ Póstsins, en þau aðhöfðust ekkert. Þegar við sáum að ekkert yrði aðhafst ákváð- um við að senda stjórnsýslukæru á Ríkisskattstjóra fyrir að sinna ekki embættisskyldum sínum sem og við gerðum. Og loksins fór eitthvað að gerast, en ekki alveg það sem við bjuggumst við, Ríkisskattstjóri ákvað að taka okkur í skattrann- sókn, ekki Póstinn! Var okkur tjáð að um rökstuddan grun væri að ræða fyrir rannsókninni og ógnað á annan hátt. Þessi rannsókn fór þannig að bókhaldinu var haldið í um átta mánuði og síðan skilað at- hugasemdalaust. Skilaboðin frá valdhöfunum voru augljós. En við höfðum rétt fyrir okkur varðandi virðisaukaskattinn og sannaðist það þegar Halldór Blöndal, þá sam- göngumálaráðherra, gekkst nokkr- um mánuðum síðar fyrir lagabreyt- ingu á Alþingi þannig að öll póst- dreifing varð undanþegin virðis- aukaskatti. Lög eru aldrei afturvirk en samt var Póstinum aldrei gert að greiða vangoldinn virðisaukaskatt. Við vitum öll hvað gerst hefði ef einkafyrirtæki hefði ekki skilað virðisaukaskatti uppá hundruð milljóna króna. Ég tel það augljóst að fyrirtæki í eigu ríkisins muni alltaf njóta þess að valdhafarnir eru þeirra megin og að valdhafarnir muni alltaf misnota völd sín „sín- um“ fyrirtækjum til framdráttar. Öfunda ég ekki þá aðila sem standa í rekstri á sviðum þar sem ríkis- fyrirtæki eru sterk eins og t.d. í sjónvarpi og útvarpi. Við þurfum sterk einkarekin fyrirtæki til að keppa við ríkisfyrirtækin, veita þeim aðhald og þrýsta á framþróun og samkeppnisúrbætur. Lengi lifi Baugur Group og öll þessi frábæru fyrirtæki í einkaeign sem þora. Höfundur er framkvæmdastjóri Ótrúlegu búðanna. ■ 28. júlí 2005 FIMMTUDAGUR22 fiurfum sterk einkarekin fyrirtæki Ég tel fla› augljóst a› fyrirtæki í eigu ríkisins muni alltaf njóta fless a› valdhafarnir eru fleirra megin og a› valdhafarnir muni alltaf misnota völd sín „sínum“ fyrir- tækjum til framdráttar. Öfunda ég ekki flá a›ila sem standa í rekstri á svi›um flar sem ríkisfyrirtæki eru sterk, eins og t.d. í sjónvarpi og útvarpi. JÓN JARL ÞORGRÍMSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SKRIFAR UM SAMKEPPNI VIÐ RÍKIÐ fia› sem bælt er leitar út Nýjung! fiú sér› strax hvort fla› leynist óvæntur gla›ningur í Engjaflykkninu flínu! Nýjasta Engjaþykknið er komið í verslanir Engjaþykkni með perum, karamellu og morgunkorni – gómsæt máltíð fyrir unga sem aldna. Er vinningur í lokinu? H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA ÓLAFUR GUÐSTEINN KRISTJÁNSSON BÓKMENNTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN KYNLÍF Fáir vestan Úralfjalla hefðu séð svipmót með okkur Gunther. Við vorum tíðir gestir á bókasafni aust- ur í heimi eitt misseri og alltaf var sama konan þar við afgreiðslu. Hending ein réði því hvort konan kallaði mig Gunther eða Jón. Við vorum ekki óáþekkir að vaxtarlagi, með líkt hár og báðir með gleraugu en að öðru leyti svipaði okkur ekki frekar saman en tveimur mönnum teknum með slembiúrtaki úr þjóð- skrá. En eins og menn vita austur í heim þá eru allir Vesturlandabúar eins og einungis á færi kunnáttu- manna um útlendinga að þekkja þá í sundur. Þessi vandræði okkar Gunthers hafa stundum rifjast upp þegar ég fylgist með umræðu um fjarlæga staði, öðru vísi fólk, lítt þekkta trú og framandi menningu. Fjölda- morðin í London og Írak kalla auð- vitað á sterk viðbrögð, djúpa andúð og einfaldar skoðanir. Gallinn við einfaldar skoðanir á flóknum mál- um er hins vegar sá að þær gefa ekki góða mynd af veruleikanum. Stóra einkennið á umræðu á Ís- landi er að hlutir eru ræddir í sam- hengisleysi og með tilviljanakennd- um áherslum á aukaatriði og tækni- leg málsatvik. Í umræðunni um hryðjuverkin í London og Miðaust- urlöndum er hins vegar öllu bland- að saman og það oft af sömu ástæðu og kínverskum bókasafnsverði sýndist við Gunther vera tvífarar. Menn tala til að mynda um múslima eins og þar sé um að ræða hóp manna sem sé svona en ekki hinseg- inn og um Arabaheiminn eins og þar sé um að ræða eitt land með líku fólki. Þegar IRA sprengdi sem mest í London töluðu menn hins vegar ekki um kaþólska hryðjuverka- menn, né töluðu menn um kristna hryðjuverkamenn í Bosníu eða um dauðasveitir kristinna manna í Mið- Ameríku eða í Líbanon. Hryðjuverk og fjöldamorð kristinna manna í nafni kristinna samfélaga segja okkur auðvitað ekkert um kristna trú en menn láta hins vegar eins og fólk úr brengluðustu afkimum sér- trúarsafnaða innan islam séu skýr- ar heimildir um trúarbrögð millj- arðs manna. Í þessari súpu verður minnsti af- kimi lýsandi fyrir ímyndaða heild. Margbrotin menning ólíkustu sam- félaga verður að auðskilinni flatneskju og óraflókin átök fara að passa oní íslenskar skotgrafir. Súp- an er hins vegar ekki sett í neitt ytra samhengi. Menn segja að sjálfsmorðsárásir megi skýra með sérkennum islamskrar trúar. Hvað með Tamíla á Sri Lanka sem ganga í opinn dauðann og hafa blásýruhylki með sér til frekari tryggingar? Eða japönsku kamikaze-flugmennina? Eða búddamunkana í Víetnam sem kveiktu í sér til að mótmæla banda- rísku leppstjórninni þar í landi? Eða hvað um alla þessa ungu menn sem þúsundum saman hafa gengið í opinn dauðann í hefðbundnari stríð- um á síðustu áratugum? Sumir segja að sú vel þekkta staðreynd að hryðjuverkamenn eru yfirleitt betur menntaðir en foreldr- ar þeirra og sjaldnast atvinnulausir hnekki þeirri kenningu að hryðju- verk eigi sér rætur í fátækt og von- leysi. Með sama hætti mætti segja að upprisa kommúnismans á sínum tíma hafi ekkert haft með fátækt og misrétti að gera úr því að Karl Marx hafði það fínt í London og leið- togar kommúnistahreyfinga voru menntaðir millistéttamenn. Ein vitlausasta kenningin um hryðjuverk síðustu ára er þó líklega sú að þau séu vegna andúðar múslima á lýðræði Vesturlanda. Sú kenning er í rauninni spegilmynd af kenningum Osama bin Laden um stríð okkar Gunthers og annarra Vesturlandabúa gegn islam. Hún er byggð á sams konar einfeldni og samhengisleysi og leiðir því til slæmra viðbragða. Ef eitthvað er einfalt í þessu eru það tvær staðreyndir. Önnur er sú að alls staðar eru til öfgamenn sem eru skeytingarlausir um líf sam- borgara sinna. Hin er sú að slíkir menn fá yfirleitt ekki marga til fylgis við sig og eru því til lítilla vandræða. Aðstæður í Írak og víðar hafa hins vegar á síðustu árum verið sniðnar að þörfum slíkra manna og uppskera þeirra því ríku- leg. Tilraun til skilnings á þeim að- stæðum sem færa vondum mönn- um fylgi til voðaverka er ekki stuðningur við þá eða samúð með málstað þeirra. Þvert á móti. Þetta er eina leiðin til að berjast gegn vonskunni. ■ fia› flókna og fla› einfalda Í DAG UMRÆÐA UM HRYÐJUVERK JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Hry›juverk og fjöldamor› krist- inna manna í nafni kristinna samfélaga segja okkur au›vit- a› ekkert um kristna trú en menn láta hins vegar eins og fólk úr brenglu›ustu afkimum sértrúarsafna›a innan islam séu sk‡rar heimildir um trúar- brög› milljar›s manna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.