Fréttablaðið - 28.07.2005, Side 24
Ráðið í göngulagið
Íslandsbanki skilaði uppgjöri yfir væntingum og voru
forsvarsmenn bankans að vonum ánægðir með
niðurstöðuna. Greinilegt er að bankinn er aftur að
finna fjölina sína eftir dulitla tilvistarkreppu. Tekju-
sviðin virðast öll að braggast og búið að sigla Sjóvá í
aðra höfn. Auk þess hefur bankanum orðið vel
ágengt við að fjármagna sig erlendis og unnið mark-
visst að þeim málum. Nú er spennan með uppgjör
hinna viðskiptabankanna sem birta uppgjör sín í dag.
Spákaupmenn reyna að ráða í hvað kemur upp úr
kössunum og meðal þess sem gárungar segja
óbrigðult er að ráða í göngulag stjórnenda skömmu
fyrir uppgjör. Þannig eru Lands-
bankamenn sagðir ganga hnar-
reistir þessa dagana, en göngulag
KB manna er óræðara. Markaður-
inn býst þó við góðum uppgjör-
um og margir þeirra skoðunar að
báðir bankarnir komi með upp-
gjör yfir spám greiningardeilda.
Meiri göngulagsgreining
Ef göngulagsgreiningu hefur verið beitt er ljóst að
göngulag Jóns Sigurðssonar í Össuri er ákveðið og
hnarreist þessa dagana þar sem bréf Össurar hafa
hækkað síðustu daga eins og bréf Landsbankans.
Össur birtir einnig uppgjör sitt í dag og eru margir
spenntir að fylgjast með því hvernig framleiðslufyrir-
tækjunum með kostnaði í krónum gengur að glíma
við erfiðar ytri aðstæður. Síðustu uppgjör Marel, Öss-
urar og Actavis hafa bent til þess að menn hafi náð
nokkuð vel að glíma við styrk krónunnar og spenn-
andi að sjá hvernig til tekst nú. Að vísu er vandinn
mismikill milli fyrirtækjanna og ljóst að núverandi
staða krónunnar hvetur menn
ekki beinlínis til að auka starf-
semi sína hér á landi. Ef bara
er tekið tillit til ytri aðstæðna
eru stjórnendur fjármálafyrir-
tækja léttari í spori þessa
dagana en stjórnendur fram-
leiðslufyrirtækja.
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 4.286
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 276
Velta: 2.083 milljónir
+0,22%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
Boeing skilaði betra uppgjöri á
öðrum ársfjórðungi en spáð hafði
verið. Hagnaður félagsins var 70
sent á hvern hlut sem er tíu sent-
um meira en markaðurinn hafði
gert ráð fyrir. Tekjur félagsins
hækkuðu um fimmtán prósent á
milli ára og numu fimmtán millj-
örðum Bandaríkjadala. Virði hluta-
bréfa í Boeing hefur ekki verið
hærra í fjögur ár.
Úrvalsvísitalan hækkar enn og
sló fyrra met þegar hún endaði í
4.287 stigum. Mest hækkuðu bréf í
Össuri og Landsbankanum yfir tvö
prósent. Og fjarskipti og Íslands-
banki hækkuðu einnig um meira
en eitt prósent.
Japönsk hlutabréf hækkuðu í
gær vegna styrkingar Bandaríkjadals
gagnvart jeninu. Sterkari dalur
eykur tekjur japanskra útflutnings-
fyrirtækja eins og Honda og Canon.
24 28. júlí 2005 FIMMTUDAGUR
Þegar ljóst verður í dag
hver býður hæst í Sím-
ann líður ekki langur tími
þangað til kaupsamn-
ingur verður undirrit-
aður. Drög að samn-
ingnum liggja þegar
fyrir og hafa bjóðendur
samþykkt hann í stórum
dráttum.
Seinnipartinn í dag verður ljóst
hver býður hæsta verð í Símann og
gengur til viðræðna við einkavæð-
ingarnefnd um kaup á fyrirtækinu.
Þær viðræður eiga ekki að taka
langan tíma að sögn Jóns Sveins-
sonar, formanns einkavæðingar-
nefndar. Drög að kaupsamningi
liggur þegar fyrir og þeir sem
skila inn bindandi tilboðum þurftu
að vera búnir að samþykkja drögin
í stórum dráttum í gærkvöldi. Því
eigi að vera hægt að ljúka stærstu
einkavæðingu á Íslandi fyrir lok
sumars.
Tólf hópar, sem í voru 35 inn-
lendir og erlendir fjárfestar, upp-
fylltu skilyrði einkavæðingarnefnd-
ar til að skila inn bindandi tilboðum
í dag. Síðustu vikurnar hafa þessir
aðilar fengið aðgang að ítarlegum
upplýsingum um rekstur Símans og
stjórnendur fyrirtækisins.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hafa erlendu fjárfestarnir
heltst úr lestinni og allt útlit fyrir
að enginn þeirra skili inn bindandi
tilboði. Þegar leitað er skýringa á
því eru tvær ástæður helst
nefndar; verðhugmyndir um
Símann séu of háar miðað við sam-
bærileg fyrirtæki í Evrópu og
mikil gengisáhætta vegna íslensku
krónunnar. Erfitt sé að verja sig
fyrir gengissveiflum þegar um svo
stórar upphæðir sé að ræða.
Verði þetta raunin skila aðeins
þrír innlendir hópar fjárfesta inn
tilboði í Símann. Erfitt er að full-
yrða hvort færri bjóðendur leiði til
lækkun tilboða. Árið 2001, þegar
upphaflega stóð til að selja
Símann, kom fram að eigið fé var
verðmetið á um 45 milljarða króna.
Það er svipuð upphæð og greining-
ardeildir bankanna hafa verðmetið
fyrirtækið á, ef þær nota hefð-
bundnar aðferðir. Hins vegar telja
sérfræðingar að Síminn sé meira
virði því hægt sé að hagræða í
rekstrinum. Það er því ljóst að hér
er um stærstu einkavæðingu að
ræða á Íslandi.
bjorgvin@frettabladid.is
Peningaskápurinn…
Actavis 41,40 +0,73% ... Bakkavör
38,60 +0,26%... Burðarás 16,30 -0,31%... FL Group 14,50 -0,68% ...
Flaga 4,72 +0,00% ...HB Grandi 8,50 +0,00% ... Íslandsbanki 14,05
+1,08% ... Jarðboranir 21,60 +0,47% ... KB banki 556,00 -0,71% ... Kög-
un 58,40 -1,02% ... Landsbankinn 18,70 +2,19% ... Marel 58,40 -0,85%
... SÍF 4,83 +0,63 ...Straumur 12,60 +0,40% ... Össur 82,50 +3,13%
Bjóðendur samþykkja
drög að kaupsamningi
Össur +3,13%
Landsbankinn +2,19%
Og Vodafone +1,70%
Síminn -5,66%
Kögun -1,02%
Marel -0,85%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
Umsjón: nánar á visir.is
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallar Íslands, segir að
OMX-kauphallarhópurinn hafi
haft frumkvæði að því að bjóða
Kauphöll Íslands og norsku kaup-
höllinni að ganga til liðs við sam-
stæðuna með sama hætti og þeirri
dönsku á sínum tíma. Að OMX
standa kauphallirnar í Helsinki,
Kaupmannahöfn, Riga, Stokk-
hólmi, Tallinn og Vilnius.
„Við erum alls ekki búin að
taka ákvörðun og engar viðræður
eru í gangi við OMX. Það þarf að
fara gaumgæfilega yfir kosti og
galla þess að fara inn í OMX,“
segir Þórður. Hann bendir á að
Kauphöllin sé í mikilli sókn og
ekkert liggi á.
Kauphöllin svarar tilboði OMX
í haust hvort áhugi sé fyrir því að
hefja aðildarviðræður. - eþa
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN TM hagnaðist
um rúmar 200 milljónir króna á sama tíma
í fyrra.
Spá mikilli
hagna›ar-
aukningu
TM er spáð 1,7 milljarðs króna
hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Á
sama tímabili árið 2004 hagnaðist
TM um 208 milljónir króna. Hagn-
aður Tryggingamiðstöðvarinnar á
fyrsta ársfjórðungi var 1,4 mill-
jarðar og var það yfir væntingum
markaðsaðila. Ávöxtun hlutabréfa
hefur verið góð en tap hefur verið
af vátryggingarekstri. Spár bank-
anna gera því ráð fyrir að líkt og
áður vegi gengishagnaður þungt.
Stjórnendur félagsins gera ráð
fyrir að framhald verði á tapi af
vátryggingastarfsemi fram eftir
ári. Stefnt er að því að þær skipu-
lagsbreytingar sem standa yfir
leiði til betri markaðsstöðu og
lækkandi kostnaðarhlutfalla. -dh
AFKOMA TM Á ÖÐRUM ÁRSFJÓRÐ-
UNGI – Í MILLJÓNUM KRÓNA
Spá Íslandsbanka 1.506
Spá KB banka 2.000
Spá Landsbankans 1.660
Meðaltal: 1.722
OMX leitar hófanna
LÝÐUR GUÐMUNDSSON OG BRYNJÓLFUR BJARNASON Fjárfestingafélag sem
Lýður og Ágúst Guðmundssynir ráða yfir, Exista, er meðal bjóðenda í Símann. Hér er
Lýður með Brynjólfi Bjarnasyni forstjóra Símans, en talið er að staða stjórnenda Símans
verði tryggð kaupi Exista og félagar fyrirtækið.
Reykjavíkurdeild
Rauða kross Íslands
auglýsir eftir starfsmanni á skrifstofu.
Um er að ræða 80% starfshlutfall sem felst m.a. í :
Símvörslu
almennum skrifstofustörfum
umsjón með kaffistofu
Nánari upplýsingar veitir Katla Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri í
síma 545-0400.
Umsóknum skal skila fyrir 5. ágúst nk. á skrifstofu
Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands, Laugavegi 120, 4. hæð
eða með tölvupósti á netfangið
katla@redcross.is