Fréttablaðið - 28.07.2005, Side 29
Fótboltakappinn og tískutáknið
David Beckham spókaði sig um í
Peking í Kína í vikunni. Það væri
ekki í frásögur færandi nema að
drengurinn var með glænýja hár-
greiðslu – kemur á óvart! Hárið á
honum var eilítið lengra og
broddarnir sem hafa einkennt
hann síðustu misseri alveg horfn-
ir. Real Madrid-stjarnan ku vera
mest leiðandi karlmaður í hár-
tísku í heiminum og hafa karl-
menn, ungir sem aldnir, ávallt
apað eftir honum hárgreiðslurnar.
Hann er ekki hræddur við að
leika sér með hárið en nú eru uppi
skiptar skoðanir um nýja „lúkk-
ið“.
Hárgreiðslumaðurinn Paul Merr-
itt gerði móhíkanahárgreiðsluna
sem Beckham skartaði í heims-
meistarakeppninni árið 2002 en
honum líst vel á nýju greiðsluna.
„Mér líkar það sem hann er að
reyna að gera við hárið. Mér
finnst hann flottur,“ segir Paul en
stílistinn James Galvin er á önd-
verðum meiði. „Hann hefur ekki
oft gert mistök í hári en þetta eru
mistök. Þetta er einfaldlega sítt
að aftan og mér líkar ekki mis-
munurinn á síddinni á hliðunum
og á toppnum.“
Dæmi nú hver fyrir sig.
Blóm
Fátt er sumarlegra en að vera með blóm í hárinu. Nú standa blómin í görðunum í fullum
blóma og það er tilvalið að nota þau sem hárskraut. Þau endast reyndar ekki lengi en
meðan þau lifa eru þau mun fallegri en gerviblómin sem hægt er að fá víða í verslunum.[ ]
S: 588 5518 Opnunartími • Mörkinni 6
mán. – fös. 10 – 18 • lau. 10 – 16
Mikið úrval af yfirhöfnum
á 50% afslætti
NÝ SENDING
Kjólar – Toppar
Jakkar – Skór
Fatahönnun eins og myndlist
Sýningin, sem gekk mjög vel og fékk frábærar við-
tökur, var haldin í unglistagalleríinu Klink og Bank
og þar sýndu einnig aðrir ungir hönnuðir sem eru að
stíga sín fyrstu skref í tískuheiminum. Það gekk
ekki áfallalaust fyrir sig að koma þessu öllu saman
á koppinn, því Harpa sagði sig á síðustu metrunum
úr þátttöku í tískuvikunni Iceland Fashion Week og
ákvað í kjölfarið með engum fyrirvara að halda sína
eigin sýningu. Sýningin gekk sem fyrr segir eins og
í sögu en þangað streymdi erlenda tískuelítan og
varð ekki fyrir vonbrigðum með gróskuna hjá ungu
hönnuðunum.
Tískan er ekki það eina sem Harpa hefur áhuga
á heldur hefur hún starfað töluvert við búningagerð
og stílíseringu. Svo er hún góður tískuteiknari og
segir sennilegt að mastersnám í teikningu verði
fyrir valinu þegar þar að kemur.
Harpa kýs að nálgast fatahönnunina eins og
myndlist, flíkurnar mótast í ferlinu og eru ekki
endilega fyrir fram ákveðnar.
Fötin sem Harpa sýndi á sýningunni í Klink og
Bank eru sambland af útskriftarverkefni hennar
og nýrri flíkum og um þessar mundir vinnur hún
að nýrri línu sem væntanleg er með haustinu.
Hár, hár, hár, hár, hár, hár, hár
Fótboltahetjunni David Beckham nægir ekki að vera með eina hárgreiðslu á ári og frumsýndi
glænýja greiðslu fyrr í vikunni.
Harpa Einarsdóttir vinnur nú að nýrri fatalínu sem er væntanleg
í haust.
Harpa Einarsdóttir er ung kona á uppleið. Hún hélt nýverið sína fyrstu einkasýningu hérlendis.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
ET
TY
Móhíkanagreiðslan í heimsmeistara-
keppninni árið 2002 sem kom Beckham
endanlega á hárgreiðslukortið.
Hið fræga toppatagl árið
2003.
Allt hár farið árið 2004.Fyrr á árinu var Beckham
með það aðeins styttra.
Nýja greiðslan hans Beckhams.