Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2005, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 28.07.2005, Qupperneq 43
„Minn ferill hófst uppi á Bifröst í Borgarfirði þegar ég byrjaði þar í skólahljómsveit sextán ára gam- all,“ segir Jóhann G. Jóhannsson, myndlistar- og tónlistarmaður, sem hefur sungið, spilað og samið lög í yfir 40 ár. Kjarninn úr þessu fyrsta bandi Jóhanns myndaði síðan hljómsveitina Strauma sem spilaði víða í Borgarfirði sumarið 1965 og Óðmenn urðu til ári síðar. „Þetta var skemmtilegur tími enda margt að gerast. Við vorum coverband en vorum samt að semja,“ segir Jóhann en bandið gaf út eina plötu. „Lagið Tonight is the end vakti mesta athygli af því það var sungið á ensku. Þeir voru ekki hrifnir af því á Þjóð- viljanum,“ segir Jóhann og hlær. Árið 1970 tók líf Jóhanns aðra stefnu en þá hættu Óðmenn í annað sinn. „Ég ákvað að taka hlé og byrjaði að mála,“ segir Jó- hann, sem hefur síðan unnið jöfnum höndum í tónlist og myndlist. „Í tónlistarbransanum þarf maður að hafa samskipti við félagana og menn þurfa að koma sér saman um hlutina en í mynd- listinni þarftu bara að eiga við sjálfan þig,“ segir Jóhann sem finnst hvort tveggja skemmti- legt. „Það er mjög svipuð til- finning að mála mynd sem þú ert ánægður með og að semja lag.“ Undanfarin ár hefur Jóhann lagt meira upp úr því að semja lög en spila. Á miðjum áttunda ára- tugnum fór hann að semja fyrir aðra. „Ég átti orðið svo mikið efni að ég hafði ekkert við allt þetta að gera,“ segir Jóhann sem hefur samið lög eins og Don't try to fool me sem hann söng sjálfur, Eina ósk sem Björgvin Halldórsson söng, Fljúgum hærra sem Grýl- urnar tóku svo eftirminnilega og svo mætti lengi telja. Þótt 40 ára tónlistarafmæli Jó- hanns miðist í raun við árið 2003 vinnur hann enn að verkefnum í tilefni þess. Stefnan er að gefa út disk þar sem ýmsir þekktir flytjendur taka lög eftir Jóhann. ■ 26 28. júlí 2005 FIMMTUDAGUR MAXIMILIEN ROBESPIERRE (1758-1794) lést þennan dag. Svipuð tilfinning að mála mynd og semja lag JÓHANN G. JÓHANNSSON HEFUR SUNGIÐ, SPILAÐ OG SAMIÐ Í YFIR 40 ÁR „Konungurinn verður að deyja til þess að landið geti lifað.“ Maximilien Robespierre var einn af leiðtogum frönsku andspyrnu- hreyfingarinnar. Hann sendi andstæðinga sína svo tugþúsundum skipti á höggstokkinn. timamot@frettabladid.is MYNDLISTAR- OG TÓNLISTARMAÐUR Jóhann stefnir að því að gefa út plötu á næst- unni þar sem hann ætlar að fá þekkta flytjendur til að taka lög eftir sjálfan sig. Hátt í hálf milljón manna lést þennan dag árið 1976 þegar jarðskjálfti sem mældist 8,3 á Richterskala reið yfir Kína. Skjálft- inn gereyðilagði borgina Tangsh- an sem staðsett er norðaustur af Peking. Þúsundir létust þegar aðal sjúkrahúsið í borginni hrundi og mikill fjöldi námu- verkamanna grófst undir en í borginni bjuggu 1,6 milljón manna. Tangshan var staðsett mjög ná- lægt upptökum skjálftans og varð því verst úti. Skjálftans varð þó einnig vart í nálægum borgum og í Peking þar sem íbúum var ráðlagt að búa á götum úti þar er ekki þótti öruggt að vera inni í húsum. Opinberar kínverskar tölur um fjölda látinna er 250 þúsund en nú er talið líklegra að um hálf milljón manna hafi látist í skjálft- anum. Þar með er það mesta mannfjall í jarðskjálfta á 20 öld og skjálftinn sá öflugasti síðan í Alaska árið 1964 þegar skjálfti mældist 9,2 á Richter. Uppbygging Tangshan hófst strax að loknum skjálftanum og að lokum var öll borgin endurbyggð. Hún er af þeim sökum kölluð Hin hugrakka borg Kína. Fleiri létust af völdum jarðskjálfta á fyrstu tíu mánuðum ársins 1976 en síðustu sex ár á undan. Það ár var mikil hreyfing á jarð- skorpunni allt frá Kína til Grikk- lands. 28. JÚLÍ 1976 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1662 Kópavogsfundurinn er haldinn. Helstu forystu- menn þjóðarinnar undirrita skuldbindingarskjal sem miðar að einveldi Dana- konungs hér á landi. 1750 Tónskáldið Jóhann Sebast- ian Bach andast í Leipzig. 1960 Norðurlandaráðsþing er haldið á Íslandi í fyrsta sinn. 1965 Johnson Bandaríkjaforseti ákveður að auka herafla Bandaríkjanna í Víetnam um 50 þúsund menn. 1974 Fjórðungur þjóðarinnar sækir þjóðhátíð á Þingvöll- um til minningar um 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. 2000 Síðustu föngunum úr Maze-fangelsinu í Írlandi er sleppt úr haldi. Hálf milljón ferst í jar›skjálfta Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Hvalir, skjaldbökur og hafmeyjar verða meðal þess sem fyrir augu ber á árlegri sandkastalakeppni sem haldin verður í tíunda sinn á ljósu ströndinni við Holt í Önund- arfirði á laugardaginn. Keppnin er ávallt haldin um verslunarmanna- helgi og hefur ætíð notið mikilla vinsælda enda hafa allt upp í 500 manns látið sjá sig í fjörunni að sögn Guðmundar Björgvinssonar forsvarsmanns keppninnar. „Það er nú best að vera að þessu í rigningu,“ segir Guðmund- ur en þátttaka sveiflast mjög eftir veðri og vindum. Alla aldurs- flokka má sjá berfætta á strönd- inni að moka í fötur, vökva og móta sandinn. „Það verða allir að börnum þarna,“ segir Guðmundur léttur í lundu en yfirleitt rísa um sextíu til áttatíu skúlptúrar á ströndinni en mikill fjöldi fólks kemur einnig til að fylgjast með. Trébryggja er við ströndina þar sem áhorfendur geta fengið gott útsýni yfir listaverkin. Verkin eru þó ekki langlíf og standa einungis fram að næsta flóði. ■ Hafmeyjar í sandinum M YN D /G U Ð M U N D U R SI G U RÐ SS O N FLUGVÉL ÚR SANDI Ýmis falleg listaverk gefur að líta í árlegri sandkastalakeppni í Önundarfirði á laugardag. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Guðmundía Sigurey Sigurðardóttir Hringbraut 128g, Keflavík, lést á Hjartadeild Landspítalans þriðjudaginn 19. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Hólm Snorradóttir Þuríður Árný Snorradóttir Steinar Gunnbjörnsson Erla Hrönn Snorradóttir Jóhann Steinsson Árni Ómar Snorrason Sigurlaug Ingvarsdóttir Bernódus Sigurðsson www.steinsmidjan.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ANDLÁT Þorbjörg Guðný Aradóttir, Akralandi 3, áður Þrándarlundi í Gnúpverjahreppi, lést á líknardeild Landspítalans miðviku- daginn 20. júlí. Sigurbjörg Ámundadóttir, Kristnibraut 77, Reykjavík, lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi mánudaginn 25. júlí. Svandís Guðmundsdóttir frá Kleifa- stöðum, Norðurbrún 1, andaðist á líkn- ardeild Landakotsspítala mánudaginn 25. júlí. Óskar Sigurður Guðjónsson, Hjallavegi 21, Reykjavík, lést á hjartadeild Land- spítalans við Hringbraut þriðjudaginn 26. júlí. AFMÆLI Ragnheiður Davíðsdóttir forvarnafulltrúi er 51 árs. Pétur Ormslev knatt- spyrnukappi er 47 ára. Jón Arnar Magnússon frjálsíþróttamaður er 36 ára. Birgitta Haukdal söng- kona er 26 ára.JAR‹ARFARIR 11.00 Baldvin Jóhannesson símvirki, Skúlagötu 40b, Reykjavík verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. 13.00 Ásta Jónsdóttir, Háaleitisbraut 45, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.00 Hallfreður Örn Eiríksson, Háa- leitisbraut 56, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju. 13.30 Tryggvi Ingimar Kjartansson, Brekkugötu 10, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. 14.00 Guðrún Torfadóttir, Miðtúni 12, Tálknafirði, verður jarðsungin frá Akraneskirkju. 15.00 Sigurgeir V. Snæbjörnsson, Laugateigi 26, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. FÆDDUST fiENNAN DAG 1866 Beatrix Potter barnabókahöfundur 1929 Jacqueline Kennedy Onassis 1945 Jim Davis höfundur Grettis
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.