Fréttablaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 28.07.2005, Blaðsíða 45
FÓTBOLTI Valsmenn héldu sigur- göngu sinni á heimavelli áfram í gær, en baráttuglatt lið Vals vann Fylki með þremur mörk gegn einu, í skemmtilegum leik að Hlíðar- enda. Leikurinn fór fjörlega af stað og áttu bæði lið ágætis sóknir á upphafsmínútunum. Þegar líða tók á fyrri hálfleikinn var Valsliðið sterkara, þó sóknir Fylkismanna hafi oft á tíðum skapað hættu upp við marka Vals- manna. Mikil barátta var einkenn- andi fyrir leikmenn beggja liða og áttu miðjumenn erfitt með að taka boltann niður og láta hann ganga milli manna, þar sem leikmenn gáfu ekkert eftir. Á 35. mínútu fengu Valsmenn hornspyrnu, en þeir höfðu verið með undirtökin mínúturnar á undan. Eftir ágæta sendingu Guðmundar Benedikts- sonar tókst Garðari Gunnlaugs- syni að skalla boltann í netið. Eftir markið voru Valsmenn miklu sterkari og hefðu hæglega getað bætt við marki. Valur hóf seinni hálfleikinn eins og oft áður í sumar með mikilli pressu og upp- skáru mark strax í upphafi. Þá skoraði Atli Sveinn eftir horn- spyrnu Guðmundar Benedikts- sonar. Eftir þetta var róðurinn orðinn þungur hjá Fylki. Leikmenn liðsins voru óþolinmóðir og héldu bolt- anum illa innan liðsins, en það hefur stundum verið þeirra styrk- leiki í sumar. Dugnaðurinn í miðju- mönnum Vals, og þá sérstaklega í Stefáni Helga, gerði leikmönnum Fylkis erfitt fyrir og urðu þeir oftar en ekki að reyna langar send- ingar fram á við. Á 64. mínútu tókst Björgólfi Takefusa að minnka muninn fyrir Fylki úr víta- spyrnu, en hún kom eftir að Peter Tranberg féll fimlega í teignum. Eftir markið sóttu Fylkismenn í sig í veðrið og pressuðu stíft á Valsvörnina. Valsmenn náðu þó að vinna sig inn í leikinn aftur með skynsömum leik. Á áttugustu mín- útu tókst Valsmönnum að bæta við þriðja markinu, eftir skelfileg mis- tök Helga Vals Daníelssonar í vörn Fylkis. Sigþór Júlíusson stal boltanum af Helga Vali, sem var of lengi með boltann, og lagði hann laglega fram hjá Bjarna Þórði Halldórssyni markmanni Fylkis. Stefán Helgi Jónsson átti góðan leik á miðjunni hjá Val, og stoppaði ófáar sóknirnar. „Við náum yfir- leitt að spila vel á heimavelli. Við vorum þéttir í vörninni og náðum að brjóta niður sóknirnar hjá Fylki hátt á vellinum og það gefur okkur færi á hröðum og góðum sóknum. Vonandi höldum við þessari spila- mennsku áfram,“ sagði Stefán við Fréttablaðið eftir leik. -mh 28. júlí 2005 FIMMTUDAGUR > Við vonumst til ... ... að Keflvíkingar sýni sínar bestu hliðar á Laugardalsvellinum í kvöld og bæti besta árangur íslensks félagsliðs í Evrópukeppni félagsliða. Keflavík vann fyrri leikinn gegn Etzella 4–0 en ekkert íslenskt lið hefur unnið með meira ein sex mörkum samanlagt. Með góðum stuðningi og góðri stemningu í Dalnum gæti metið fallið á Þjóðarleikvanginum. Heyrst hefur ... ... að Reynir Leósson, varnarmaðurinn trausti hjá ÍA, sé hugsanlega að spila sitt síðasta tímabil með Skagaliðinu í bili. Reynir hyggur á nám erlendis en hann hefur spilað 81 af 83 leikjum Skaga- manna í úrvalsdeildinni undanfarin fimm keppnistímabil og því er ljóst að ef af verður að það gæti orðið erfitt að fylla hans skarð í miðri Skagavörninni. sport@frettabladid.is 28 > Við hrósum ... .... Valsmönnum fyrir að halda enn í FH og sjá um leið fyrir einhverri spennu í topp- baráttu Landsbanka- deildarinnar. Valsmenn hafa unnið 9 af 11 leikjum deildarinnar sem myndi duga í toppsætið á flestum tímabilum en ekki þó í ár. Valsmenn minnku›u forskot FH-inga á toppi Landsbankadeildarinnar í sex stig me› 3-1 sigri á Fylki og ná›u um lei› átta stiga forskoti á li›i› í 3. sæti. Fylkismenn töpu›u fyrsta útileik sumarsins. Valsmenn gefa FH-ingum ekkert eftir LEIKIR GÆRDAGSINS Landsbankadeild karla: VALUR–FYLKIR 3–1 STAÐAN: FH 11 11 0 0 29–5 33 VALUR 11 9 0 2 24–6 27 KEFLAVÍK 12 5 4 3 21–24 19 FYLKIR 12 5 2 5 21–19 17 ÍA 11 5 2 4 12–12 17 KR 12 4 1 7 14–19 13 FRAM 12 3 2 7 11–18 11 ÍBV 12 3 1 8 10–24 10 ÞRÓTTUR 12 2 3 7 12–18 9 GRINDAVÍK 11 2 3 6 11–20 9 MARKAHÆSTIR: Tryggvi Guðmundsson, FH 9 Allan Borgvardt, FH 8 Matthías Guðmundsson, Val 7 Björgólfur Takefusa, Fylki 6 Hörður Sveinsson, Keflavík 6 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 5 1. deild karla: FJÖLNIR–BREIÐABLIK 2–3 0–1 Ellert Hreinsson (30.), 0–2 Olgeir Sigurgeirsson (43.), 0–3 Petr Podzemsky (52.), 1–3 Birgir Jóhannsson (57.), 2–3 Atli Guðnason (88.). VÍKINGUR Ó.–VÍKINGUR R. 0–4 0–1 Björgvin Vilhjálmsson (9.), 0–2 Rannver Sigurjónsson (40.), 0–3 Egill Atlason (83.), 0–4 Hörður Bjarnason (88.) HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 25 26 27 28 29 30 31 Fimmtudagur JÚLÍ ■ ■ LEIKIR  20.00 Þór og KA mætast á Akureyravelli í 1. deild karla.  20.00 KS tekur á móti HK á Siglufjarðarvelli í 1. deild karla.  20.00 Völsungur fær Hauka í heimsókn til Húsavíkur í 1. deild karla. ■ ■ SJÓNVARP  13.30 HM í sundi á RÚV.  17.35 Chicago Fire - AC Milan á Sýn.  19.15 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn.  19.40 Einvígi í golfi. Sergio Garcia og Greg Norman á Sýn  20.30 Landsbankadeildin 7.-12. umferð á Sýn.  22.00 Sterkasti maður heims á Sýn.  22.55 Strandblak á Sýn.  23.30 HM í sundi á Sýn.  23.50 DC United - Chelsea á Sýn. Lið í Landsbankadeildinni styrkja sig áður en félagsskiptaglugganum lokar: FÓTBOLTI Seint í gærkvöldi komu hingað til lands tveir er- lendir leikmenn sem spila með KR út sumarið. Það eru Dalibor Pauletic, 26 ára króatískur varn- armaður, og Erik Krzisnik, 31 árs miðjumaður. Mikið er um meiðsli í leikmannahópi KR og nú í síðasta leik meiddist Ágúst Gylfason á nýjan leik og verður frá í rúmlega hálfan mánuð. „Leikmannahópur okkar er ekki of stór og við viljum þétta hann fyrir lokaátökin. Þessir leikmenn sem við fáum hafa góð meðmæli frá mönnum sem þekkja vel ís- lenska knattspyrnu þannig að við bindum vonir við þá,“ sagði Sig- urður Helgason, framkvæmda- stjóri KR-Sports. Pauletic hefur spilað í efstu deild í heima- landinu en Krzisnik í næst efstu deild í Grikklandi, hann á að baki einn A-landsleik fyrir Slóveníu. Christopher Vorenkamp, bandarískur miðjumaður, hefur fengið leikheimild með ÍBV. Hann er 24 ára og hefur leikið með Minnesota Thunder í heima- landinu að undanförnu. Hann fékk leikheimild með liðinu í gærkvöldi og verður sjötti erlendi leikmaðurinn til að leika með liðinu í Landsbankadeildinni í sumar. Eyjamenn eru nú staddir í Færeyjum þar sem þeir mæta B36 í Evrópukeppninni í kvöld, fyrri leikur liðanna endaði 1-1. -egm N‡ir útlendingar komnir til KR og ÍBV Knattspyrnusamband Venesúela segir á heimasíðu sinni að landsleik milli Íslands og Venesúela í knattspyrnu, sem fyrirhugaður var 17. ágúst, hafi verið aflýst. Geir Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri knattspyrnusambands Ís- lands, segir þessa tilkynningu ótímabæra. „Það hefur ekki verið staðfest við mig enn þá að áhugi fyrir því að landslið Venesúela leiki á Laugardalsvelli 17. ágúst sé ekki fyrir hendi. Þvert á móti hef ég fengið staðfest hjá umboðsmanni knatt- spyrnusambands Íslands í Argentínu, sem hefur verið okkar tengiliður í sambandi við þennan leik, að leikurinn fari fram. Þetta er líka svolítið ein- kennilegt þar sem ekki var búið að ganga frá lausum endum í sambandi við leikinn. Það átti eftir að ná samkomulagi um ferðatil- högun og ýmislegt fleira.“ Ásgeir Sigurvinsson, annar þjálfara íslenska landsliðs- ins, var áhyggjufullur þegar hann heyrði af þessu. „Það verða mikil vonbrigði ef ekki verður hægt að staðfesta leikinn 17. ágúst, því það er ekki mikill tími til þess að undir- búa annan leik á sama tíma. Við Logi Ólafsson erum þegar byrjaðir að búa okkur undir leikinn gegn Venesúela og getum ekki annað en vonast eftir því að leikurinn fari fram, eins og rætt hefur verið um.“ Fjölmiðlar í Venesúela hafa gagnrýnt för landsliðsins til Íslands og segja hana peningasóun. Á heimasíðu knattspyrnu- sambands Venesúela stendur jafnframt að í stað íslenska liðsins leiki Venesúela gegn landsliði Ekvador í borginni Loja, sem er í suðurhluta Ekvador. Landslið Venesúela er sem stendur 24 sætum fyrir ofan hið íslenska, í 68. sæti, en Ísland er númer 92. Landslið Ekvador hefur hins vegar hækkað sig jafnt og þétt á listanum og er í sæti númer 33. KNATTSPYRNUSAMBAND VENESÚELA: HEFUR ÞEGAR TILKYNNT AÐ LEIKNUM HAFI VERIÐ AFLÝST Leikurinn gegn Venúsúela í lausu lofti 3-1 Valsvöllur, áhorf: 900 Jóhannes Valgeirsson (5) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 14–7 (5–3) Varin skot Kjartan 2 – Bjarni Þórður 2 Horn 4–4 Aukaspyrnur fengnar 10–9 Rangstöður 0–1 1–0 Garðar Gunnlaugsson (35.) 2–0 Atli Sveinn Þórarinsson (48.) 2–1 Björgólfur Takefusa, víti (64.) 3–1 Sigþór Júlíusson (80.) Valur *MAÐUR LEIKSINS VALUR 4–4–2 Kjartan 6 Steinþór 6 Atli Sveinn 7 Grétar 7 Bjarni Ólafur 6 Matthías 7 *Stefán Helgi 7 Sigurbjörn 7 (88. Hálfdán –) Sigþór 6 Guðmundur 7 (74. Kristinn –) Garðar 7 (83. Sigurður –) FYLKIR 4–3–3 Bjarni Þórður 5 Ragnar 6 Valur Fannar 7 Helgi Valur 5 Gunnar Þór 4 Guðni Rúnar 5 Tranberg 5 Jón Björgvin 5 (59. Hrafnkell 5) Viktor Bjarki 6 Björgólfur 7 (83. Björn Viðar –) Christiansen 6 (80. Eyjólfur –) Fylkir 3 MÖRK Í SUMAR Hafþór Ægir Vilhjálms- son hefur skorað 3 mörk fyrir ÍA í sumar. TÍUNDA MARKIÐ HJÁ GARÐARI Í SUMAR Garðar Gunnlaugsson hefur skorað tíu mörk fyrir Val í sumar, fjögur í Landsbankadeildinni og sex í VISA-bikarnum. Hér kemur hann Val í 1-0 í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hafþór Vilhjálmsson hjá ÍA: Fer til reynslu í Danmörku FÓTBOLTI Hafþór Ægir Vilhjálms- son, leikmaður meistaraflokks ÍA í knattspyrnu, heldur til Dan- merkur um næstu helgi og verður þar til reynslu hjá danska úrvals- deildarliðinu FC Midtjylland. Frammistaða Hafþórs með ÍA í sumar hefur vakið athygli, en þetta er hans fyrsta tímabil með meistaraflokki félagsins. Hafþór leikur oftast vinstra megin á miðj- unni, og hefur staðið sig vel í þeirri stöðu í sumar. Hafþór er nítján ára gamall og hefur leikið með ÍA í öllum yngri flokkum. -mh EITT SÍMANÚMER UM LAND ALLT GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.