Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2005, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 28.07.2005, Qupperneq 47
30 28. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Svo virðist sem ég sé ekki sannur Ís- lendingur því ég hef aldrei farið á útihá- tíð um verslunar- mannahelgi. Þær upplýsingar fékk ég í gegnum auglýs- ingu fyrir einhverja útihátíðina sem ég heyrði í út- varpinu fyrir skemmstu. Hún var eitthvað á þessa leið: „Það hafa allir sannir Íslendingar komið á [ónafn- greinda útihátíð] að minnsta kosti einu sinni. Þeir sem ekki hafa gert það vita ekki hvernig sannir Íslend- ingar skemmta sér.“ Ég verð að fá að vera ósammála þessari auglýsingu og þótt ég hafi aldrei farið á útihátíð hef ég svo sannarlega skemmt mér um verslunarmannahelgina. Fyrstu þrettán ár ævi minnar eða svo fór ég nefnilega í Kerlingar- fjöll þar sem pabbi minn, ásamt öðrum góðum mönnum, stóð fyrir árlegu Old Boys-móti á skíðum. Það var yndislegt að skíða allan daginn á stuttermabol í glampandi sól og slappa svo af í pottunum seinni partinn undir fögrum tónum Álfa- drottningarinnar Unnar Eyfells. Inn á milli þess skoppuðu krakk- arnir á trampólínunum, mömm- urnar löguðu fordrykki og pabb- arnir grilluðu í skjólinu af Nípunum. Kvöldvökurnar, sem öll fjölskyldan fór saman á, voru alveg frábærar, jafnvel þótt starfsfólkið setti upp sömu grínþættina ár eftir ár. Síðasta kvöldið var svo haldið á ball þar sem allir dönsuðu saman við lagið um „Stjána saxafón“ í boði húshljómsveitarinnar. Þetta var sko sönn fjölskylduskemmtun en því miður lögðust þessar ferðir af vegna hækkandi meðalaldurs og versnandi heilsu keppenda. Mér finnst svolítið skrítið að kalla útihátíðir sanna skemmtun miðað við þær fréttir sem berast ár eftir ár af slagsmálum, ofurölvun og hrottafengnum nauðgunum. Ferðir eins og þær sem voru farnar í Kerlingarfjöll eru það sem ég vil kalla sanna skemmtun og ég er viss um að minningar mínar um þær lifi mun lengur en þeirra sem muna varla hvað þeir heita undir lok útihátíðar. STUÐ MILLI STRÍÐA SÓLEY KALDAL KANN AÐ SKEMMTA SÉR ÞÓ HÚN HAFI ALDREI FARIÐ Á ÚTIHÁTÍÐ. Ógleymanlegar stundir í Kerlingarfjöllum M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Er formið betra? Já, já! Tennurnar eru komnar á sinn stað aftur og heilahristing- urinn var ekki nærri eins alvarlegur og fyrst var talið! Algjört ofmat! og enn einu sinni... þúsund þakkir fyrir þessi flottu plast- blóm! Gjörðu svo vel! Takk! Þú færð þau aftur næst! Það verður nú langt þangað til næst, vinur! Hellúúúúú Marílúú.... Jaa, heimsóknar- tíminn er jú ekki fyrr en eftir fjóra tíma! Hvert þó í..?!! Bless elsku hjarta.... Leyfðu mér að klípa aðeins í þig elskan! Geiiiisp! Geiiiisp! Já, kannski. Gott kvöld, eiginlega bara! Þetta er „hann er með brjálæðislegt augnaráð“ -svipurinn minn. Þú færð það sem þú sérð. Svo þetta vogris dót er frekar smitandi, ha? Ó, já, mjög. Þetta smitast eins og eldur í sinu svo Solla verður að vera heima í nokkra daga. Og við þurfum að þvo hendurnar okkar oft og sótthreinsa allt sem krakkarnir hafa snert svo við ... ... smitumst ekki. Of seint. Blikk! Blikk!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.