Fréttablaðið - 28.07.2005, Qupperneq 48
41FIMMTUDAGUR 28. júlí 2005
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
26 27 28 29 30
Fimmtudagur
JÚLÍ
Félagsskapurinn N‡hil
stendur fyrir ljó›ahátí›
nú um helgina. Á sama
tíma koma út tvær
bækur á vegum N‡hil.
Eiríkur Örn Nor›dahl
me›limur í N‡hil segir
a› aldrei á›ur hafi veri›
haldin slík hátí› hér á
landi.
Á morgun og á laugardaginn fer
fram Alljóðlega þjóðahátíðin, fyrsta
alþjóðlega ljóðahátíð félagsskapar-
ins Nýhils. Hátíðin fer fram í Nor-
ræna húsinu og Klink & Bank. Sex
erlend ljóðskáld verða flutt inn til
landsins af því tilefni, en þau eru
Anna Hallberg (Svíþjóð), Christian
Bök (Kanada), Catharina Gripen-
berg (Finnland), Billy Childish
(Bretland), Jesse Ball (Bandaríkin),
og Lone Hørslev (Danmörk). Fjöl-
mörg íslensk skáld taka einnig þátt
í hátíðinni.
Hátíðin verður sett með ávarpi
Eiríks Arnar Norðdahl og Halldórs
Arnar Úlfarssonar klukkan níu á
föstudagskvöldið í Klink og Bank og
eftir það tekur við hvert skáldið af
öðru og fer með ljóð. Þeir sem stíga
á svið eru meðal annars Haukur
Ingvarsson, Þórdís Björnsdóttir og
Billy Childish. Tónlistarmaðurinn
Mugison treður einnig upp sem og
hljómsveitin Reykjavík!.
„Þetta er alþjóðleg ljóðahátíð
Nýhils og verðum við þarna með
heljarinnar ljóðapartí og húllumhæ.
Við í Nýhil höfum aldrei gert neitt
svona stórt áður og ég er ekki viss
um að eitthvað þessu líkt hafi verið
gert áður á Íslandi því þessar bók-
menntahátíðir sem eru haldnar hér
á landi eru skáldsagnahátíðir en
ekki ljóðahátíðir,“ segir Eiríkur.
Heiti félagsskaparins Nýhil er
komið úr latínu en í því máli þýðir
nihil ekkert og að sögn Eiríks kallar
félagsskapurinn sig Nýhil til að-
greiningar frá latneska orðinu því
um sé að ræða nýja leið til að öðlast
tilgangsleysi í gegnum ljóð.
Um helgina koma einnig út tvær
bækur frá Nýhil, annars vegar er
það þriðja bók í flokki Afbóka Ný-
hils, Af ljóðum, en fyrstu tvær bæk-
urnar voru Af stríði (2003) og Af
okkur (2004) og hins vegar er það
ástarljóðabók Nýhils, Ást æða
varps.
Af ljóðum er 180 síðna bók en í
henni eru greinar, ljóð og ljóðaþýð-
ingar eftir innlenda og erlenda höf-
unda.
Ást æða varps inniheldur ástar-
ljóð eftir nokkra Nýhilista: Eirík
Örn Norðdahl, Hauk Má Helgason,
Hildi Lilliendahl Viggósdóttur,
Kristínu Eiríksdóttur, Ófeig Sig-
urðsson, Óttar Martin Norðfjörð og
Val Brynjar Antonsson. Ritstjórar
eru Ófeigur Sigurðsson og Haukur
Már Helgason.
Hátíðin heldur svo áfram á laug-
ardaginn og hefst dagskráin með
tvískiptu málþingi í Norræna hús-
inu klukkan 12 þar sem annars
vegar verður fjallað um íslenska
samtímaljóðlist og hins vegar um
avant-gardisma vs. jaðarmenningu.
Klukkan 21 verður svo dagskrá í
Klink og Bank sem hefst klukkan
21. Þar koma fram meðal annarra
Kanadamaðurin Christian Bök, sem
Eiríkur segir stærsta nafnið á hátíð-
inni, Þórunn Valdimarsdóttir, Cat-
harina Gripenberg og svo slær ís-
firski trúbadorinn Skúli Þórðarson
botn í uppákomuna ásamt hljóm-
sveit sinni Sökudólgunum.
Eiríkur segir að ókeypis sé inn á
hátíðina og að allir séu hjartanlega
velkomnir. ■
...opnun sýningar Sigga P. í
Deiglunni á Akureyri klukkan
17.00 í dag. Þar verða sýnd olíu-
málverk sem hann hefur málað í
Hrísey.
...tónleikum hljómsveitarinnar
Snakebird á Kaffi Kúltúra
klukkan 21. Hljómsveitina skipa
Þorvaldur Geirsson söngur/gítar,
Númi Björnsson gítar og Hjörtur
Geirsson bassi.
...sýningum hjónanna Ás-
mundar Ás-
mundssonar
og Gunnhildar
Hauksdóttur
sem opna í
Kling og Bang
gallerí á morgun klukkan 17.
Verkið hér að ofan er eftir Gunn-
hildi.
Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson
leika á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju í
dag.
Tónleikarnir hefjast klukkan 12.00 og standa í
um hálfa klukkustund. Á efnisskránni eru
hefðbundin ættjarðarlög, Land míns föður
eftir Þórarin Guðmunds-
son, Hver á sér fegra
föðurland eftir Emil
Thoroddsen og Lofsöng-
ur Sveinbjörns Svein-
björnssonar. Einnig
leika þeir íslensk ein-
söngslög, Drauma-
landið eftir Sigfús Ein-
arsson og Nótt (Nú
ríkir kyrrð í djúpum
dal) eftir Árna Thor-
steinsson. Þá eru flutt
dægurlög sem á
síðari árum hafa fest sig í sessi sem ættjarðar-
lög, Ísland er land þitt eftir Magnús Þór Sig-
mundsson og Fylgd eftir Sigurð Rúnar Jóns-
son.
Öll er þessi lög að finna á hljómdiski sem
kom út í fyrra með leik Sigurðar og Gunnars
og nefnist Draumalandið.
Hann var hljóðritaður í Laug-
arneskirkju og tilnefndur til
íslensku tónlistarverðlaun-
anna.
Innipúkinn 2005 verður haldinn um helgina.
Uppihitun fyrir hátíðina hefst á morgun í garð-
inum við 12 Tóna á Skólavörðustíg þar sem
Stórsveit Nix Noltes kemur fram ásamt Þóri.
Klukkan 22.00 verða svo aðrir upphitunartón-
leikar á Grand Rokk þar sem Jonathan
Richman kemur fram og sér Þórir einnig um
upphitun á þeim tónleikum. Innpúkinn hefst
svo á laugardaginn klukkan 15.00 á NASA með
tónleikum Donnu Mess og verður stanslaus
dagskrá fram á rauða nótt bæði á laugardag og
sunnudag þar sem ýmis erlend og íslensk bönd
koma fram.
Miða á Innipúkann er hægt að nálgast í
verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg, í verslun
Hive við Grensásveg og á midi.is.
menning@frettabladid.is
!
Við eigum nóg af tjaldstæðum
Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
5/7, 11/7, 12/7, 13/7 kl. 14-18 6/7, 7/7, 8/7, 14/7, 15/7, 17/7, 22/7, 28/7 kl. 14-20
10/7, 17/7 kl. 12-18 LOKAÐ 18/7 - 21/7, 23/7-27/7, 29/7-11/8
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren • Í samstarfi við Á þakinu
Lau 13/8 kl 14, Su 14/8 kl 14, Lau 20/8 kl
14, Su 21/8 kl 14
ÖRLAGAEGGIN-SÖNGLEIKUR
Allra síðasta sýning 28/7
EKKI MISSA AF…Ættjarðarlög í nýju ljósi
Tusquets-útgáfan á
Spáni hefur keypt út-
gáfuréttinn á nýjustu
skáldsögu Guðbergs
Bergssonar, Lömuðu
k e n n s l u k o n u r n a r.
Bókin kom út hjá
JPV fyrir síðustu jól
og var tilnefnd til
Menningarverðlauna
DV.
Tusquets-útgáfan
er með virtustu út-
gefendum Spánar og
gefur meðal annars
út verk Milans Kund-
era. Tusquets hefur
þegar gefið út nokkr-
ar af bókum Guð-
bergs sem hafa vakið
mikla athygli og hlot-
ið góða dóma á Spáni.
Þýðandinn er mál-
vísindamaðurinn En-
rique Bernardez sem
hefur þýtt aðrar
bækur Guðbergs,
auk Njálssögu,
Egilssögu og fleiri
sagna. ■
Lömu›u kennslu-
konurnar til Spánar
GUÐBERGUR BERGSSON
Nýjasta skáldsaga Guðbergs,
Lömuðu kennslukonurnar,
hefur verið seld til Spánar.
Nýhil stendur
í stórræðum
■ ■ TÓNLEIKAR
12.00 Sigurður Flosason og
Gunnar Gunnarsson leika á hádeg-
istónleikum í Hallgrímskirkju. Á efn-
isskránni eru hefðbundin ættjarðar-
lög, Land míns föður eftir Þórarin
Guðmundsson, Hver á sér fegra föð-
urland eftir Emil Thoroddsen og Lof-
söngur Sveinbjörns Sveinbjörnsson-
ar. Einnig leika þeir íslensk einsöngs-
lög, Draumalandið eftir Sigfús Einars-
son og Nótt (Nú ríkir kyrrð í djúpum
dal) eftir Árna Thorsteinsson. Þá eru
flutt dægurlög sem á síðari árum
hafa fest sig í sessi sem ættjarðarlög,
Ísland er land þitt eftir Magnús Þór
Sigmundsson og Fylgd eftir Sigurð
Rúnar Jónsson.
20.00 Stórsveit Nix Noltes heldur
tónleika á Hótel Borg þar sem flutt
verða lög af væntanlegri breiðskífu
sveitarinnar. Sveitin leikur þjóð-
lagatónlist frá Balkanskaga og
Búlgaríu í eigin útsetningum. Hud-
son Wayne hitar upp.
20.00 Dorthe Højland og félagar
halda tónleika í Norræna Húsinu.
Tónleikarnir bera yfirskriftina Spaces
and places og þar er teflt saman
landslagsmyndum frá Íslandi, eftir
sænska ljósmyndarann Fredrik Holm
og tónsmíðum danska saxafónleikar-
ans Dorthe Højland. Sveit Dorthe
Højland skipa Jacob Højland, píanó
og hljómborð, Andreas Dreier, bassi,
Sören Olsen, trommur og loks
Dorthe Højland , á alt og sópran
saxafón.
21.00 Hljómsveitin Snakebird
heldur tónleika á Kaffi Kúltúra.
Hljómsveitina skipa Þorvaldur Geirs-
son söngur/gítar, Númi Björnsson
gítar og Hjörtur Geirsson bassi.
21.00 Raftónlistarveisla í KlinK og
BanK, Brautarholti. Veislugestir eru;
hinn þýski Binaer, austurríkismaður-
inn Franz Pomassl, Product 8, Aux-
pan og hinir landsþekktu Reptilicus.
Aðgangseyrir er 500 krónur.
22.00 Danska þjóðlagasveitin Mov-
ing Cloud heldur tónleika á Gauki á
Stöng.
22.00 B3 Tríó með tónleika á
Pravda Bar. Tríóið skipa þeir Agnar
Magnússon á orgel, Ásgeir Ásgeirs-
son á gítar og Erik Qvick á trommur.
Aðgangur er ókeypis.
22.00 Hljómsveitin THE HEAVEY
COATS frá Bandaríkjunum leikur á
Grand Rokk.
■ ■ OPNANIR
17.00 Siggi P. (Sigurður Pétur
Högnason) opnar sýningu í Deigl-
unni í dag. Á sýningunni eru olíu-
málverk sem hann hefur málað í
Hrísey. Sýningin stendur til 21. ágúst
og er opin alla daga nema mánu-
daga frá kl. 13 til 17.
■ ■ UPPÁKOMUR
20.00 Sirkus Jim Rose með sýn-
ingu á Broadway. Miðaverð er 2.500
kr og aldurstakmark er 18 ár. Húsið
opnar kl. 19:00 og sýning hefst kl.
20:00.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
SIGURÐUR FLOSASON
OG GUNNAR GUNN-
ARSSON Leika ætt-
jarðarlög á tónleikum í
Hallgrímskirkju sem hefj-
ast klukkan 12.00 í dag.
EIRÍKUR ÖRN NORÐDAHL Félags-
skapurinn Nýhil stendur fyrir sinni fyrstu
alþjóðlegu ljóðahátíð nú um helgina og
segir Eiríkur, einn meðlima Nýhils, að
mikill hugur sé í Nýhilistunum.
Sannkölluð raftónlistarveisla
verður haldin í Klink og Bank í
Brautarholti í kvöld. Fram koma
Binaer frá Þýskalandi, Austurríkis-
maðurinn Pomassl, Product 8, Aux-
pan og hljómsveitin Reptilicus.
Binaer er heitasti plötusnúður
Vínarborgar um þessar mundir og
Franz Pomassl hefur vakið mikla at-
hygli með kraftmikilli framkomu.
Auk þess að vera þekktur í raftón-
listargeiranum er hann fyrrum ást-
maður hinnar þekktu söngkonu
Ninu Hagen.
Reptilicus kemur fram opinber-
lega á Íslandi í fyrsta skiptið í 10 ár
og verður þetta einnig í það síðasta.
Auxpan og Product 8 þarf varla að
kynna fyrir raftónlistaráhugamönn-
um og sýna þeir listir sínar í kvöld.
Tónleikarnir í kvöld byrja
klukkan 21.00 og er aðgangseyrir
500 krónur. ■
Raftónlistarveisla í kvöld
BINAER Þjóðverjinn Binaer mun þeyta
skífum í Klink og Bank í kvöld.