Fréttablaðið - 28.07.2005, Side 54

Fréttablaðið - 28.07.2005, Side 54
Hér á landi fást fimm tegundir vína frá Deakin Estate í öllum helstu Vín- búðum. Eitt þeirra er Deakin Estae Merlot sem þykir ein bestu kaup í áströlskum vínum í dag. Áströlsk blöð hafa verið óspör á lofsyrði, The Courier Mail gaf víninu 88 stig og telur það „bestu kaupin“ og mælir sérstaklega með því með grilluðu lambi eða jafnvel pizzum, sé áleggið af veglegri gerðinni! Herald Sun segir það „hitta beint í mark með ferskleika sínum“. The Advertiser bendir á að flest góð merlot-vín séu afar dýr en hér sé vín á ferðinni sem gefi dýrum vínum ekkert eftir en sé á afar hagstæðu verði. Vínin komu fyrst á markaðinn 1994 í takmörkuðu upplagi. Allar götur síðan hefur Deakin Estate jafnt og þétt aukið fram- leiðsluna og hlotið fjölmörg verðlaun, sem hefur leitt til þess að núna fást vínin um allan heim og nýlega bættist Ísland í hópinn. Verð í Vínbúðum 1.290 kr. FIMMTUDAGUR 28. júlí 2005 37 Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 • Skífan Smáralind • Skifan Kringlunni • www.skifan.is ...skemmtir þér ; ) KOMIN Í SKÍFUNA á sumartilboði aðeins 1999 kr. POTTÞÉTT 382FÖLD GEISLAPLATA 1.999 kr. Suður-afrísk vín hafa náð miklum vinsældum hérlendis undan- farin ár. Þau eru jafnan kraftmikil og bragðrík en megin- ástæðan fyrir vinsældunum er eflaust hagstætt verð. Þótt suður-afrísk vín séu tiltölulega ný hér á landi eru fram- leiðendur þarlendis engir nýgræðingar í víngerð. Nederburg er eitt stærsta vínhús landsins og á sér yfir 200 ára sögu. Nederburg hefur hlotið fleiri alþjóðleg verðlaun en nokkur önnur víngerð í landinu og verið í fararbroddi í nýjungum. Nederburg Shiraz Pinota- ge hentar vel með kjöti, sérstaklega grilluðu. Nederburg Shiraz Pinotage hefur fengið góðar viðtökur á Norðurlöndunum og fengið góða dóma í blöðum í Danmörku. Má nefna að Vinavisen gaf því fimm stjörnur eða hæstu einkunn. Verð í Vínbúðum 1.090 kr. DEAKIN ESTATE: Mjúkt merlot með lambinu NEDERBURG: Fimm stjörnu vín VEITINGASTAÐURINN SALT PÓSTHÚSSTRÆTI 2, 101 REYKJAVÍK Hvernig er stemningin? Flott hönnun og stað- setning gera staðinn sérstaklega glæsilegan. Staðurinn er látlaus og stemningin þægileg og gaman er að fara á staðinn í léttan hádegismat jafnt sem fínan kvöldverð. Matseðillinn: Áhersla er lögð á úr- val íslensks hráefnis sem er matreitt að hætti Miðjarðarhafslandanna. Fiskur er áberandi, en boðið er upp á ferskasta fiskinn sem fæst hverju sinni, þrjár tegundir sem hægt er að fá í þremur útfærslum; saltbak- aðan, rósmarín-ristaðan og krydd- gljáðan. Einnig eru á boðstólum nautalundir og salt og sítrónubakað lambakjöt, auk léttari rétta í anda Spánar, Portúgals og Ítalíu á borð við risotto og pasta. Bloody Mary- súpa sem inniheldur vodka er at- hyglisverð. Í forrétt er meðal annars boðið upp á humartríó, parma- skinku, snigla og túnfisk. Réttir dagsins: Ekki er boðið upp á rétt dagsins en í náinni framtíð verður breytilegur matseðil enda á staðurinn nú þegar marga fastakúnna úr viðskiptalífi borgar- innar. Vinsælast: Í hádeginu er fiskurinn vinsælastur en á kvöldin er meira beðið um nautakjöt og lamb. Svalt salt » FA S T U R » PUNKTUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.