Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2005, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 28.07.2005, Qupperneq 55
Stóru kvikmyndaverin eru strax farin að búa sig undir baráttuna um Óskarinn árið 2006. Ein þeirra mynda sem kemur sterklega til greina er nýjasta mynd Steven Spi- elberg, Munich. Steven Spielberg ætlar ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur í næstu mynd sinni. Hann er búinn að skila af sér sínum sumarsmelli, War of the Worlds, og varla hægt að segja að hann hafi haft mikinn áhuga á að kynna hana. Tom Cruise sá um það með ástar- fregnum og brjálæðisköstum en Spielberg er horfinn til annarra verka, búinn að koma sér fyrir á Möltu, byrjaður að taka upp nýja kvikmynd um efni sem hefur átt hug hans allan undanfarin ár. Kvikmyndin, sem heitir Munich, fjallar um eftirmála gíslatökunnar á Ólympíuleikunum í Munchen árið 1972. Hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum 23. desember og verða Eric Bana og Geoffry Rush í aðalhlutverkm. Það má því reikna með að Munich geri tilkall til Ósk- arsins ef vel tekst til. Svarti september Ólympíuleikarnir í Munchen eru þekktir fyrir tvennt; afrek Mark Spitz í sundlauginni og hina óþekktu ógn sem lúrði í leyni en lét á sér kræla á leikunum, svo um munaði. Heimsbyggðin varð vitni að því þegar ísraelskir íþrótta- menn voru myrtir með köldu blóði af palestínskum hryðjuverkasam- tökum sem kölluðu sig „Svartur september.“ Speilberg hefur aldrei tekið jafn mikla áhættu á ferli sínum og með þessari mynd sem verður óhjá- kvæmilega umdeild. Hann eign- aðist marga góða vini meðal valda- mikilla gyðinga þegar hann gerði Schindler’s List. Hann fer því ótroðnar slóðir á sínum kvik- myndaferli með því að gera mynd um jafn eldfimt málefni og sam- skipti Ísraels og Palestínu. Spielberg hefur farið víða í efn- istökum. Hann ræddi meðal annars við rabbína sinn og Dennis Ross, bandarískan diplómat sem lét Ísra- elsstjórn vita af gerð kvikmyndar- innar. Talið er að með gerð þess- arar kvikmyndar sé Spielberg jafn- vel að fórna þeirri stöðu sem hann hefur haft meðal gyðinga í Banda- ríkjunum og Ísrael. Í upphafi var morðið Munchen hefst á morðum Svarta september. Hún fjallar þó að mestu leyti um leynilega aðgerð fyrir- skipaða af forsætisráðherra Ísra- els, Goldu Meir. Mossad leyniþjón- ustan í Ísrael var fengin til að elta uppi og drepa þá hryðjuverkamenn sem grunaðir voru um að hafa staðið að baki hryðjuverkunum í Munchen. Kvikmyndin fjallar ekki síst um þá sálarangist sem þessir menn lentu í þegar þeir veltu fyrir sér hvort mennirnir sem þeir væru að drepa kynnu að vera saklausir menn. Kallast þetta á við þá at- burði sem gerðust nýverið í London þegar brasílíski rafvirkinn Jean Charles de Menezes var skotinn til bana af lögreglu. Kvikmyndin verður byggð á handriti leikritaskáldsins Tony Kushner. Hann skrifaði þátta- röðina Angels in America sem síðar varð að margverðlaunaðri sjónvarpsþáttaröð. Enn fremur byggir Spielberg mynd sína að ein- hverju leyti á umdeildri bók eftir George Jones sem kom út árið 1984 og segir reynslusögur sumra sem tóku þátt í þessum leyniaðgerðum Mossad leyniþjónustunnar. Þá hafa borist sögur af því að einn þeirra sem taki virkan þátt í gerð mynd- arinnar og sé Spielberg innan handar sé Juval Aviv en talið er að aðalpersóna myndarinnar sé byggð á honum. Úrslitaviðburður Steven Spielberg hefur sjálfur ekki látið neitt hafa eftir sér og vill ekki ræða við fjölmiðla um málið. Hann sendi frá sér yfirlýsingu til banda- ríska blaðsins New York Times, ísraelska blaðsins Ma’ariv og arab- ísku sjónvarpsstöðvarinnar Al Arabiya þar sem hann sagði at- burðina árið 1972 „úrslitaviðburð í sögu Miðausturlanda.“ Starfsfólk Spielbergs segir leikstjórann gera sér fyllilega grein fyrir því að hann sé að leggja orðspor sitt að veði með þessari mynd og hann sé með- vitaður um að bæði Palestínumenn og Ísraelar geti miskilið hana og litið á myndina sem árás á sig. ■ STEVEN SPIELBERG Er byrjaður á umdeildasta verkefni sínu hingað til en það er mynd um sérsveit sem á að drepa grunaða hryðjuverkamenn. 38 28. júlí 2005 FIMMTUDAGUR FRUMSÝNDAR UM HELGINA FRUMSÝNDAR UM HELGINA Mistök eða gæfu- spor Spielbergs? bio@frettabladid.is „Frægðin er fyrir umboðsmenn, ekki fyrir leik- ara,“ lét Robert Duvall hafa eftir sér. Hann hefur ávallt haldið sig utan sviðsljóssins og ekki verið að trana sér fram. Þrátt fyrir að margar myndir Duvall séu enginn meistara- stykki og margar hverjar fallnar í gleymsk- unnar dá þá eru þær fleiri sem eru ógleym- anlegar. Duvall klikkar allavega sjaldan. Leikarinn, sem er með andlit forseta og sterk persónueinkenni, er búinn að vera að í fjörutíu ár. Hann vakti athygli í kvikmyndinni To Kill a Mockingbird sem hinn þroskahefti Arthur Boo Radley. Myndin var tilnefnd til átta Óskarsverðlauna og fékk mótleikari Duvall, sjálfur Gregory Peck, verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Duvall fór þó að leika aðeins í sjónvarpi eftir velgengni þess- arar myndar enda voru kvikmyndaleikarar ekki á jafn svimandi háum launum þá og þeir eru í dag. Það er því óhætt að kalla Duvall leikara af gamla skólanum. Hann tók upp samstarf við leikstjórann Robert Alt- man og lék í tveimur myndum eftir hann, Countdown þar sem Duvall hitti fyrir James Caan og M.A.S.H., háðsdeilu á stríðið í Víetnam. Það eru þó enn tvö hlutverk sem fólk minn- ist á þegar nafn Duvall er nefnt. Annars vegar sem hinn jarðbundni en ákveðni lög- fræðingur Tom Hagen í fyrstu tveimur Guð- föður myndunum og hins vegar sem hinn kolgeðveiki herforingi Bill Kilgore. Hann hafnaði hlutverkinu í þriðju Guðföður myndinni vegna þess að honum fannst hlut- verk sitt ekki vera nægjanlega vel metið. Duvall hefur ekki sóst eftir því að leika í ein- hverjum stórmyndum heldur yfirleitt valið sér áhugaverð hlutverk. Fyrir það hefur hann aflað sér virðingar innan kvikmyndaheimsins sem einn virtasti leikari Hollywood. EKKI MISSA AF... ... Batman Begins. Þessi frá- bæra Batman-mynd markar nýtt upphaf hjá þessum grímuklædda bófabana og er fersk tilbreyting frá síð- ustu tveimur hörmungunum úr smiðju Joels Schu- macher. Ekki spillir svo fyrir að íslenskt landslag sýnir stjörnuleik í mynd- inni. Ekki hrifinn af eigin fræg› Hostage Internet Movie Database 6,6 / 10 Rottentomatoes.com 32% / Rotten Metacritic.com 6,7 / 10 Kicking & Screaming Internet Movie Database 5,6 / 10 Rottentomatoes.com 41% / Rotten Metacritic 7,4 / 10 ROBERT DUVALL Valdi að leika ekki í Nashville eftir Robert Altman vegna þess að hann fékk hvorki að semja lögin sjálfur né syngja. Fékk Óskarinn nokkrum árum síðar fyrir leik sinn í Tender Mercies þar sem hann lék sveitasöngvara. Hann samdi lögin og söng þau sjálfur. I love the smell of napalm in the morning.“ Hershöfðinginn Bill Kilgore, Robert Duvall, greinir her- manninum Benjamin L. Willard, leikin af Martin Sheen, frá ást sinni á napalm-sprengjum í myndinni Apocalypse Now. Bandaríski gamanleikarinn Will Ferrell hefur undanfarið stimplað sig inn sem einn fyndnasti gaman- leikarinn í Hollywood. Myndir eins og Old School, Elf og Anchorman hafa, auk minni hlut- verka í Zoolander og Star- sky&Hutch, tekið af allan vafa um að gaurinn geti verið fyndinn. Ferrell lætur til sín taka í gam- anmyndinni The wedding Chra- sers ásamt félögum sínum Vince Vaughn og Owen Wilson í byrjun næsta mánaðar en þeir sem eru orðnir leiðir á að bíða eftir honum geta stytt biðina yfir Kicking & Screaming sem var frumsýnd fyrr í vikunni. Hér leikur Ferrell hjartagóðan minnipokamann og vítamínssölu- mann sem hefur alla tíð verið undir hælnum á klikkuðum föður sínum sem keyrir sig áfram á brjáluðu keppnisskapi. Kallinn er ekki par hrifinn af aumingja- skapnum í syninum sem telur það ekki skipta máli hvort maður vinnur eða tapar í íþróttum, aðal- málið sé að fá að vera með og rækta andann. Fyrst sýður upp úr fyrir alvöru þegar Ferrell byrjar að þjálfa fót- boltalið tíu ára sonar síns. Hann býr ekki yfir drifkrafti alvöru þjálfara á borð við Guðjón Þórðar- son og þarf því heldur betur að taka á honum stóra sínum, ekki síst þar sem pabbi gamli þjálfar andstæðingana. Það er því auga fyrir auga og tönn fyrir tönn þegar feðgarnir mætast á kant- inum og þurfa að gera upp ókláruð mál í fortíð og nútíð. Gamla kempan Robert Duvall leikur pabbann en sá eðalleikari er þekktur fyrir að lyfta myndum á æðra plan þannig að það verður óneitanlega fróðlegt að sjá hann og spaugarann Ferrell leiða saman hesta sína. ■ Fe›gar munu berjast WILL FERRELL Will reynir af veikum mætti að þjálfa unga knattspyrnudrengi og glímir um leið við keppnisóðan föður sinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.