Fréttablaðið - 28.07.2005, Qupperneq 56
FIMMTUDAGUR 28. júlí 2005
!"
!
!#
$
% &
% ' $ $
% (
)
*+ *+,-./*0,..
1
2 34
2
5
*3
!
# )
!
6 2 7
'
8 "
3+...
#$ %
&
$
&
'
((()) *
+
,, %
9 ) ( ,+::;3+1
<7 ,+::;3..
= >
???
@ Spennumyndin Hostage með
harðjaxlinum Bruce Willis í aðal-
hlutverki var frumsýnd í vikunni.
Það hefur ekki farið mikið fyrir
Hostage enda hefur frammistaða
Willis í hinni mögnuðu Sin City
dregið athyglina frá henni. Willis
er samt á kunnuglegum slóðum en
hér leikur hann, rétt eins og í Sin
City, löggu í vondum málum. Það
hefur hann líka gert í þremur Die
Hard myndum en það vill svo
skemmtilega til að í fyrstu Die
Hard myndinni flæktist hann í
gíslatöku og nákvæmlega það
sama er uppi á teningunum í
Hostage.
Willis leikur lögreglumann
Jeff Talley í Los Angeles sem sér-
hæfir sig í að ná samningum við
illmenni í gíslatökumálum. Þegar
eitt slíkt mál endar með skelfingu
yfirgefur hann stórborgina og
sest að í smábæ. Þar telur hann
sig öruggan og lausan við hættu-
leg leiðindamál. Það breytist svo
skyndilega þegar ungmenni sem
ætla sér að stela bíl taka fjöl-
skyldu í gíslingu. Talley vill auð-
vitað ekki koma nálægt málinu,
þrátt fyrir sérþekkingu sína, og
kemur vandræðunum yfir á aðra.
Það verður þó skammgóður
vermir þar sem ungmennin
brutust inn í rangt hús og halda
spilltum kaupsýslumanni föngn-
um. Sá lumar á leyndarmálum
sem forhertir alvöru glæpamenn
vilja komast yfir. Þeir svífast
eisnkis og taka því fjölskyldu
Talley í gíslingu og þvinga hann til
að leysa málið.
Willis er því í vondum málum
og líf fjölskyldu hans hangir á blá-
þræði. Hann hefur þó án efa oft
séð það svartara og þegar hann er
innikróaður eru fáir flinkari í
meðferð skotvopna þannig að
vondu kallarnir mega fara að vara
sig. ■
Willis á tæpasta va›i
BRUCE WILLIS Það verður ekki af þessum sjóaða hasarmyndakappa tekið að hann
kann að munda frethólkinn. Hann lendir þó í bölvuðu klandri í Hostage og þarf að taka á
öllu sem hann á.
Nicole Kidman vill ólm eignast eitt
barn í viðbót og í þetta skiptið
fæða það sjálf. Kidman á tvö ætt-
leidd börn með fyrrverandi eigin-
manni sínum, Tom Cruise. „Mér
þætti alveg dásamlegt að verða
ófrísk og eignast barn. Ég veit ekki
hvort það verði en það yrði algjör
blessun,“ sagði leikkonan. Nicole
stefnir þó ekki á tæknifrjóvgunar-
stöð á næstunni því henni finnst
rétti faðirinn vera algjört skilyrði
fyrir barneignum. „Ég vil ekki
fæða barn án föðurs og þess vegna
verður sennilega ekkert úr því. Ég
efast um að nokkur vilji vera með
mér nema af röngum ástæðum,“
sagði leikkonan.
Hún segir að helst vilji hún
finna sér venjulegan mann sem
ekki er á eftir frægð og pening-
unum hennar. „Það væri frábært
að kynnast þannig manni því þá
gæti ég lifað minna áberandi lífi.“
Nicole hefur einnig greint frá
því að skilnaðurinn við Cruise
hafi verið henni afar erfiður. „Ég
fór ekki úr náttfötunum mínum í
marga mánuði. Mig langaði ekki
að klæða mig og greiða mér eða
neitt slíkt. Mér fannst eins og
öllum væri sama hvort það væri
góð lykt af mér, hvort ég liti vel út
eða hvort ég færi í fallega kjólinn
minn.“ ■
Kidman langar í barn
NICOLE KIDMAN Leikkonan hefur
hingað til verið með afar ríkum mönnum
til að koma í veg fyrir að eiga kærasta sem
eingöngu er á eftir peningunum hennar.