Fréttablaðið - 28.07.2005, Síða 57

Fréttablaðið - 28.07.2005, Síða 57
Þúsund manna þorpið Gata íFæreyjum bar svip fjölmenn-ingarlegrar heimsborgar um síðustu helgi enda hækkaði íbúatal- an upp í 6000 manns. Í Færeyjum búa 49.000 manns. Það lætur því nærri að ríflega tólf prósent Færey- inga hafi verið í Götu um helgina. Reyndar voru fleiri en Færeyingar á svæðinu, þar á meðal tugir Íslend- inga. Í þeim hópi voru þrjár hljóm- sveitir: Hjálmar, Stillbirth og VaGínas. Ástæðan fyrir því var að í Götu fór fram G!festival, „Föroya stærsta og feitasta tónleikatiltak nakrantíð,“ eins og bæjarstjórinn, Páll Isholm, orðaði það í ávarpi sínu. Gata var lengst af þekkt á Íslandi fyrir baráttu ásatrúarmannsins Þrándar í Götu gegn kristnitöku. Í dag er Gata þekkt sem heima- bær Eivarar og fyrir G!festivalið. Boðið var upp á þétta dagskrá; á fimmta tug hljómsveita, trúbadora og plötusnúða. Skemmtikraftarnir komu frá þrettán löndum og dag- skráin fór fram á þremur sviðum. Þrándur í götu Íslendinga Íslendingum gekk misvel að ná áfangastað. Ein íslensk flugvél sveimaði yfir Færeyjum lungann af fimmtudeginum. Þoka hindraði lendingu. Þrátt fyrir að viðbótar- eldsneyti væri sótt til Skotalands fékkst ekki lendingarleyfi fyrr en á föstudeginum. Liðsmenn Stillbirth og VaGínas voru í þessari flugvél. VaGínas átti að spila á fimmtudeginum og Still- birth snemma á föstudeginum. Vegna þess hvað dagskráin var þétt og vel skipulögð var ekkert svig- rúm fyrir hljómsveitirnar síðar á hátíðinni. Það voru vonbrigði. Af öðrum áhugaverðum hljóm- sveitum sem spiluðu á fimmtudeg- inum var leitt að missa af Holgar og Villmenn. Það er færeysk grallara- hljómsveit sem spilar vísnapopp, pönk, reggí og rapp. Allt frumsamið ef undan er skilin mögnuð útgáfa af „Talað við gluggann“ eftir Bubba Morthens. Fleiri færeyskir tónlist- armenn hafa spreytt sig á þessu sama lagi. Þekktast er það í flutn- ingi Kára P. Makrel í MTV Af þeim sem við strandaglóparnir misstum af fyrrihluta föstudags var miður að heyra ekki í færeysku rokksveitinni Makrel. Makrel náði öðru sæti í íslensku Músíktilraun- unum 2002 og gítarleikarinn Rasm- us Rasmusen var valinn besti gítar- leikarinn. Í kjölfarið hljóðritaði Makrel fyrri plötu sína í Geim- steini. Í sumar hefur hið norræna MTV leitað að besta ósamningsbundna bandinu og Makrel hefur komist í gegnum öll þrep keppninnar til þessa, eins og fylgjast má með á www.nordicunsigned.com. 200 í 1. sæti Pönktríóið 200 er eitthvert magnað- asta fyrirbæri færeysku músíkflór- unnar. Ólíkt öðrum pönksveitum eru liðsmenn 200 afburðagóðir hljóðfæraleikarar, einkum bassa- snillingurinn Mikael Blak. Til við- bótar syngur söngvarinn eins og El- vis Presley. Textarnir eru kjaftfort og fyndið níð um þann slétta helm- ing Færeyinga sem vill tilheyra Danmörku. Nafnið 200 er stytting á slagorðinu „200% loysing“ (200% aðskilnaður (frá Danmörku)). Plöt- ur 200 seljast í 1.000 eintökum í Færeyjum, sem jafngildir 6.000 ein- taka sölu á harðri pönkplötu á Ís- landi. Þessa vikuna á 200 vinsælasta lagið í Færeyjum. Hlusta má á það á www.uf.fo/15bestu/. Tekið skal fram að þetta er eitt poppaðasta lag 200. Alvöru reggí 200 fóru á kostum líkt og á tvennum hljómleikum á Íslandi 2002. Trylltu áheyrendur og fengu tíu liðsmenn annarra hljómsveita til að aðstoða í fjöldasöng í einu lagi. Þarna mátti ætla að hápunkti hátíðarinnar væri náð. En þá stigu Hjálmar á stokk og „slógu í gegn“. Áhorfendaskarinn var með frá fyrsta lagi, dansandi og veifandi höndum. Þjóðerniskennd Íslendinga hækkaði um margar gráður og menn höfðu á orði að Hjálmar hefðu stolið senunni. Ofur ánægðir Færeyingar höfðu á orði að Hjálmar væru „tann ektaða reggae vöran“ (alvöru reggíband). Á laugardeginum var spenning- ur fyrir færeyska þungarokks- bandinu Sic. Sú hljómsveit hélt hljómleika í Vestmannaeyjum í fyrra og nokkra hljómleika í Reykjavík árið 2002 undir nafninu Krit. Munurinn á Krit og Sic er sá að laglínur Sic eru öflugri og mús- íkin mýkri. Sigurvegari færeysku Músíktil- rauna, Prix Föroyar, í ár, Go Go Blues, skilur eftir spurningar- merki. Go Go Blues er blússveit að hætti blúshliðar Doors eða Animals. Gamaldags og ófrumleg hljómsveit. Á frekar heima í pöbbaspileríi en að vera verðlaun- uð sem merkasta hljómsveit Fær- eyja. Ormurinn endalausi Týr er enn eitt færeyska nafnið sem við Íslendingar þekkjum. Týr stimplaði sig rækilega inn á Ís- landskortið 2002 með glæsilegum flutningi á „Orminum langa“ og öðrum álíka lögum. Plötur Týs hafa selst í um 4.000 eintökum hvor á Ís- landi. Vinsældir Týs á Íslandi hrundu „færeysku bylgjunni“ af stað en ekki sér enn fyrir endann á henni. Þátttaka Makrels í Músíktil- raunum á sama tímapunkti studdi við það kastljós sem beindist að færeyskri músík. Nokkrum vikum síðar uppgötvuðu Íslendingar hæfi- leika Eivarar og táningastjarnan Brandur Enni varð sömuleiðis poppstjarna á Íslandi. Týr renndi í gegnum öll sín þekktustu lög af miklu öryggi. Röddun Týs var glæsileg að vanda og gítarleikarinn Heri er „hetjugít- arleikari“ á heimsmælikvarða. Högni Lisberg spilaði á tromm- ur á Íslandi 2002 með trip-hop hljómsveit Eivarar, Clichaze. Síðan hefur hann átt farsælan feril sem trúbador. Spilar á gítar og syngur falleg frumsamin lög. Nokkuð óvænt hefur hann náð ágætri stöðu sem slíkur í Sviss. Það var þægilegt að hlusta á framlag hans sem mót- vægi við þungarokkið. Þreyttir Svíar Stærsta nafnið á G!festivali í ár var sænska þungarokkssveitin Europe. Allir þekkja léttþungarokksslagara Europe á borð við „Final Count- down“ og „Cherry“. Öfugt við þróun flestra þungarokkshljómsveita hef- ur þungarokk Europe orðið þyngra, harðara og hrárra með tímanum. Ekki samt til bóta. Europe var ekki hápunktur G!festivals. Þann heiður eiga 200 og Hjálmar. Liðsmenn Europe eru ekki þær risarokk- stjörnur sem allir þekkja í dag. Stelpurnar í VaGínas héldu sig vera að fá eiginhandaráritun hjá söngv- ara Europe á sunnudeginum en upp- götvuðu síðar að þær höfðu einung- is fengið eiginhandaráritun hjá mið- aldra síðhærðum Færeyingi. Sá varð sennilega hissa þegar þær þökkuðu honum fyrir „last night“ og báðu um eiginhandaráritun! Mega feitt hár Börn á öllum aldri voru ekki skilin útundan á G!festivali. Kardi- mommubærinn, töframaður og fleiri sáu þeim fyrir skemmtun. Fram yfir miðnætti gengu lítil börn sjálfala um svæðið. Foreldrar settu á þau nafnspjald með símanúmeri og enginn þurfti að hafa áhyggjur af þeim. Ástæða er til að geta gestrisni heimamanna. Fjölskylda Eivarar of- dekraði okkur með tertum, kökum, snaps, bjór og mat. Barnaherbergi voru rýmd fyrir næturgistingu gestanna. Þegar hugað var að rútu- ferð út á flugvöll vildu gestgjafarn- ir endilega skutla okkur alla leið. Er þó um klukkutíma akstur frá Götu til flugvallarins í Vogum. Er nema von að Íslendingar fái ást á Færeyj- um og Færeyingum þegar móttök- urnar eru svona? ■ 40 28. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Skinkufeitt festival Rokkveislan G!festival var haldin me› miklum stæl í Færeyjum um helgina. Jens Gu› mætti á svæ›i› og horf›i á íslensku reggísveitina Hjálma stela senunni, hlusta›i á flreyttu sænsku rokkhundana í Europe og naut fádæma gestrisni fjölskyldu söngkonunnar Eivarar Pálsdóttur. MIKKJAL Söngvari færeysku þunga- rokksveitarinnar Sic var heldur betur vígalegur enda áhuginn á honum mikill. MIKAEL BLAK Þessi reffilegi bassafant- ur hljómsveitarinnar 200 er heitur að- skilnaðarsinni og rokkaði feitt gegn Dön- um. TÝR Íslandsvinirnir í Tý rokkuðu feitt og sýndu gamalkunna takta en náðu þó ekki að toppa Hjálma. VAGÍNAS Þetta meinta kvennapönkband komst með herkjum á festivalið og hafði eig- inhandaráritun frá afdönkuðum Færeyingi upp úr krafsinu en þær töldu hann vera söngvara hinnar heillum horfnu sveitar Europe.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.