Fréttablaðið - 28.07.2005, Page 63

Fréttablaðið - 28.07.2005, Page 63
46 28. júlí 2005 FIMMTUDAGUR Lárétt: 2 fituskán, 6 tónn, 8 belta, 9 kaffi, 11 á fæti, 12 skært, 14 óánægður, 16 veisla, 17 biblíunafn, 18 beljaka, 20 tveir eins, 21 fuglar. Lóðrétt: 1 gangur, 3 kyrrð, 4 fönguleg, 5 frostskemmd, 7 snar, 10 tob, 13 dans, 15 bæta, 16 hjúpur, 19 skóli. Lausn. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Humar 1.290,-kr.kg Ótrúlegt verð á fínum humri. Hvað má og hvað ekki? er ef til vill spurning sem margir velta fyrir sér þessa stundina. Í dægurmála- þáttum í gærkvöldi bauðst fólki hins vegar að sjá brot úr Sirkus Jim Rose, sem verður með sýningu á Broadway í kvöld en þessi sirkus, ef svo má kalla, byggist á því að ganga fram af áhorfend- unum. Guðmundur Steingrímsson, sem tók á móti sirkusfólkinu í Kvöldþættinum, sagðist enn vera að reyna að átta sig á því hvað þetta hafi verið. „Við höfum auð- vitað fengið einhver viðbrögð við þessu og þetta fór að sjálfsögðu fyrir brjóstið á sumum,“ sagði hann en bætti þó við að í þættinum væru atriði sem ekki væru ætluð börnum og viðkvæmum sálum. Að- spurður hvort hann ætlaði á sýn- inguna sagðist hann ekki reikna með því. „Þetta er maður sem er með sinn eigin sjónvarpsþátt, hefur ferðast um heiminn í fimm- tán ár og fengið glimrandi dóma. Það er því greinilegt að einhverjir kunna að meta húmorinn þó þetta sé ekki minn tebolli.“ Jim Rose var á Laugarvatni þegar Fréttablaðið náði tali af honum og sagði hann það hafa komið sér óvart hversu langt hann hefði mátt ganga í landi þar sem mótmælendatrú væri við lýði. „Í kaþólskum löndum má miklu meira,“ sagði hann, hvort sem það var í alvöru eða gríni. Jim naut lífsins og ætlaði sér að spila golf og veiða auk þess sem hann langaði að fara í göngutúr með konunni sinni og ræða um framtíðina. freyrgigja@frettabladid.is Typpas‡ning í sjónvarpi „Vinur minn kom í heimsókn til Íslands á sunnudaginn og þá ákváðum við að semja og setja upp lítið dansverk,“ segir ball- ettdansarinn Gunnlaugur Egils- son en í kvöld flytur hann verkið Salt ásamt félaga sínum, Banda- ríkjamanninum Tilman O'Donn- ell, í Nýlistasafninu við Lauga- veg 26. „Hugmyndin um að fólk getur verið háð einhverju án þess að vera meðvitað um það er kveikjan að verkinu,“ segir Gunn- laugur en hann kynntist Tilman er þeir voru saman við nám í Kanada. „Við búum nú báðir í Stokkhólmi þar sem Tilman starfar við Cullberg ballettinn,“ segir Gunnlaugur, sem sjálfur er fastráðinn við Konunglega ball- ettinn í Svíþjóð og er staddur í sumarfríi hér á landi. „Við Tilman höfum lengi talað um að það gæti verið gaman að auðga dansflóruna á Íslandi með því að setja upp verk hér heima og urðum að grípa tækifærið fyrst hann var staddur á landinu.“ Þeir félagarnir hafa einu sinni áður starfað saman. „Þá dansaði Tilman í verki eftir mig sem ég samdi fyrir hátíð á Dramaten sem er Þjóðleikhúsið í Svíþjóð. Tilman hefur getið sér gott orð sem dansari og danshöfundur en á þessu ári vann hann danshöf- undakeppni bæði í Hannover í Þýskalandi og Kuopio í Finnlandi ásamt félaga sínum Shintaro O- UE.“ Eftir velheppnað sumarfrí með tilheyrandi hesta- og óvissuferð- um heldur Gunnlaugur endur- nærður til Svíþjóðar til að dansa með Konunglega ballettnum í haust. „Það sem liggur fyrir er að ég kem til með að dansa „dökku hlið“ Tristans í verki sem pólski danshöfundurinn Christov Pastor byggir á sögunni um Tristan og Ísold. Auk þess verð ég líka í nú- tíma dansverki eftir norska dans- höfundinn Inu Thordal Christian- sen sem nefnist Five is the Per- fect Number.“ Aðeins ein sýning verður á verkinu Salt þar sem Tilman heldur brátt til Svíþjóðar. Dansinn hefst klukkan 20 og er aðgangur ókeypis. ■ FLYTJA FRUMSAMIÐ VERK Gunnlaugur og Tilman kynntust í dansnámi í Kanada og sömdu verkið Salt í sumarsólinni til að auðga íslensku dansflóruna GUNNLAUGUR EGILSSON: SÝNIR NÝTT VERK Í NÝLISTASAFNINU Í KVÖLD Dansar í sumarfríinu frá Konunglega ballettnum ... fær rithöfundurinn Guðbergur Bergsson fyrir að hafa selt enn eina skáldsöguna, Lömuðu kennslukonurnar, til bókaforlags á Spáni þar sem skáldskapur hans nýtur greinilega nokkurrar hylli. HRÓSIÐ Lárétt:2brák,6as,6óla,9bki,11il,12 bjart, 14ósæll,16át,17lea,18rum,20 gg,21arar. Lóðrétt:1labb,3ró,4álitleg,5kal,7 skjótur, 10ias,13ræl,15laga,16ára,19 ma. TÓNLISTIN Ég fíla bara alls konar tónlist og finnst frábær svona elektrónísk tölvutónlist með húmor. Það er skemmtilegast þegar tónlistarmennirnir taka sig ekki of al- varlega og tónlistin er með smá galsabrag. Sænska syst- kinahljómsveitin The Knife er mjög skemmtileg og tónlist Donnu Mess er svolítið svipuð þeirra. Við erum reyndar að- eins oddhvassari og hrárri og erum ekkert alltaf að vanda okkur rosalega. Svo finnst mér Skátarnir og Scarlet Fantastic mjög góð. BÓKIN Eins og er er ég að lesa bókina Bananas, Beaches and Bases: Making Feminist Sense of International Politics eftir Cynthiu Enloe. Ég var að klára nýju Harry Potter bók- ina og hún var bara svona allt í lagi. Mér finnst skemmti- legast að lesa alls kyns ævintýrabækur en annars fer það bara eftir því hvaða bækur renna til mín. BÍÓMYNDIN Ég er ekki alæta á bíómyndir og mér leiðast óskaplega þessar dæmigerðu Hollywood-myndir. Mér fannst Napoleon Dynamite rosa skemmtileg en ég sá hana fyrir skemmstu. Hún var svo afslöppuð og fyndin og var al- veg laus við allar klisjur, klámvæðingu og annað rugl. Núna hef ég reyndar rosalega gaman af því að horfa á sci- fi-myndir, þar sem eitthvað dularfullt er að gerast úti í geimnum. Það kemur alltaf svona geimverutímabil í bíóin einu sinni á ári og núna hef ég áhuga á þannig kvikmynd- um. BORGIN Uppáhalds borgin mín er Kochi, sem er borg í Kerala á Indlandi. Kerala er sjálfstjórnarhluti af Indlandi og er þekkt fyrir að mennta fólkið sitt vel og þar er læsi yfir 95 prósentum. Ég fór þangað fyrr í sumar því vinur okkar býr í Indlandi og við vorum að heimsækja hann. Kochi er ofsalega falleg borg með öflugu listalífi og krúttlegum miðbæ. Svæðið er gamalt kommúnistaríki og það er minni stéttaskipting þarna en annars staðar á Indlandi. Það er svona Evrópu- bragur yfir borginni og ég gæti vel hugsað mér að búa þar. BÚÐIN Krambúðin er svolítið í uppáhaldi. Þetta er svona eins og hverfisbúð og mér líður alltaf vel þar. Starfsfólkið leggur mikið upp úr þjónustunni og er bæði skemmtilegt og persónulegt. Mér finnst reyndar allar búðir sem leggja áherslu á góðan fíling og hugsa ekki bara peninga vera frá- bærar, til dæmis Fríða frænka. Ég kaupi samt mest í Kolaportinu. VERKEFNIÐ Næst á dagskrá er að spila á Innipúkanum um verslunarmannahelgina. Svo erum við að fara að gefa út plötu um miðjan september og erum bara að vinna í því að klára hana. Okkur langar að reyna að gera efnis- meiri plötu en gengur og gerist til að túlka Donnu Mess fíl- inginn betur á diskinn. Við eigum eftir að pæla aðeins í því en það verða að minnsta kosti ljósmyndir og plakat. AÐ MÍNU SKAPI: Krambú›in, Kochi og Innipúkinn BJÖRG SVEINSDÓTTIR, TÓNLISTARKONA Í DONNA MESS OG NEMI. Eiríkur Jónsson, blaðamaður áDV, hefur stjórnað morg- unþætti Talstöðvarinnar á laugardögum með miklum stæl frá því stöðin fór í loftið. Þar hefur hann haft Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, sér til halds og trausts og þeir fé- lagar hafa tekið á móti fjölda góðra gesta í hressilegt spjall. Kempurnar eru á leið í sumarfrí og verða með sinn síðasta þátt í bili um Verslunarmannahelgina. Það getur hins vegar ekki hver sem er fyllt skarð Eiríks og því hefur Hjálmar Hjálmarsson, leik- ari og náinn sam- starfsmaður Ekki fréttamannsins Hauks Hauksson- ar, verið fenginn til að hlaupa í skarðið. FRÉTTIR AF FÓLKI Mínusaðdáendur ættu að getaglaðst yfir þeim fregnum úr herbúðum rokkdrengjanna að tón- smíðar á fjórðu breiðskífu hljóm- sveitarinnar standi nú yfir af fullum krafti og ganga, að sögn söngvarans Krumma, framar öllum vonum. Ættu aðdáendur ekki að harma það að strákarnir lofi því að næsta plata verði besta plata hljómsveitarinnar til þessa. Annars er það að frétta af drengjunum í Mínus að þeir voru að leggja lokahönd á upptökur á frum- saminni tónlist við nýjustu kvikmynd Róberts Douglas, Strákarnir okkar, sem frumsýnd verður í september. Jafnframt halda þeir sig í Reykjavík um verslunarmannahelgina, að minnsta kosti á föstudagskvöldið þegar hljómsveitin tryllir lýðinn á Gauknum. SIRKUS JIM ROSE Framferði sirkusmanna hefur ekki vakið hörð viðbröð eins og við mátti búast eftir írafárið í kringum tónleika Snoop Dogg. Ísleifur B. Þórhallsson, sem flytur sirkusinn inn, segir Íslendinga vera farna að sjóast og fólk sé orðið ágætlega frjálslynt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.