Fréttablaðið - 15.09.2005, Síða 10

Fréttablaðið - 15.09.2005, Síða 10
10 Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur: Vill for›ast átök á vinnumarka›i KJARASAMNINGAR Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Verkalýðs- félags Húsavíkur, telur að forsend- ur kjarasamninga frá því í mars í fyrra séu brostnar og því sé hætta á upplausn á vinnumarkaði frá og með áramótum. Hann vill hins vegar ekki segja samningum upp fyrr en samningsleiðin hafi verið reynd. „Verðbólgan er nú hærri en gert var ráð fyrir og ýmsir hópar launafólks hafa fengið meiri launa- hækkanir en verkafólk. Því eru samningsforsendur brostnar og bullandi óánægja hjá okkar fólki,“ segir Aðalsteinn. Nefnd skipuð fulltrúum samn- ingsaðila beggja megin borðsins mun koma saman á næstu vikum til að meta hvort forsendur samninga séu brostnar. „Komist nefndin að þeirri niður- stöðu að forsendurnar séu brostnar geta verkalýðsfélögin sagt samn- ingum upp og þá stefnir í verkföll eftir áramót. Því vil ég að verka- lýðshreyfingin fari nú þegar að huga að breytingum á gildandi samningi svo komast megi hjá hörðum átökum,“ segir Aðalsteinn. - kk Kjarnorkumál Norður-Kóreu: Ekkert gengur í vi›ræ›um Palestína: Afvopnun á Gaza JERÚSALEM, AP Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, vill að allar vopnaðar hreyfingar á Gaza dragi sig í hlé, eigi síðar en eftir kosningar í Palestínu í janúar næstkomandi. „Markmiðið er að koma í veg fyrir allar skærur og ólöglegan vopnaburð,“ segir Rafiq Husseini erindreki í samtali við AP-fréttastofuna. Þúsundir herskárra meðlima Fatah-hreyfingarinnar eru á Gaza, en flestir þeirra hafa ver- ið ráðnir í palestínskar öryggis- sveitir í því augnamiði að auð- veldara verði að stjórna þeim. ■ PEKING, AP Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum við Norður- Kóreumenn um kjanrorkuáætlun þeirra. Þetta sagði Christopher Hill, aðstoðar-innanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær. Hill hefur tekið þátt í viðræðum við fulltrúa Norður-Kóreu ásamt fulltrúum frá Kína, Japan, Rússlandi og Suður-Kóreu. Norður-Kórea hefur farið fram á aðstoð við smíði léttvatns- kjarnakljúfs til raforkufram- leiðslu og og vilja í staðinn leggja niður alla framleiðslu á kjarna- vopnum. Enginn þátttakenda í viðræðunum samþykkir þessa ósk. Bent er á að Norður-Kórea hafi einvörðungu framleitt plút- ón til vopnaframleiðslu í kjarn- orkuverum sínum en ekki nýtt orkuna til framleiðslu á raf- magni. Suður-Kórea hefur lagt fram tilboð um að leggja raf- magnslínur yfir landamærin til Norður-Kóreu, en það hafa norð- ur-kóresk stjórnvöld ekki viljað sættast á. Hill hefur varað við að þessar óskir geti orðið að meiriháttar hindrun í viðræðunum. „Ég kann ekki fleiri aðferðir til að segja nei,“ sagði Hill eftir fundinn í gær. ■ 15. september 2005 FIMMTUDAGUR KÍKT Á ÓVININN Indverskur hermaður sinnir eftirliti í Kasmír. Manmohan Singh, indverski forsætisráðherrann, segir koma til greina að hverfa frá völdum stöðum í Kasmír leggi íslamskir öfgamenn niður vopn. AÐALSTEINN Á. BALDURSSON Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur segir forsendur samninga brostnar og bullandi óánægju meðal verkafólks. DANMÖRK Fyrrverandi þingmaður Venstre játaði fyrir rétti í Kaup- mannahöfn á þriðjudag að hafa haft mök við þrettán ára gamlan dreng. Hann hafi talið drenginn vera fimmtán ára gamlan og hann sjái mjög eftir atvikinu. Þingmað- urinn fyrrverandi, Flemming Oppfeldt, viðurkenndi einnig að hann hefði notað net þingsins til að tengjast spjallþráðum þar sem hann komst í samband við ung- linga. Hann segist ekki hafa verið sá eini sem noti net þingsins til að tengjast spjallþráðum þar sem kynlíf er rætt. Mál Oppfeldts komust upp síð- asta haust og sagði hann af sér þingmennsku í kjölfarið. Í dóms- gögnum er að finna handrit að samtölum hans við unga drengi á netinu. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi boðið fimmtán ára dreng að sofa hjá sér. Öðrum dreng, fjórtán ára gömlum, bauð hann að hitta sig yfir kaffibolla. Oppfeldt er einnig gefið að sök að hafa reynt að kaupa sér kynlífs- þjónustu hjá unglingum. - ks Réttað yfir fyrrverandi þingmanni í Kaupmannahöfn: fiingma›ur vi›urkennir mök vi› 13 ára dreng FLEMMING OPPFELDT Kveðst ekki sá eini sem hafi rætt kynlíf á neti danska þingsins. CHRISTOPHER HILL Norður-Kórea hefur farið fram á aðstoð við smíði léttvatns- kjarnakljúfs til raforkuframleiðslu en það segir Hill ekki koma til greina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.