Fréttablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 12
EÐALDRYKKUR Flaska af Frapin Cucee 1888 koníaki var afhjúpuð í London í gær. Koníakið, sem blandað er úr ýmsum eðal- veigum – þar á meðal koníaki frá árinu 1888 – er talið munu seljast á um 300 þús- und krónur. Aðeins verða framleiddar 1888 flöskur og ekki þykir spilla fyrir að gullþræði er vafið um flöskuna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 12 LÖGREGLUMÁL Rannsókn á máli konu sem hringdi inn sprengju- hótun til Keflavíkurflugvallar í byrjun ágúst er nú lokið hjá lög- reglunni á Keflavíkurflugvelli. Málið hefur verið sent til ríkissak- sóknara, að sögn Jóhanns R. Bene- diktssonar sýslumanns og mun hann taka ákvörðun um hvort ákært verður í því eða ekki. Konan sem er á miðjum aldri hefur verið svipt sjálfræði og þykir vafi leika á hvort hún sé sakhæf eða ekki. Það ræðst hjá embætti ríkissaksóknara. Konan hafði áður komið við sögu lög- reglu þegar hún hringdi inn sprengjuhótunina. Hún hringdi úr farsíma og komst lögreglan fljót- lega á spor hennar með því að rekja símtalið. Konan reyndist þá vera komin til Akureyrar þar sem hún var handtekin og færð til yfir- heyrslu, þar sem sprengjuhótun- armálið leystist hratt og örugg- lega. Henni var sleppt úr haldi að því loknu. Þeir sem fremja afbrot af þessu tagi geta átt á hættu fang- elsisvist allt að þremur árum. -jss Þunguð krónprinsessa Danmerkur: María á sjúkrahúsi Menntaskólinn á Ísafirði: Vi›tölum loki› NÁM Lokið hefur verið við að taka viðtöl við starfsmenn Mennta- skólans á Ísafirði vegna úttektar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á stjórnunarháttum og samskiptum innan menntaskól- ans. Þetta kemur fram á frétta- vefnum bb.is. Snemmsumars fór Ólína Þor- varðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, fram að á opinber rannsókn yrði gerð á starfs- og stjórnunarháttum henn- ar við skólann vegna deilna við Ingibjörgu Ingadóttur, ensku- kennara við skólann. Mennta- málaráðuneytið fól því Félagsvís- indastofnun að framkvæma slíka úttekt. Niðurstöðum verður skilað til ráðuneytisins 20. október. - ss VERKSUMMERKI Í BAGDAD Vegfarendur á vettvangi eins af mörgum sprengjutilræðum gærdagsins. ÍRAK, AP Á annan tug sprenginga urðu í miðborg Bagdad í gær, sem bönuðu að minnsta kosti 152 manns og særðu minnst 542. Sprengingarnar byrjuðu með stórri sjálfsmorðs-bílsprengju- árás sem beint var gegn dag- launamönnum sem safnast höfðu saman á þessum stað í borginni í von um að fá vinnu þann daginn. Íraksdeild al-Kaída-hryðjuverka- netsins lýsti ábyrgð á tilræðun- um á hendur sér. Fyrsta árásin var blóðugust. Þá fórust minnst 88 manns og 227 særðust. Hún var gerð í Kazimi- yah-hverfinu, en flestir íbúar þar eru sjía-múslimar. Í fyrrinótt voru sautján menn teknir af lífi í þorpi norður af Bagdad, en að þeim meðtöldum var mannfallið í ofbeldisverkum síðasta sólarhrings í Bagdad og nágrenni komið upp í 169 manns. Háttsettur foringi í banda- ríska herliðinu í Írak tjáði AP- fréttastofunni að hann teldi að árásirnar væru hefnd fyrir áhlaup bandarískra og íraskra hersveita í norður-írösku borg- inni Tal Afar, en markmiðið með því var að svæla uppreisnarmenn út úr fylgsnum sínum nærri landamærunum að Sýrlandi. Ar- abíska sjónvarpsstöðin Al- Jazzeera hafði eftir talsmönnum al-Kaída að þetta mat væri rétt. Talið er að blóðbað gærdags- ins hafi verið það næstmesta sem orðið hefur í Írak frá því að Bandaríkjamenn leiddu innrás í landið vorið 2003. Ári eftir inn- rásina, 2. mars 2004, dóu að minnsta kosti 181 og 573 særðust í samræmdum sprengjuárásum á helgar moskur sjía-múslima í Karbala og Bagdad. Er ofbeldið blossaði svo illi- lega upp á ný eftir tiltölulega ró- lega tíð undanfarnar vikur sat Íraksþing enn á rökstólum um endurbætur á drögum að nýrri stjórnarskrá, sem væru til þess fallnar að koma til móts við óánægju súnní-múslima, en það eru herskáir menn úr þeirra hópi sem eru uppistaðan í liði upp- reisnarmanna. Íraskir stjórnmálaleiðtogar fordæmdu árásirnar. Husein al- Shahristani, varaforseti þingsins, sagði þær „villimannslegar og hrottalegar“. audunn@frettabladid.is Al-Kaída: Lykilmenn handteknir PAKISTAN, AP Öryggissveitir í Pakistan yfirheyra nú 21 einstak- ling sem grunaðir eru um aðild að al-Kaída. Hópurinn var handtekinn nú í vikunni í hernaðaraðgerðum í norð-vesturhluta Pakistans. Safdar Hussain herforingi vildi ekki nafn- greina einstaklingana en sagði þó að líklega væri um lykilmenn að ræða. Staðurinn sem þeir höfðust við á hefði verið vel búinn vopnum og samskiptatækjum. „Al-Kaída hörfar,“ sagði Musharraf, forseti Pakistans, við CNN í gær. ■ 15. september 2005 FIMMTUDAGUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P DANMÖRK María krónprinsessa af Danmörku var lögð inn á háskóla- sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn í gær vegna samdráttarverkja í móðurlífinu. María á von á sér eft- ir sex vikur. Frá þessu greindu læknar og talsmenn hirðarinnar. Líðan hinnar verðandi móður var sögð góð, en að læknisráði verður hún um sinn áfram á sjúkrahúsinu. Friðrik krónprins dvaldi nótt- ina hjá sinni heittelskuðu. Öllum embættisskylduverkum prinsess- unnar hefur verið aflýst, að sögn hirðarinnar. María er mjög vinsæl meðal Dana. Hún hitti Friðrik á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. ■ MARY Öllum embættis- skyldum hefur verið aflýst. RANNSÓKN LOKIÐ Rannsókn á sprengju- hótun í Leifsstöð er lokið, að sögn Jóhanns R. Benediktssonar sýslumanns. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli: Sprengjuhótun til saksóknara Al-Kaída veldur bló›ba›i í Írak Hátt á anna› hundra› manns féllu í Bagdad í sprengjutilræ›um al-Kaída í Írak. fietta var annar mannskæ›asti dagurinn frá innrásinni. ÞORLÁKSHÖFN HUMARVEIÐAR Í ÞORLÁKSHÖFN Alls hafa 367 tonnum af heilum humri hefur verið landað í Þor- lákshöfn í ár en 18 bátar eru um hituna. Aflahæsti humarbáturinn er Fróði með 40 tonn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.