Fréttablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 69
37 Íslenska landsliðið í knattspyrnuhækkaði um tvö sæti á styrkleika- lista Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins, FIFA og er nú í 92. sæti. Stærsta fréttin er þó væntanlega sú að lið Englands hefur dottið út af topp tíu listanum og er nú í því ellefta eftir heldur dapurlega frammistöðu gegn Norður-Írum fyrir skemmstu. Þá hefur tap Englands í Danmörku einnig áhrif á stöðuna. Skotar hækk- uðu um 12 sæti og eru nú í því 74. Brasilía er sem fyrr á toppnum, þá koma lið Hollands, Argentínu, Tékk- lands og Mexíkó. Alberto Luque, leikmaðurNewcastle, verður frá keppni næstu tvo mánuðina eftir að hafa meiðst í leik Newcastle og Fulham á St. James Park um liðna helgi. Lækn- isskoðun og röntgenmyndataka sem fór fram á mánudag leiddi í ljós að meiðslin eru verri en í fyrstu var talið og hafa fréttirnar reynst vera mikið reiðarslag fyrir stuðningsmenn félags- ins. Newcastle hefur byrjað leiktíðina í Englandi skelfilega og reyndar að- eins skorað eitt mark sem kom einmitt í leiknum gegn Fulham. Luque var keyptur til félagsins fyrir einungis 20 dögum frá Deportivo La Coruna fyrir 9,5 milljónir punda. Roy Keane, fyrirliði ManchesterUnited, verður ekki með liði sínu næstu tvær vikurnar vegna meiðsla á lærvöðva. Hann mun því missa af næsta leik Manchester United í meistaradeildinni og leikjunum gegn Liverpool og Black- burn í ensku úrvals- deildinni. Þá er ekki víst hvort hann verður orðinn klár í slag Írlands í und- ankeppni HM en framundan er afar þýðingarmikill leikur gegn liði Sviss. Það er einnig athyglisverð staðreynd að í þeim 23 leikjum sem Keane hefur misst af í úrvalsdeildinni síðustu tvö árin hefur United tapað 31 stigi. Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvals-deildinni í handbolta í gær. Mag- deburg vann 36–24 sigur á Concord- ia Delitzsch og skoraði Arnór Atlason eitt mark í leiknum. Þá vann Hamburg risasigur á Düsseldorf, 41–24 og skoraði Markús Máni Michaelsson tvö mörk fyrir síðar- nefnda liðið. Kiel vann svo góðan sigur á liði Minden, 38–27, en Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fimm marka Minden, þar af tvö úr víti. Frank Lampard hefur játað að enskilandsliðsþjálfarinn Sven Göran Eriksson hafði rétt fyrir sér þegar að hann gagnrýndi hann fyrir að vera ekki í jafngóðu formi og í fyrra. „Ég byrjaði ekki vel í fyrra en endaði tímabilið sem fót- boltamaður ársins. Jose er mjög ánægður með mig og ég hef rætt þetta við landsliðsþjálfar- ann. Sven hafði alveg rétt fyrir sér en mér fannst gagnrýni hans ekki sann- gjörn því flestallir í enska liðinu eru ekki í góðu formi. Ég hef samt engar áhyggjur því ég ætla ekki að vera í toppformi í upphafi tímabils heldur að reyna bæta mig í allan vetur og vera upp á mitt besta þegar það skiptir mestu máli,“ sagði Lampard. ÚR SPORTINU FIMMTUDAGUR 15. september 2005 LAUGARDAGINN 17. SEPTEMBER Í BEINNI CHARLTON – CHELSEA SUNNUDAGINN 18. SEPTEMBER KL. 11 LIVERPOOL – MAN.UTD MÁNUDAGINN 19. SEPTEMBER KL. 19 ARSENAL – EVERTON Kristján Örn Sigurðsson knattspyrnukappi í Brann: Me› lægstu einkunn í Noregi FÓTBOLTI Kristján Örn Sig- urðsson knattspyrnukappi með Brann í Noregi og ís- lenska landsliðinu er ekki í miklum metum hjá norsk- um fjölmiðlamönnum. Hann hefur reyndar átt ágætu gengi að fagna á ár- inu en hann hefur haldið sæti sínu í byrjunarliði Brann eftir að hafa fengið sitt tækifæri snemma á tímabilinu og hann hefur sömuleið- is átt sæti í íslenska landsliðinu. En íþróttablaðamann norska dagblaðsins Verdens Gang meta hann ekki betur en svo að hann er lægstur allra þeirra sem hafa leik- ið nóg af tímabilinu, 60% leikj- anna, til að komast á listann. Krist- ján Örn er í 141. sæti list- ans með 3,73 í meðalein- kunn en gefið er á skalan- um einn upp í tíu. Fimm Íslendingar leika í norsku úrvalsdeildinni og hafa allir leikið nóg til að kom- ast á listann. Flestir eru þeir fremur neðarlega á listanum nema Árni Gautur Arason, mark- vörður Vålerenga, sem er í 23. sæti. „Ég reyni að fylgjast sem minnst með þessu,“ sagði Kristján Örn í gær þegar Fréttablaðið hafði samband. „Þetta er enn allt tiltölu- lega nýtt fyrir mér en mér finnst að mér hafi gengið betur og betur í hverjum leik.“ - esá KRISTJÁN ÖRN Hefur átt fast sæti í byrjun- arliði Brann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.