Fréttablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 46
Með tilkomu bílalána og einkaleigu hefur fólki verið gert auðveldara fyrir að eignast nýjan bíl, en sumir eru í vafa um hvora leiðina eigi að velja, kaup eða leigu. Margrét Sigurðardóttir hjá Glitni segir að hvort um sig hafi sína kosti. „Kosturinn við að kaupa bílinn með bílaláni er tvímælalaust sá að einstaklingurinn eignast bílinn en þá er lögð fram viss upphæð í upphafi sem miðast við kaupverð bílsins. En við einkaleigu er engin upphæð greidd út í upphafi og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af endursölu þar sem bílaumboðið kaupir bíl- inn í lok samnings,“ segir Margrét. Í einkaleigunni fylgir jafnvel þjónustusamningur þar sem innifalin eru dekkjaskipti, smurning og annað viðhald á bifreiðnni sem sumu fólki þykir mjög þægilegt. Einnig þar sem þetta gefur fólki kost á að vera alltaf á nýjum bíl. „Einkaleiga fer bara í gegnum bílaumboðin og því er hún ekki kostur fyrir þá sem kaupa bíla annars staðar,“ segir Margrét. 10 ■■■ { BÍLAR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Nýr Hilux er sjötta kynslóð pallbíla af þeirri gerð frá Toyota og heldur hann stöðu sinni sem annar sölu- hæsti bíll framleiðanda á eftir Corolla. Innréttingar í nýjum Hilux hafa tekið miklum breytingum og eru afar vandaðar, sem eykur þægindi í akstri til muna. Bíllinn er allur stærri og meiri í ásýnd en fyrri árgerðir en mestu munar um að hann er lengri og breiðari, sem kemur best fram í auknu plássi í farþega- og geymslu- rými ásamt bættum aksturseigin- leikum. Þannig er bíllinn 340 mm lengri, 45 mm breiðari og 25 mm hærri en fyrri ágerð sem hann leysir nú af hólmi. Nýr og endurbættur undirvagn er sérstaklega styrktur og þolir mikið álag. Nýr Hilux er mun stöðugri í akstri en fyrri árgerðir auk þess sem verulega hefur dregið úr veghljóði inn í farþegarými. Nýr Toyota Hilux verður fáanlegur hér á landi frá miðjum október 2005. Þrjú hjól undir bílnum... Peugeot kynnti í vikunni þriggja hjóla hugmyndabílinn 20Cup. Sam- kvæmt framleiðanda er honum ætlað að verða innblástur fyrir hönnun nýs Le Mans kappakstursbíls en ef nánar er skoðað gæti búið meira að baki en það. Ljóst er að bíllinn fer ekki í framleiðslu á þremur hjólum og ef til vill var honum aðeins ætlað að vekja athygli á bílasýningunni í Frankfurt. Lík- legra er þó að hér sé kominn hlekkur í þróunarkeðju arftaka 206 bíls- ins, sem mun að öllum líkindum heita 207. Fyrir utan þá staðreynd að 20Cup nafnið bendir til 200-línunnar má finna undir vélarhlífinni nýja 170 hestafla vél sem Peugeot hefur þróað í samvinnu við BMW og verður líklega í nýjum Mini líka. Auk þess er í 20Cup 6 gíra flipastýrð skipting sem mun líklega rata alla leið í fram- leiðslu. Nú er bara að vona að kappakstursframendinn geri það líka. TOYOTA HILUX Vélar: 2,5 (D) Skipting: 5 g/bsk Dyrafj.: 5 Sæti: 5 Stöðugleikabúnaður: Driflæsing að aftan, sjálfvirk driflæsing (auto disconnect differential), LSD (Limited slip differential), 4x4, ABS hemlakerfi Umboða: P. Samúelsson Verð frá: 2.580.000 kr. Nýtt vinnu- og tómstundatæki Nýr Hilux er ívið stærri en eldri gerðir og því stöðugri í akstri. Bara búnir með framendann? Líklegt þykir að 20Cup sé hluti af þróunarferli Peugeot 207. BÍLASÝNINGIN Í FRANKFURT Með Alfa Romeo Crosswagon markar Alfa Romeo endurkomu sína með fjórhjóladrifna bíla. Alfa Romeo Crosswagon er sportlegur langbakur sem er hár á vegi og vænlegur kostur í samanburði við sportlega lúxusjeppa. Crosswagon er búinn Q4 fjórhjóladrifi sem fær- ir sjálfvirkt afl til þeirra hjóla sem hafa mest grip sem ásamt góðri veghæð gerir þennan bíl færan í flestan snjó. Útfærslan sem boðin er hér á landi er mjög vel búin öll- um lúxus. Meðal staðalbúnaðar eru vönduð leðursæti, mjög vandað Bose hljómkerfi sem sérhannað er fyrir bílinn, áttaviti í spegli, bakk- skynjari á afturstuðara, 17“ álfelgur með belgmiklum hjólbörðum, varn- arplötur fyrir að framan og aftan ásamt mörgu öðru. Crosswagon er búinn 1,9 lítra, 150 hestafla dísilvél sem er í senn kröftug, togmikil, sparneytin og endingargóð. Einungis er einn bíll eftir af fyrstu sendingunni sem kom til landsins í ágúst mánuði og er farið að taka frá bíla í næstu sendingu. Fyrsti bíllinn á Íslandi fór til Vestjarða og hefur hann vakið mikla athygli þar og er nú einungis kvartað yfir því að malarvegum fer fækkandi. Á mal- biki er bíllinn þéttur og sportlegur en á slæmum malarvegurm er fjöðrunin mjúk og gleypir í sig allar ójöfnur. Með tilkomu bílalána og einkaleigu er mun aðveldara að eignast bíl. Val um kaup eða leigu Nokkrar leiðir standa fólki til boða við fjármögnun á nýrri eða notaðri bifreið. EINKALEIGA ❑ Lánsveitandi skráður eigandi ❑ Bílaumboð kaupir bílinn í lok samnings ❑ Leigutaki afskrifar og eignafærir í skattskýrslu ❑ Engin stór útborgun við upphaf samnings ❑ Tryggingarfé greitt við upphaf samnings ❑ Þjónustupakki innifalinn í sumum tilfellum ❑ Tryggingar á ábyrgð leigjenda. BÍLASAMNINGUR ❑ Allt að 80% lánshlutfall ❑ Lánsveitandi skráður eigandi ❑ Kaupandi skráður eigandi við lok samnings ❑ Engin stimpil- og þinglýsingargjöld ❑ Gerður jafngreiðslusamningur ❑ Tryggingar á ábyrgð kaupanda BÍLALÁN ❑ Allt að 75% lánshlutfall ❑ Kaupandi skráður eigandi ❑ Stimpil- og þinglýsingargjöld ❑ Jafnar afborganir ❑ Lánsveitandi fær 1. veðrétt ❑ Tryggingar á ábyrgð kaupanda ALFA ROMEO CROSSWAGON Vél: 1,9 150 hö (D) Skipting: 6 g/bsk. Dyrafj.: 5 Sæti: 5 Stöðugleikabúnaður: Fjórhjóla- drif, ESP stöðuleikastýring, ASR spólvörn o.fl. Umboð: Ptt ehf. Verð frá: 4.100.000 kr. Nýr fjórhjóladrifsbíll á ítalska vísu Sterkur ættarsvipur Alfa Romeo gerir að Crosswagon er með rennilegri fjórhjóla- drifsbílum á markaðnum í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.