Fréttablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 14
TOMAS HIRCHT HANDTEKINN Forsetafram- bjóðandi í Chile, Tomas Hircht, var hand- tekinn fyrir að taka þátt í mótmælum með ættingum uppreisnarseggja í fyrir framan forsetahöllina La Moneda í höfuðborginni Santíagó í gær. 14 EVRÓPA Leiðtogar Evrópuríkja hafa kallað eftir samstilltum að- gerðum til að hafa hemil á olíu- verðshækkunum. Breski fjár- málaráðherrann hvetur OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, til að auka framleiðsluna og franski forsetinn biður olíufyrirtækin um að lækka eldsneytisverð og auka fjárfestingar í rannsóknum á end- urnýjanlegum orkugjöfum. Þrátt fyrir að Evrópusamband- ið hafi varað við því að stjórnvöld aðildarríkjanna gripu til niður- greiðsluaðgerða vegna olíuverðs- hækkananna boðaði Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, endurgreiðslu á viss- um hluta eldsneytisskatts til franskra bænda. Nú, þegar heimsmarkaðsverð á olíu er um fjörutíu prósentustig- um hærra en fyrir einu ári, fer uggur um marga í Evrópu um hrakandi efnahagshorfur. Hagtöl- ur eru þegar farnar að sýna að eldsneytisverðið er farið að þrýsta upp verðbólgunni. Gordon Brown, fjármálaráð- herra Bretlands, lagði til að efnt yrði til alþjóðlegs átaks til að koma á ró á olíumörkuðum. „Þar sem þetta er að kjarna til vandi þar sem eftirspurn fer fram úr framboði verður OPEC að bregð- ast við á næsta ráðherrafundi sín- um hinn 19. september,“ sagði Brown í ræðu í Brighton. - aa BERLÍN, AP Varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins hafa hert á undirbúningi þess að bandalagið víkki út starfssvið friðargæslusveita sinna í Afganistan – sem íslenska friðargæslan á aðild að – þannig að það nái til alls landsins. Það gæti gert Bandaríkja- mönnum kleift að kalla þúsundir hermanna heim, sem í bandalagi við afganska stjórnarhermenn hafa gætt öryggis í suður- og austurhéruðum landsins frá því að talibanastjórninni þar var steypt af stóli fyrir hátt í fjórum árum. Í þessum landshlutum leika skæruliðar talibana (og annarra andstæðinga stjórnarinnar í Kabúl) enn lausum hala og gera hersveitum Bandaríkjamanna ýmsar skráveifur. Þó var ekki gert ráð fyrir að nokkur ákvörðun yrði tekin í málinu fyrr en eftir helgi, þar sem þingkosningar fara fram í Þýskalandi á sunnudag og málið er pólitískt viðkvæmt þar í landi enda eru margir þýskir hermenn í friðargæsluliðinu í Afganistan. Ríkisstjórn Gerhards Schröd- er kanslara er mótfallin því að friðargæsluverkefni NATO þar verði sameinað hinum hernaðar- legu verkefnum á skæruliða- svæðunum. Bandaríski varnarmálaráð- herrann Donald Rumsfeld þrýst- ir hins vegar á um að NATO axli meiri ábyrgð í Afganistan. - aa Óeirðir á N-Írlandi: Barist gegn ofbeldi NORÐUR-ÍRLAND, AP Hin útlæga Ulster-sjálfboðaliðahreyfing hefur rofið ellefu ára vopnahlé. Þetta kom fram í máli Peter Hain, Norður-Írlandsmála- ráðherra Breta í gær. Hain var ómyrkur í máli og lýsti því yfir að barist yrði gegn ofbeldis- hreyfingum og þær sigraðar. „Þessir aðilar verða að vinna að pólitískri lausn,“ sagði Hain. Gögn liggja fyrir sem sýna fram á að Ulster-hreyfingin hafa ráðist gegn lögreglu með riffl- um og handsprengjum í óeirðum helgarinnar. ■ Menntaskólinn á Akureyri: Settur í 125. sinn NÁM Menntaskólinn á Akureyri var settur í 125. sinn í fyrradag en regluleg kennsla hófst í gær. Um 690 nemendur leggja stund á nám við skólann í vetur og hafa þeir aldrei verið fleiri. Meðal nemenda eru sautján yf- irburðanemendur sem gafst kostur á að hlaupa yfir 10. bekk vegna hárra einkunna í 9. bekk. Um er að ræða tilraunarverkefni MA og menntamálaráðuneytisins og þurfti að vísa mörgum góðum nemendum frá vegna fjöldatakmarkana. - kk 15. september 2005 FIMMTUDAGUR BENSÍN HAMSTRAÐ Bíleigendur í Bretlandi hafa hamstrað bensín síðustu daga af ótta við að mótmæli við olíuhreinsistöðvar valdi eldsneytisskorti. Kallað eftir átaki gegn hækkunum á olíuverði: Hækka›i um 40 prósent á ári FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1.990.0 Sítengt aldrif • 2 lítra vél • ABS með EBD hemlajöfnunarkerfi • Fjarstýrðar samlæsingar Rafstýrðir og upphitaðir hliðarspeglar • Rafdrifnar rúðuvindur með slysavörn • Þokuljós að framan Hæðarstilling á bílstjóra- og farþegasæti • Armpúði með geymsluhólfi á milli framsæta o.fl. 19.048 kr. á mánuði miðað við 35% útborgun og bílasamning SP til 84 mánaða Vetrardekkin klár í skottinu, negld eða ónegld eftir óskum hvers og eins SKÓLASETNING Jón Már Héðinsson skóla- meistari bauð nemendur velkomna og sagði þeim að þrenningin ástundun, áhugi og árangur væri mjög mikils verð. AFGANISTAN Í BRENNIDEPLI Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO (t.v.), og Peter Struck, varnarmálaráðherra Þýskalands, heilsast í Berlín í gær. NATO-ráðherrar ræða aukið hlutverk bandalagsins í Afganistan: Bandarískir hermenn heim FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.