Fréttablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 24
„Mín bestu kaup gerði ég árið 1980
þegar ég keypti 72 árgerðina af
Volvo en hann var, eins og sagt var
þá, fasteign á hjólum og í rauninni
fyrsti alvöru bíllinn minn. Hann var
ekkert afskaplega dýr og hann
borgaði sig líka en það gera bílar
varla í dag.
Mín verstu kaup gerði ég hins vegar
í minni fyrstu utanlandsferð en þá
var ég sautján ára gamall í sólar-
landaferð á Spáni og sárvant-
aði úr. Ég var nú alveg
grænn í bak og fyrir
þannig að vaskur
kaupmaður var ekki í
vandræðum með að
pranga inn á mig úri
sem hann sagði vera
vatnsþétt, högghelt og alveg pottþétt en
á móti kom að það var nokkuð dýrt. Ég
var því nokkuð montinn með mig þegar
ég bar rándýran gripinn og ákvað að
nýta mér fjárfestinguna um leið svo ég
fór með úrið strax í sund. En ég var ekki
búinn að svamla lengi þegar ég tók svo
eftir því að þetta rándýra úr var orðið
fullt af vatni. Ég hugsaði með mér að
það mætti nú kannski bjarga þessu svo
ég ákvað að hrista úrið og sjá hvort
vatnið færi þá ekki úr sem það og gerði.
En það sem verra var með þetta
höggþétta úr var að það þoldi ekki
svona hristing svo glerið datt af og svo
fylgdu vísarnir á eftir. Þessi kómíski
atburður minnti hreinlega á teiknimynd.
En ég held ég hafi notið þessarar fjár-
festingar í korter eða svo.“
Rá›legast a› geyma
gaskútana utandyra
Flestir landsmenn leggja gasgrillunum um flessar mundir enda styttist í vetur.
Miklu máli skiptir hvernig gengi› er frá gaskútunum flar sem fleir geta skapa›
talsver›a eldhættu og skynsamlegast er a› skila kútunum fyrir veturinn.
Samkvæmt reglugerð má geyma
einn gaskút á hverju heimili.
Flestum kútum fylgir miði með
leiðbeiningum um hvernig best er
að geyma þá. Þar kemur fram að
ekki skuli geyma kútana í kjöllur-
um eða öðrum niðurgröfnum stöð-
um og ekki við hátt hitastig, því
annars geti hitalokinn opnast. Þá
er brýnt að loftræsting sé góð.
Leki gaskútur á illa loftræstum
stað safnast gasið fyrir á gólfinu
og skapar talsverða hættu.
Kristján Jens Kristjánsson,
verkefnastjóri forvarnadeildar
Slökkviliðsins, bendir hins vegar
á að það sé aðeins ein leið til að
koma í veg fyrir eldhættuna sem
fylgir gaskútum, það er að geyma
þá alls ekki heima fyrir. „Allar
varúðarráðstafanir eru af hinu
góða en það er samt sem áður
aldrei fullkomlega öruggt að
geyma gaskút á heimilinu.“ Krist-
ján segir að sérstaklega fjölbýlis-
hús valdi slökkviliðsmönnum
áhyggjum. „Tökum sem dæmi
fjölbýlishús með 40 til 50 íbúðum
og gefum okkur að í kjallara-
geymslu næstum hverrar íbúðar
sé gaskútur. Þú getur rétt ímynd-
að þér hversu mikill sprengikraft-
urinn yrði ef eldur brytist út við
slíkar aðstæður.“
Kristján segir að sjái fólk sig til-
neytt til að geyma gaskúta heima
hjá sér yfir vetrarmánuðina sé af-
farasælast að geyma þá utandyra.
Það er þó engin trygging fyrir því
að kúturinn valdi ekki skemmdum
springi hann. „Það er ekki langt
síðan það kviknaði í gasgrilli úti á
svölum íbúðar í Grafarvogi og
sprengingin olli miklum skemmd-
um í eldhúsi.“
Skynsamlegasta lausnin er því
að skila kútunum til olíufélagsins
þar sem kúturinn var keyptur.
Ýmislegt letur fólk hins vegar til
þess, til dæmis endurgreiða félög-
in aðeins fyrir hylkin sjálf en ekki
innihaldið. Þá er ekki hægt að fá
kútana endurgreidda nema á
tveimur stöðum í höfuðborginni; í
Esso-aðföngum að Gelgjutanga og
á millilager Olís í Laugarnesi við
Héðinsgötu. „Ég held að það sé
mikilvægt að hvetja fólk til að
skila kútunum á haustin og það
væri ekki galin hugmynd að þeir
sem taka við þeim endurgreiddu
líka fyrir innihaldið.“
bergsteinn@frettabladid.is
!"!#$ %"
$"&!#'(
')
24
NEYTANDINN: SIGURÐUR SIGURJÓNSSON LEIKARI
ÚTGJÖLDIN > KÍLÓ AF HVEITI Á VERÐLAGI
NÓVEMBER HVERS ÁRS
19
90
19
95
20
00
20
03
87 kr.
64 kr.66 kr
75 kr.
19
85
35. kr
19
80
5 kr.
Lét pranga inn á mig armbandsúri
GÓÐ HÚSRÁÐ
■ BÖRN Í BÍL Það er ekkert grín ef börnin
verða bílveik og því eru holl ráð í þeim efnum
gullsígildi. Mörgum foreldrum hefur reynst vel
að hvetja börn sín til að horfa út um gluggann
meðan á ferðalaginu stendur í stað þess að þau
lesi eða leiki sér. Einnig hefur engiferöl hamlað
bílveiki margra barnanna.
■ AÐ NÁ HVÍTLAUKSHÝÐINU AF Til þess að
ná hýðinu utan af hvítlauksrifi er þjóðráð að
setja það inn í örbylgju-
ofn í fimmtán sek-
úndur en eftir það
flettist það afar
auðveldlega.
Einnig má kremja
rifið með sléttum hníf
en þá springur efsti hluti
þess og eftir það er barnaleikur að ná hýðinu af.
■ AÐ NÁ LíMBLETTUM AF GLERI Límmiðar
barnanna rata oft á gler hingað og þangað.
Erfitt getur verið að ná þeim fyllilega í burtu þar
sem oftast situr límbletturinn eftir. Þó er hægt
að sigrast á þeim með því að hella sítrónudrop-
um í blauta tusku og nudda svo vel.hagur heimilanna
■ HVAÐ KOSTAR... Í LEIKHÚS
Dýrara á söngleiki
Á hverja sýningu í Þjóðleikhúsinu kostar hver miði 2.700, en 2.900 í Borgarleikhús-
inu. Aldraðir, öryrkjar, stúdentar og börn fá 600 krónur í afslátt í Þjóð-
leikhúsinu. Í Borgarleikhúsinu fá aldraðir og öryrkjar 700 krónur í af-
slátt, en börn 12 ára og yngri fá ókeypis aðgang í fylgd með for-
ráðamönnum sínum á valdar sýningar. Það er aðeins dýrara að fara
á söngleiki. Á Edith Piaf í Þjóðleikhúsinu kostar 3.000, en 3.600 á
söngleiki eða stórsýningar í Borgarleikhúsinu.
Fyrir þá sem fara mikið í leikhús getur verið hentugt að kaupa
áskriftarkort. Á fimm sýningar á stóra sviði Þjóðleikhússins, eða
sex sýningar á minni sviðin kostar kortið 10.500 krón-
ur. Á fjórar sýningar á Stóra sviði Borgarleikhússins,
auk einnar sýningar að eigin vali kostar áskriftar-
kortið 11.100. Einnig býður Borgarleikhúsið upp á
átta miða aðgöngukort sem kostar 19.500.
■ VERSLUN OG ÞJÓNUSTA
Hive stefnir á símamarkað
Fyrirtækið Hive stefnir á frekari símaþjónustu fyrir við-
skiptavini sína. Fyrsta skrefið var Hive-netsími þar sem
viðskiptavinum Hive bjóðast útlandasímtöl til 31 lands á
mun lægra verði en símafyrirtækin hafa boðið upp á.
Netsíminn byggir á IP tækni, sem gerir Hive kleift að
nota internetið til þess að flytja símaumferð beint inn á
staðbundin símkerfi í þeim löndum sem hringt er til. Einnig er hægt að taka net-
símann í ferðalagið og hringja í íslensk heimasímanúmer erlendis frá fyrir 2,99 á
mínútuna. Næstu skref fyrirtækisins verður að bjóða upp á almenna símaþjónustu
fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Nýtt fasteignasjónvarp
Ný sjónvarpsstöð hefur göngu sína í byrjun nóvember þar sem
sýndar verða fasteignakynningar allan sólarhringinn. Það er
Hlynur Sigurðsson sem stendur á bak við sjónvarpsstöðina, en
hann hefur séð um þáttinn Þak yfir höfuðið á Skjá ein-
um. Hægt verður að velja fasteignaauglýsingar með
því að senda smáskilaboð. Á kvöldin má meðal ann-
ars sjá kynningar á nýjustu fasteignunum og kynn-
ingar á einbýlishúsum. Stöðinni verður dreift í gegn
um breiðbands- og ADSL-kerfi Símans, en viðræður
standa yfir um frekari dreifingu.
15. september 2005 FIMMTUDAGUR
Bifvélaverkstæði Þ. Jónssonar og Vélalands hefur starfað í 56 ár:
Fólk heldur lengur í bílana sína
„Fólk heldur lengur í bíla sína nú
en áður og það virðist einnig fara
mun betur með þá,“ segir Sigurður
Grétarsson, eigandi Bifvélaverk-
stæði Þ. Jónssonar Vélalands.
Verkstæðið hefur verið starf-
rækt í 56 ár en Þór Jónsson og
Grétar Árnason, faðir Sigurðar,
opnuðu það árið 1949 og Sigurður
bætti svo Vélalandi sínu við það
árið 1988.
„Nú síðustu ár hefur til dæm-
is verið óvenju mikið um vélar-
upptekningar hjá okkur, ég man
varla eftir öðru eins. Eins er það
áberandi núna að flestir vilja láta
gera fyrirbyggjandi viðgerðir á
bílum sínum þannig að ef eitt-
hvað er ekki alveg eins og það á
að vera er það bara tekið í gegn
en áður vildu menn helst ekkert
láta laga fyrr en allt var orðið
stopp. Svo er líka mikið um það
að menn komi með 5 til 6 ára
gamla bíla og vilja bara láta gera
þá upp.“
Eins hefur viðskiptahópurinn
tekið nokkrum breytingum hjá
Sigurði eins og kannski víða ann-
ars staðar þar sem bílar eru teknir
í gegn. „Nú eru konur farnar að
koma með bílana sína sjálfar og þá
er líka viðkvæðið sem karlmenn-
irnir viðhöfðu þegar þeir komu
með sína bíla á verkstæðið ekki
lengur í gildi.“ Og Sigurður útskýr-
ir þetta títt notaða en nú ógilda við-
kvæði: „Jú, þegar karlarnir komu
með bilaðan bíl á verkstæðið sögðu
þeir venjulega: „Konan var á hon-
um.“
Þetta á ekki lengur við segir
Sigurður frekar en klámmyndirn-
ar sem hann segir að hafi horfið af
veggjum verkstæðanna fyrir 15 til
20 árum. - jse
GASKÚTAR GEYMDIR Esso-aðföng að Gelgjutanga er annar tveggja staða í höfuðborg-
inni þar sem hægt er að skila gaskút gegn endurgreiðslu.