Fréttablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 16
ÓÐIR Í PYLSUR Kjötiðnaðarmaðurinn Tom
Jackson hengir upp pylsur í verslun sinni í
London. Árlega neyta Bretar 189 tonna af
pylsum sem jafngildir því að hver Breti
borði 140 pylsur á ári.
16
Myndhöfundur deilir við bókaútgefanda:
Ekkert lögbann á bók
ÚTGÁFA Sýslumaðurinn í Reykja-
vík vísaði í gær frá lögbanns-
beiðni sem sett hafði verið fram
á útgáfu bókarinnar Fiskisagan
flýgur frá bókaútgáfunni
Skruddu.
Í úrskurðinum er vísað til þess
að bókin sé komin út og sá gjörn-
ingur verði ekki aftur tekinn.
Fyrir helgi lagði sýslumaður til
að trygging vegna lögbannsins
yrði 1,5 milljónir króna, en útgef-
andinn fór fram á tryggingu upp
á 10 milljónir króna, enda hafi
mikill kostnaður verið lagður í
útgáfuna, bæði laun og prentun.
„Við munum ekki una þessum
úrskurði,“ segir Kristinn H.
Benediktsson, höfundur ljós-
mynda í bókinni, en hann vildi fá
fram lögbann þar sem hann taldi
illa farið með hugverk sín í rit-
inu. „Það er málshöfðun í undir-
búningi, en við bíðum eftir
plöggum frá sýslumanni þannig
að kæran verður trúlega ekki
lögð fram fyrr en á morgun,“
segir hann.
- óká
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Leiðtoga-
fundur Sameinuðu þjóðanna hófst
í höfuðstöðvum samtakanna í
New York í gær. Á þessum 60 ára
afmælisfundi stóðu vonir til að
samþykktar yrðu tillögur að víð-
tækri endurskipulagningu og um-
bótum á uppbyggingu og starf-
semi samtakanna, en sennilegast
þykir að ekki takist samkomulag
um annað en mjög útvatnaða út-
gáfu af þessum umbótatillögum.
Göran Persson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, sem er starfandi
forseti allsherjarþings SÞ, setti
fundinn með ávarpi þar sem hann
hvatti ráðamenn heims til að taka
saman höndum um að hindra
stríðsátök og þjóðarmorð og
vernda mannréttindi. Yfir 160
þjóðar- og ríkisstjórnaleiðtogar
mættu til að hlýða á Persson
brýna fyrir sér að milljónir
mannslífa væru í hættu ef ekki
verður gripið til afdráttarlausra
ráðstafana til að uppræta fátækt í
heiminum.
Kofi Annan, framkvæmda-
stjóri SÞ, sagði í ávarpi sínu að
ályktunin sem leiðtogarnir munu
afgreiða í lok fundarins á morgun
væri „góð byrjun“ en ekki „þær
víðtæku grundvallarumbætur“
sem hann hefði lagt til. Hann kall-
aði eftir því að vasklega yrði
gengið fram í að útkljá ágrein-
ingsmál sem urðu til þess að ekki
reyndist unnt að ná samkomulagi
um að ganga lengra í þessari at-
lögu.
„Því að eitt hefur komið skýrt í
ljós í þessu ferli sem við hófum
fyrir tveimur árum: hvað svo sem
skilur okkur að stöndum við eða
föllum saman, í þessum heimi þar
sem allir eru háðir öllum,“ sagði
Annan.
George W. Bush Bandaríkja-
forseti reyndi í ávarpi sínu að
„selja“ alþjóðasamfélaginu áform
um að útbreiða lýðræði í Írak og
víðar um heiminn, stokka upp
starfsemi Sameinuðu þjóðanna og
gera átak í að afnema hömlur á al-
þjóðaviðskipti. Margir í áheyr-
endahópnum hefðu frekar viljað
heyra hann segja að Bandaríkin
myndu hætta að sniðganga al-
þjóðasamninga á borð við Kyoto-
sáttmálann og um stofnun Alþjóða
sakadómstóls, en Bush vildi nota
tækifærið til að lýsa fyrir leiðtog-
unum sýn sinni á það hver væru
brýnustu úrlausnarefni alþjóða-
mála.
audunn@frettabladid.is
NORÐURÁL STÆKKAÐ Hér má sjá yfir
Norðurál á Grundartanga þar sem tólf
Danir vinna við stækkunina.
Verkalýðsfélag Akraness:
Deilt um Dani
KJARAMÁL Verkalýðsfélag Akra-
ness hefur fengið lögfræðinga til
að kanna hvort Ístak greiði stétt-
arfélagsgjöld af tólf dönskum
smiðum sem vinna við stækkun
Norðuráls.
Loftur Árnason, framkvæmda-
stjóri Ístaks, segir að farið sé eft-
ir þeim reglum sem gildi: „Dan-
irnir fá ekki laun hjá okkur. Þeir
eru launamenn hjá starfsmanna-
leigu, en við vitum að þeim er
greitt meira en lágmarkslaun á Ís-
landi kveða á um.“
Vilhjálmur Birgisson, formað-
ur Verkalýðsfélagsins, skrifar á
heimasíðu félagsins að Ístak neiti
að láta félaginu í té upplýsingar
um hver kjör mannanna séu. Það
séu brot á samkomulagi ASÍ og
Samtaka atvinnulífsins. - gag
15. september 2005 FIMMTUDAGUR
KRISTINN H. BENEDIKTSSON Kristinn H.
Benediktsson ljósmyndari fór fram á lög-
bann á útgáfu bókarinnar Fiskisagan flýgur
þar sem hann taldi illa farið með myndir
sínar í ritinu. Kröfunni var vísað frá í gær. FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
Hvetur lei›toga heimsins
til a› útkljá ágreiningsmál
Á lei›togafundi Sameinu›u fljó›anna, sem hófst í gær, hvatti Kofi Annan til einingar um framtí›arskipan
samtakanna. Reikna› er me› a› lei›togar heims samflykki útvatna›a ályktun um umbætur á samtökunum.
BUSH HJÁ SÞ George W. Bush Bandaríkjaforseti ávarpar allsherjarþingið í gær.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
ALÞJÓÐAMÁL Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra ávarpar leiðtoga-
fund Sameinuðu þjóðanna í New
York í dag.
Tilgangur leiðtogafundarins er
að fara yfir efndir þeirra skuldbind-
inga sem felast í svonefndum þús-
aldarmarkmiðum Sameinuðu þjóð-
anna en þar er einkum lögð áhersla
á málefni þróunarlanda og ýmsa að-
steðjandi vá eins og ófrið.
Halldór Ásgrímsson forsætis-
ráðherra segir að þegar liggi fyrir
samkomulag um yfirlýsingu. „Þar
er gert ráð fyrir því að styrkja Sam-
einuðu þjóðirnar með stofnun
mannréttindaráðs og sérstakrar
friðarstofnunar. Í sjálfu sér er text-
inn góðra gjalda verður en aðalat-
riðið er hvað gert verður með hann
og hvaða vald þessi ráð öðlast. Það
sem veldur vonbrigðum er að
hvorki hefur gengið né rekið á sviði
afvopnunar. Ekki hefur heldur
náðst samstaða um það hvernig
skilgreina skuli hryðjuverk. Fjöldi
þjóða vill enn réttlæta aðgerðir í
nafni frelsisbaráttu sem aðrir kalla
hryðjuverk.“
Halldór segir það enn fremur
mikil vonbrigði að engin niðurstaða
hafi fengist um breytingar á Örygg-
isráðinu. „Við höfum fyrir augunum
hræðileg dæmi þar sem Sameinuðu
þjóðirnar hafa ekki brugðist við að-
steðjandi vá og dæmi um það eru
skelfingarnar í Rúanda. Ef menn
vilja koma í veg fyrir að þess háttar
atburðir endurtaki sig verða Sam-
einuðu þjóðirnar að hafa vald og
möguleika til að grípa í taumana. Í
ræðu minni ætla ég að leggja
áherslu á samskipti þjóða í starfi
Sameinuðu þjóðanna. Þær hafa
brugðist mjög mörgum, bæði þjóð-
um, þjóðflokkum eða einstaklingum
með aðgerðaleysi. Aðgerðir Sam-
einuðu þjóðanna eiga að vera slíkar
að þeir sem brjóta mannréttindi og
virða ekki líf annarra hugsi sig
tvisvar um áður en þeir beita of-
beldi,“ segir Halldór Ásgrímsson.
johannh@frettabladid.is
Afvopnunarmálin valda
Halldóri vonbrig›um
Halldór Ásgrímsson forsætisrá›herra ávarpar allsherjarfling Sameinu›u fljó›-
anna í dag. Hann ætlar a› leggja áherslu á auki› vald Sameinu›u fljó›anna til
fless a› beita sér gegn ófri›i og mannréttindabrotum.
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTIS-
RÁÐHERRA Halldór telur að Samein-
uðu þjóðirnar verði að hafa mögu-
leika á að koma í veg fyrir ógnarat-
burði. „Þær hafa brugðist mjög mörg-
um, bæði þjóðum, þjóðflokkum eða
einstaklingum með aðgerðaleysi.“
SKATTASAMNINGUR
SKIPT VIÐ KRÓATA Nýverið
hófust viðræður um tvísköttun-
arsamning á milli Íslands og
Króatíu. Þetta kemur fram í Tí-
und, fréttablaði Ríkisskatts-
stjóra.
HVERAGERÐI
HVERAGERÐI STYÐUR KJALVEG
Á fundi bæjarráðs Hveragerðis-
bæjar í gær var samþykkt að
leggja til hálfa milljón í hlutafé
til Norðurvegar ehf., en félagið
var stofnað í kringum áform um
uppbyggingu Kjalvegar. Þau skil-
yrði voru sett fyrir fjárveiting-
unni að hlutafjársöfnunin næði
þeim markmiðum sem hafa verið
sett og kynnt voru á fundi bæjar-
ráðs 19. júlí.