Fréttablaðið - 15.09.2005, Blaðsíða 48
Golf R32 knúinn 177 kW (241 hest-
afla) vél var fyrst kynntur í ágúst
2002. Bíllinn seldist eins og heitar
lummur; þrefalt betur en ráð hafði
verið fyrir gert í upphafi.
Að þessu sinni býr Golf R32 yfir
184 kW (250 hestöflum) undir
vélarhlífinni og 4MOTION sídrif á
öllum hjólum tryggir að veggripið
er einstaklega gott. Hámarkshraði
Golf R32 er 250 km á klst. og hægt
er að fá hann með annað hvort 6
gíra beinskiptingu eða valkvæðri
DGS-sjálfskiptingu. R32 nær sér
best á strik með DGS-sjálfskiptingu
og er 6,2 sekúndur að ná 100 km
hraða miðað við 6,5 sekúndur með
beinskiptingu.
Dekkin eru af 225/40 stærð og með
Y-mynstri sem ætlað er fyrir allt að
300 km hraða. Stór vindskeið að
aftan tryggir að afturhjólin haldast
tryggilega á veginum. Dekk og hjól
falla vel að, bæði vegna þess að um
18“ dekk er að ræða en líka vegna
þess að hjólabúnaðurinn er sérstak-
lega sportlegur og hefur verið lækk-
aður um 20 mm.
Mælar og tæki, sportsæti, álfótstig
og ýmis sérbúnaður eru stór þáttur í
sportlegu útliti bílsins. Stýrið er líka
sportlegt með götuðu leðuráklæði
þar sem haldið er í það og R32 gír-
hnúðurinn liggur vel í hendi.
í ár bætast við tvær nýjar áhuga-
verðar vélar í Golf-línuna svo það
verður áfram áhugavert að fylgjast
með Volkswagen Golf.
VOLKSWAGEN GOLF R32
Vélar: 250 hö (B)
Dyrafj.: 3
Sæti: 5
Umboð: Hekla
Verð: Auglýst síðar
12 ■■■ { BÍLAR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Arftaki 156 á göturnar
fyrir áramót
Nýr frá
grunni
Suzukibílar kynntu í sumar nýjan
Swift sem er stærri, tæknilega full-
komnari og aflmeiri en fyrirrennari
hans. Suzuki Swift er algerlega nýr
bíll frá grunni hannaður í Evrópu
fyrir Evrópumarkað. Hvað stærð
varðar er hann heldur stærri en
Yaris en minni en Golf. Swift kemur
með 15 tommu felgum, sex örygg-
isloftpúðum, innbyggðum hljóm-
tækjum með sex hátölurum og
stillingum í stýri, ABS hemlum, raf-
hitun í sætum og útispeglum auk
margs annars. GLX gerðin er auk
þess búin loftkælingu, álfelgum,
þokuljósum og lykillausu aðgengi
og ræsingu. Mikil áhersla er lögð á
öryggi. Í EuroNcap öryggisprófinu
fékk Swiftinn samtals 10 stjörnur; 4
fyrir öryggi ökumanns og fram-
sætisfarþega, 3 stjörnur fyrir öryggi
barnastóla og 3 stjörnur fyrir
öryggi gangandi vegfaranda. Síðast
en ekki síst er eldsneytiseyðslan
eins og best gerist. Bensínbíllinn
eyðir aðeins 6,5 l á hundraðið og
dísilbíllinn aðeins 4,6 l á hundrað-
ið í blönduðum akstri.
fyrsti bílinn }
Gekk á viljanum einum saman
Helga Vala Helgadóttir, leikkona og lögfræðinemi, minnist fyrsta bílsins
síns með mikilli hlýju. „Fyrsti bíllinn minn var forláta beislitaður Dai-
hatsu Charade, fimm dyra en ekki með kýrauga eins og þessir bílar voru
gjarna. Með honum tók ég fyrsta víxilinn minn í Íslandsbanka í Lækjar-
götu eða hvað sem bankinn hét þá. Þessi bíll lagði metnað sinn í að
ganga undir öllum kringumstæðum. Ég fór stundum með klink út á
bensínstöð og keypti bensín fyrir skiptimynt.
Eina vandamálið var að rúðuþurrkumótorinn var stöðugt til vandræða.
Oft og iðulega þurfti að handstýra rúðuþurrkunum og kom sér þá vel
að hafa farþega í bílum
sem gat tekið það verkefni
að sér með spotta. Ef mað-
ur átti engan vin eða félaga
sér við hægri hlið þurfti
ökumaðurinn að gera allt í
senn, skipta um gír, stýra
og stjórna rúðuþurrkunum,
sem gat verið mjög erfitt,
sérstaklega í ferðum út á
land. Ég er þó enn til frá-
sagnar. Bílnum var skipt út
fyrir aðeins nýrra eintak af
sömu tegund sem stóðst
þessum engan veginn
snúning því á þann bíl
þurfti að setja bensín. Þessi
bíll gekk á viljanum einum
saman og gekk vel.“
HELGA VALA HELGADÓTTIR
250 hestöfl knýja þennan sérsmíðaða sportbíl með fjórhjóladrifi í allt að 250 km hraða á klst.
Ný útgáfa af kraftmesta
Golf-bíl sögunnar
ALFA ROMEO 159
Vélar: 1,9 120/150 hö (D), 2,4
240 hö (D), 1,9 160 hö (B), 2,2
185 hö (B) og 3,2 200 hö (B)
Skipting: 6 g/bsk.
Frá vori 2006 6 g/Formula 1
skipt. og 6 g/ssk.
Dyrafj.: 4
Sæti: 5
Stöðugleikabúnaður: ESP stöð-
ugleikastýring, ASR spólvörn
o.fl.
Umboð: Ptt ehf.
Verð frá: ca. 3.000.000 kr.
Formúlukappinn Michael Schumacher er ánægður með nýja Alfa Romeo 159 bílinn sinn.
Fyrir áramót er von á nýjum Alfa
Romeo 159. Hann er arftaki Alfa
Romeo 156, sem var kjörinn bíll
ársins í Evrópu árið 1998 og er nýi
bíllinn talinn einna sigurstrangleg-
astur í vali á bíli ársins 2005 í
Evrópu. Miklar væntingar eru til
Alfa Romeo 159 og hafa fyrstu við-
brögð pressunnar verið hlaðin lofi.
Útlit bílsins er eins og aðeins Ítalir
kunna að hanna, listilega fallegur,
elegant og kröftugur. Michael
Schumacher, sjöfaldur heimsmeist-
ari í Formula 1 kappakstri, tók ný-
lega við sínu eintaki af Alfa Romeo
159 en Alfa Romeo tilheyrir sömu
fjölskyldu og Ferrari.
Ýmsar nýjungar er að finna í Alfa
Romeo 159, sem er teflt fram til
höfuðs bílum eins og BMW 3 og
Audi A4. Hann býðst með sex vél-
um, þrem dísilvélum frá 120 til 240
hestöflum og þrem bensínvélum frá
160 hestöflum til 200 hestafla ofur-
bíls með fjórhjóladrifi. Bensínvél-
arnar eru allar með tímakeðju í stað
tímareimar, sem gerir vélarnar ein-
staklega viðhaldslitlar og endingar-
góðar. Byrjað er að taka við pönt-
unum í þennan glæsilega bíl og
mega þeir sem panta bíla fljótlega
eiga von á að fá sérsmíðaða bíla
afthenta fyrir jól.
SUZUKI SWIFT
Vélar: 1,5 101 ha(B), 1,3 70
hö(D)
Skipting: 5 g/bsk, 4 g/ssk
Dyrafj.: 5
Sæti: 5
Umboð: Suzuki bílar
Verð frá: 1.479.000
Suzuki Swift
hefur verið
endurhann-
aður frá
grunni en er
sem fyrr
sparneytinn
og léttur.