Fréttablaðið - 15.09.2005, Page 14

Fréttablaðið - 15.09.2005, Page 14
TOMAS HIRCHT HANDTEKINN Forsetafram- bjóðandi í Chile, Tomas Hircht, var hand- tekinn fyrir að taka þátt í mótmælum með ættingum uppreisnarseggja í fyrir framan forsetahöllina La Moneda í höfuðborginni Santíagó í gær. 14 EVRÓPA Leiðtogar Evrópuríkja hafa kallað eftir samstilltum að- gerðum til að hafa hemil á olíu- verðshækkunum. Breski fjár- málaráðherrann hvetur OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, til að auka framleiðsluna og franski forsetinn biður olíufyrirtækin um að lækka eldsneytisverð og auka fjárfestingar í rannsóknum á end- urnýjanlegum orkugjöfum. Þrátt fyrir að Evrópusamband- ið hafi varað við því að stjórnvöld aðildarríkjanna gripu til niður- greiðsluaðgerða vegna olíuverðs- hækkananna boðaði Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, endurgreiðslu á viss- um hluta eldsneytisskatts til franskra bænda. Nú, þegar heimsmarkaðsverð á olíu er um fjörutíu prósentustig- um hærra en fyrir einu ári, fer uggur um marga í Evrópu um hrakandi efnahagshorfur. Hagtöl- ur eru þegar farnar að sýna að eldsneytisverðið er farið að þrýsta upp verðbólgunni. Gordon Brown, fjármálaráð- herra Bretlands, lagði til að efnt yrði til alþjóðlegs átaks til að koma á ró á olíumörkuðum. „Þar sem þetta er að kjarna til vandi þar sem eftirspurn fer fram úr framboði verður OPEC að bregð- ast við á næsta ráðherrafundi sín- um hinn 19. september,“ sagði Brown í ræðu í Brighton. - aa BERLÍN, AP Varnarmálaráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins hafa hert á undirbúningi þess að bandalagið víkki út starfssvið friðargæslusveita sinna í Afganistan – sem íslenska friðargæslan á aðild að – þannig að það nái til alls landsins. Það gæti gert Bandaríkja- mönnum kleift að kalla þúsundir hermanna heim, sem í bandalagi við afganska stjórnarhermenn hafa gætt öryggis í suður- og austurhéruðum landsins frá því að talibanastjórninni þar var steypt af stóli fyrir hátt í fjórum árum. Í þessum landshlutum leika skæruliðar talibana (og annarra andstæðinga stjórnarinnar í Kabúl) enn lausum hala og gera hersveitum Bandaríkjamanna ýmsar skráveifur. Þó var ekki gert ráð fyrir að nokkur ákvörðun yrði tekin í málinu fyrr en eftir helgi, þar sem þingkosningar fara fram í Þýskalandi á sunnudag og málið er pólitískt viðkvæmt þar í landi enda eru margir þýskir hermenn í friðargæsluliðinu í Afganistan. Ríkisstjórn Gerhards Schröd- er kanslara er mótfallin því að friðargæsluverkefni NATO þar verði sameinað hinum hernaðar- legu verkefnum á skæruliða- svæðunum. Bandaríski varnarmálaráð- herrann Donald Rumsfeld þrýst- ir hins vegar á um að NATO axli meiri ábyrgð í Afganistan. - aa Óeirðir á N-Írlandi: Barist gegn ofbeldi NORÐUR-ÍRLAND, AP Hin útlæga Ulster-sjálfboðaliðahreyfing hefur rofið ellefu ára vopnahlé. Þetta kom fram í máli Peter Hain, Norður-Írlandsmála- ráðherra Breta í gær. Hain var ómyrkur í máli og lýsti því yfir að barist yrði gegn ofbeldis- hreyfingum og þær sigraðar. „Þessir aðilar verða að vinna að pólitískri lausn,“ sagði Hain. Gögn liggja fyrir sem sýna fram á að Ulster-hreyfingin hafa ráðist gegn lögreglu með riffl- um og handsprengjum í óeirðum helgarinnar. ■ Menntaskólinn á Akureyri: Settur í 125. sinn NÁM Menntaskólinn á Akureyri var settur í 125. sinn í fyrradag en regluleg kennsla hófst í gær. Um 690 nemendur leggja stund á nám við skólann í vetur og hafa þeir aldrei verið fleiri. Meðal nemenda eru sautján yf- irburðanemendur sem gafst kostur á að hlaupa yfir 10. bekk vegna hárra einkunna í 9. bekk. Um er að ræða tilraunarverkefni MA og menntamálaráðuneytisins og þurfti að vísa mörgum góðum nemendum frá vegna fjöldatakmarkana. - kk 15. september 2005 FIMMTUDAGUR BENSÍN HAMSTRAÐ Bíleigendur í Bretlandi hafa hamstrað bensín síðustu daga af ótta við að mótmæli við olíuhreinsistöðvar valdi eldsneytisskorti. Kallað eftir átaki gegn hækkunum á olíuverði: Hækka›i um 40 prósent á ári FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1.990.0 Sítengt aldrif • 2 lítra vél • ABS með EBD hemlajöfnunarkerfi • Fjarstýrðar samlæsingar Rafstýrðir og upphitaðir hliðarspeglar • Rafdrifnar rúðuvindur með slysavörn • Þokuljós að framan Hæðarstilling á bílstjóra- og farþegasæti • Armpúði með geymsluhólfi á milli framsæta o.fl. 19.048 kr. á mánuði miðað við 35% útborgun og bílasamning SP til 84 mánaða Vetrardekkin klár í skottinu, negld eða ónegld eftir óskum hvers og eins SKÓLASETNING Jón Már Héðinsson skóla- meistari bauð nemendur velkomna og sagði þeim að þrenningin ástundun, áhugi og árangur væri mjög mikils verð. AFGANISTAN Í BRENNIDEPLI Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO (t.v.), og Peter Struck, varnarmálaráðherra Þýskalands, heilsast í Berlín í gær. NATO-ráðherrar ræða aukið hlutverk bandalagsins í Afganistan: Bandarískir hermenn heim FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.