Fréttablaðið - 15.09.2005, Page 12

Fréttablaðið - 15.09.2005, Page 12
EÐALDRYKKUR Flaska af Frapin Cucee 1888 koníaki var afhjúpuð í London í gær. Koníakið, sem blandað er úr ýmsum eðal- veigum – þar á meðal koníaki frá árinu 1888 – er talið munu seljast á um 300 þús- und krónur. Aðeins verða framleiddar 1888 flöskur og ekki þykir spilla fyrir að gullþræði er vafið um flöskuna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 12 LÖGREGLUMÁL Rannsókn á máli konu sem hringdi inn sprengju- hótun til Keflavíkurflugvallar í byrjun ágúst er nú lokið hjá lög- reglunni á Keflavíkurflugvelli. Málið hefur verið sent til ríkissak- sóknara, að sögn Jóhanns R. Bene- diktssonar sýslumanns og mun hann taka ákvörðun um hvort ákært verður í því eða ekki. Konan sem er á miðjum aldri hefur verið svipt sjálfræði og þykir vafi leika á hvort hún sé sakhæf eða ekki. Það ræðst hjá embætti ríkissaksóknara. Konan hafði áður komið við sögu lög- reglu þegar hún hringdi inn sprengjuhótunina. Hún hringdi úr farsíma og komst lögreglan fljót- lega á spor hennar með því að rekja símtalið. Konan reyndist þá vera komin til Akureyrar þar sem hún var handtekin og færð til yfir- heyrslu, þar sem sprengjuhótun- armálið leystist hratt og örugg- lega. Henni var sleppt úr haldi að því loknu. Þeir sem fremja afbrot af þessu tagi geta átt á hættu fang- elsisvist allt að þremur árum. -jss Þunguð krónprinsessa Danmerkur: María á sjúkrahúsi Menntaskólinn á Ísafirði: Vi›tölum loki› NÁM Lokið hefur verið við að taka viðtöl við starfsmenn Mennta- skólans á Ísafirði vegna úttektar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á stjórnunarháttum og samskiptum innan menntaskól- ans. Þetta kemur fram á frétta- vefnum bb.is. Snemmsumars fór Ólína Þor- varðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, fram að á opinber rannsókn yrði gerð á starfs- og stjórnunarháttum henn- ar við skólann vegna deilna við Ingibjörgu Ingadóttur, ensku- kennara við skólann. Mennta- málaráðuneytið fól því Félagsvís- indastofnun að framkvæma slíka úttekt. Niðurstöðum verður skilað til ráðuneytisins 20. október. - ss VERKSUMMERKI Í BAGDAD Vegfarendur á vettvangi eins af mörgum sprengjutilræðum gærdagsins. ÍRAK, AP Á annan tug sprenginga urðu í miðborg Bagdad í gær, sem bönuðu að minnsta kosti 152 manns og særðu minnst 542. Sprengingarnar byrjuðu með stórri sjálfsmorðs-bílsprengju- árás sem beint var gegn dag- launamönnum sem safnast höfðu saman á þessum stað í borginni í von um að fá vinnu þann daginn. Íraksdeild al-Kaída-hryðjuverka- netsins lýsti ábyrgð á tilræðun- um á hendur sér. Fyrsta árásin var blóðugust. Þá fórust minnst 88 manns og 227 særðust. Hún var gerð í Kazimi- yah-hverfinu, en flestir íbúar þar eru sjía-múslimar. Í fyrrinótt voru sautján menn teknir af lífi í þorpi norður af Bagdad, en að þeim meðtöldum var mannfallið í ofbeldisverkum síðasta sólarhrings í Bagdad og nágrenni komið upp í 169 manns. Háttsettur foringi í banda- ríska herliðinu í Írak tjáði AP- fréttastofunni að hann teldi að árásirnar væru hefnd fyrir áhlaup bandarískra og íraskra hersveita í norður-írösku borg- inni Tal Afar, en markmiðið með því var að svæla uppreisnarmenn út úr fylgsnum sínum nærri landamærunum að Sýrlandi. Ar- abíska sjónvarpsstöðin Al- Jazzeera hafði eftir talsmönnum al-Kaída að þetta mat væri rétt. Talið er að blóðbað gærdags- ins hafi verið það næstmesta sem orðið hefur í Írak frá því að Bandaríkjamenn leiddu innrás í landið vorið 2003. Ári eftir inn- rásina, 2. mars 2004, dóu að minnsta kosti 181 og 573 særðust í samræmdum sprengjuárásum á helgar moskur sjía-múslima í Karbala og Bagdad. Er ofbeldið blossaði svo illi- lega upp á ný eftir tiltölulega ró- lega tíð undanfarnar vikur sat Íraksþing enn á rökstólum um endurbætur á drögum að nýrri stjórnarskrá, sem væru til þess fallnar að koma til móts við óánægju súnní-múslima, en það eru herskáir menn úr þeirra hópi sem eru uppistaðan í liði upp- reisnarmanna. Íraskir stjórnmálaleiðtogar fordæmdu árásirnar. Husein al- Shahristani, varaforseti þingsins, sagði þær „villimannslegar og hrottalegar“. audunn@frettabladid.is Al-Kaída: Lykilmenn handteknir PAKISTAN, AP Öryggissveitir í Pakistan yfirheyra nú 21 einstak- ling sem grunaðir eru um aðild að al-Kaída. Hópurinn var handtekinn nú í vikunni í hernaðaraðgerðum í norð-vesturhluta Pakistans. Safdar Hussain herforingi vildi ekki nafn- greina einstaklingana en sagði þó að líklega væri um lykilmenn að ræða. Staðurinn sem þeir höfðust við á hefði verið vel búinn vopnum og samskiptatækjum. „Al-Kaída hörfar,“ sagði Musharraf, forseti Pakistans, við CNN í gær. ■ 15. september 2005 FIMMTUDAGUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P DANMÖRK María krónprinsessa af Danmörku var lögð inn á háskóla- sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn í gær vegna samdráttarverkja í móðurlífinu. María á von á sér eft- ir sex vikur. Frá þessu greindu læknar og talsmenn hirðarinnar. Líðan hinnar verðandi móður var sögð góð, en að læknisráði verður hún um sinn áfram á sjúkrahúsinu. Friðrik krónprins dvaldi nótt- ina hjá sinni heittelskuðu. Öllum embættisskylduverkum prinsess- unnar hefur verið aflýst, að sögn hirðarinnar. María er mjög vinsæl meðal Dana. Hún hitti Friðrik á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. ■ MARY Öllum embættis- skyldum hefur verið aflýst. RANNSÓKN LOKIÐ Rannsókn á sprengju- hótun í Leifsstöð er lokið, að sögn Jóhanns R. Benediktssonar sýslumanns. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli: Sprengjuhótun til saksóknara Al-Kaída veldur bló›ba›i í Írak Hátt á anna› hundra› manns féllu í Bagdad í sprengjutilræ›um al-Kaída í Írak. fietta var annar mannskæ›asti dagurinn frá innrásinni. ÞORLÁKSHÖFN HUMARVEIÐAR Í ÞORLÁKSHÖFN Alls hafa 367 tonnum af heilum humri hefur verið landað í Þor- lákshöfn í ár en 18 bátar eru um hituna. Aflahæsti humarbáturinn er Fróði með 40 tonn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.