Fréttablaðið - 15.09.2005, Page 11

Fréttablaðið - 15.09.2005, Page 11
FIMMTUDAGUR 15. september 2005 Baráttan við offitu í Bandaríkjunum: Kjörflyngd mæld í skólum PENNSYLVANÍA, AP Æ fleiri fylki í Bandaríkjunum láta nú skóla sína mæla hvort nemendur þeirra séu í, yfir eða undir kjörþyngd. Und- anfarna hálfa öld hafa börn verið vigtuð og mæld í skólanum en núna verður stigið skrefinu lengra og svokallaður líkamsstuð- ull reiknaður út. Niðurstöðurnar um holdafar barnanna verða sendar foreldrun- um og tilgreint í hvernig holdum barnið er miðað við aldur. Vonast er til að foreldrar deili þessum upplýsingum með heimilislækni ef holdafar barnanna stefnir í óefni. Pennsylvanía varð fimmta fylkið til að láta reikna út holdafar skólabarna, en röskur þriðjungur þeirra þar er yfir kjörþyngd. ■ NÆRING Röskur þriðjungur barna í Penn- sylvaníu er yfir kjörþyngd.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.